Southgate: Heppnir að fara ekki héðan aðeins með eitt stig Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2020 19:07 Grímubúinn Southgate á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/getty „Mér fannst leikurinn þróast eins og við áttum von á. Íslenska liðið er sterkt varnarlega og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Það er alltaf hætta á skyndisóknum og í föstum leikatriðum,“ sagði Gareth Southgate þjálfari Englendinga í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn gegn Íslandi í dag. „Ég var ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Eftir 20 mínútur skoruðum við mark sem líklega hefði átt að standa og það hefði auðvitað breytt flæði leiksins. Síðan sá maður að okkur skorti leikæfingu á síðasta þriðjungi vallarins, það vantaði upp á gæði síðustu sendingarinnar,“ bætti Southgate við en Englendingar voru mikið með boltann en vörn Íslands stóð vaktina vel. Kyle Walker fékk rautt spjald á 71.mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir klaufalega tæklingu úti á velli. „Í seinni hálfleik byrjuðum við vel og vorum með yfirhöndina. Rauða spjaldið breytti öllu og breytir taktinum. Við vorum ennþá sterkari aðilinn eftir breytingarnar sem við gerðum og héldum áfram að sækja. Það leit út fyrir að við myndum sækja sigur eftir vítið en við vorum auðvitað heppnir að þeir nýttu ekki sína vítaspyrnu.“ „Íslendingar fara sjálfsagt af velli með þá tilfinningu að þeir hefðu átt að ná jafntefli. Þegar á heildina er litið vorum við betra liðið en þegar upp er staðið erum við heppnir að fara ekki héðan með aðeins eitt stig.“ Southgate hafði lítið út á serbneska dómarann en nefndi þó að mark sem Harry Kane skoraði í fyrri hálfleik hefði átt að standa en það var dæmt af vegna rangstöðu. „Mér fannst báðar vítaspyrnurnar rétt dæmdar og rauða spjaldið sömuleiðis. Það eina sem ég ákvörðunin sem ég er ósáttur með var markið sem var dæmt af en það er erfitt að sjá það án VAR.“ Southgate sagði að erfitt væri að ræða um hvort frammistaða liðsins hefði verið góð í ljósi þess að leikmenn enska liðsins eru flestir nýbyrjaðir að æfa á ný með félagsliðum sínum eftir stutt sumarfrí. „Mér finnst erfitt að meta frammistöðuna því leikmenn hafa ekki leikið marga leiki og ekki æft mikið. Það er óraunhæft að ætlast til þess að leikmenn nái að leika af fullri getu. Það mikilvæga var að vinna og við rétt náðum því,“ sagði Gareth Southgate að lokum. Klippa: Viðtal við Gareth Southgate Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðlaugur Victor: Vörðumst eins og kóngar ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. 5. september 2020 19:00 Sjáðu uppgjörsþáttinn um leikinn gegn Englandi Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fóru yfir frammistöðu Íslands í leiknum gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 5. september 2020 18:56 Vissi að Birkir hefði ekki tekið víti í nokkur ár Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2020 18:55 Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43 Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma. 5. september 2020 17:49 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
„Mér fannst leikurinn þróast eins og við áttum von á. Íslenska liðið er sterkt varnarlega og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Það er alltaf hætta á skyndisóknum og í föstum leikatriðum,“ sagði Gareth Southgate þjálfari Englendinga í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn gegn Íslandi í dag. „Ég var ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Eftir 20 mínútur skoruðum við mark sem líklega hefði átt að standa og það hefði auðvitað breytt flæði leiksins. Síðan sá maður að okkur skorti leikæfingu á síðasta þriðjungi vallarins, það vantaði upp á gæði síðustu sendingarinnar,“ bætti Southgate við en Englendingar voru mikið með boltann en vörn Íslands stóð vaktina vel. Kyle Walker fékk rautt spjald á 71.mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir klaufalega tæklingu úti á velli. „Í seinni hálfleik byrjuðum við vel og vorum með yfirhöndina. Rauða spjaldið breytti öllu og breytir taktinum. Við vorum ennþá sterkari aðilinn eftir breytingarnar sem við gerðum og héldum áfram að sækja. Það leit út fyrir að við myndum sækja sigur eftir vítið en við vorum auðvitað heppnir að þeir nýttu ekki sína vítaspyrnu.“ „Íslendingar fara sjálfsagt af velli með þá tilfinningu að þeir hefðu átt að ná jafntefli. Þegar á heildina er litið vorum við betra liðið en þegar upp er staðið erum við heppnir að fara ekki héðan með aðeins eitt stig.“ Southgate hafði lítið út á serbneska dómarann en nefndi þó að mark sem Harry Kane skoraði í fyrri hálfleik hefði átt að standa en það var dæmt af vegna rangstöðu. „Mér fannst báðar vítaspyrnurnar rétt dæmdar og rauða spjaldið sömuleiðis. Það eina sem ég ákvörðunin sem ég er ósáttur með var markið sem var dæmt af en það er erfitt að sjá það án VAR.“ Southgate sagði að erfitt væri að ræða um hvort frammistaða liðsins hefði verið góð í ljósi þess að leikmenn enska liðsins eru flestir nýbyrjaðir að æfa á ný með félagsliðum sínum eftir stutt sumarfrí. „Mér finnst erfitt að meta frammistöðuna því leikmenn hafa ekki leikið marga leiki og ekki æft mikið. Það er óraunhæft að ætlast til þess að leikmenn nái að leika af fullri getu. Það mikilvæga var að vinna og við rétt náðum því,“ sagði Gareth Southgate að lokum. Klippa: Viðtal við Gareth Southgate
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðlaugur Victor: Vörðumst eins og kóngar ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. 5. september 2020 19:00 Sjáðu uppgjörsþáttinn um leikinn gegn Englandi Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fóru yfir frammistöðu Íslands í leiknum gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 5. september 2020 18:56 Vissi að Birkir hefði ekki tekið víti í nokkur ár Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2020 18:55 Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43 Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma. 5. september 2020 17:49 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Guðlaugur Victor: Vörðumst eins og kóngar ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. 5. september 2020 19:00
Sjáðu uppgjörsþáttinn um leikinn gegn Englandi Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fóru yfir frammistöðu Íslands í leiknum gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 5. september 2020 18:56
Vissi að Birkir hefði ekki tekið víti í nokkur ár Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2020 18:55
Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43
Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma. 5. september 2020 17:49