Southgate: Heppnir að fara ekki héðan aðeins með eitt stig Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2020 19:07 Grímubúinn Southgate á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/getty „Mér fannst leikurinn þróast eins og við áttum von á. Íslenska liðið er sterkt varnarlega og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Það er alltaf hætta á skyndisóknum og í föstum leikatriðum,“ sagði Gareth Southgate þjálfari Englendinga í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn gegn Íslandi í dag. „Ég var ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Eftir 20 mínútur skoruðum við mark sem líklega hefði átt að standa og það hefði auðvitað breytt flæði leiksins. Síðan sá maður að okkur skorti leikæfingu á síðasta þriðjungi vallarins, það vantaði upp á gæði síðustu sendingarinnar,“ bætti Southgate við en Englendingar voru mikið með boltann en vörn Íslands stóð vaktina vel. Kyle Walker fékk rautt spjald á 71.mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir klaufalega tæklingu úti á velli. „Í seinni hálfleik byrjuðum við vel og vorum með yfirhöndina. Rauða spjaldið breytti öllu og breytir taktinum. Við vorum ennþá sterkari aðilinn eftir breytingarnar sem við gerðum og héldum áfram að sækja. Það leit út fyrir að við myndum sækja sigur eftir vítið en við vorum auðvitað heppnir að þeir nýttu ekki sína vítaspyrnu.“ „Íslendingar fara sjálfsagt af velli með þá tilfinningu að þeir hefðu átt að ná jafntefli. Þegar á heildina er litið vorum við betra liðið en þegar upp er staðið erum við heppnir að fara ekki héðan með aðeins eitt stig.“ Southgate hafði lítið út á serbneska dómarann en nefndi þó að mark sem Harry Kane skoraði í fyrri hálfleik hefði átt að standa en það var dæmt af vegna rangstöðu. „Mér fannst báðar vítaspyrnurnar rétt dæmdar og rauða spjaldið sömuleiðis. Það eina sem ég ákvörðunin sem ég er ósáttur með var markið sem var dæmt af en það er erfitt að sjá það án VAR.“ Southgate sagði að erfitt væri að ræða um hvort frammistaða liðsins hefði verið góð í ljósi þess að leikmenn enska liðsins eru flestir nýbyrjaðir að æfa á ný með félagsliðum sínum eftir stutt sumarfrí. „Mér finnst erfitt að meta frammistöðuna því leikmenn hafa ekki leikið marga leiki og ekki æft mikið. Það er óraunhæft að ætlast til þess að leikmenn nái að leika af fullri getu. Það mikilvæga var að vinna og við rétt náðum því,“ sagði Gareth Southgate að lokum. Klippa: Viðtal við Gareth Southgate Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðlaugur Victor: Vörðumst eins og kóngar ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. 5. september 2020 19:00 Sjáðu uppgjörsþáttinn um leikinn gegn Englandi Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fóru yfir frammistöðu Íslands í leiknum gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 5. september 2020 18:56 Vissi að Birkir hefði ekki tekið víti í nokkur ár Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2020 18:55 Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43 Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma. 5. september 2020 17:49 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
„Mér fannst leikurinn þróast eins og við áttum von á. Íslenska liðið er sterkt varnarlega og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Það er alltaf hætta á skyndisóknum og í föstum leikatriðum,“ sagði Gareth Southgate þjálfari Englendinga í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn gegn Íslandi í dag. „Ég var ánægður með hvernig við byrjuðum leikinn. Eftir 20 mínútur skoruðum við mark sem líklega hefði átt að standa og það hefði auðvitað breytt flæði leiksins. Síðan sá maður að okkur skorti leikæfingu á síðasta þriðjungi vallarins, það vantaði upp á gæði síðustu sendingarinnar,“ bætti Southgate við en Englendingar voru mikið með boltann en vörn Íslands stóð vaktina vel. Kyle Walker fékk rautt spjald á 71.mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald eftir klaufalega tæklingu úti á velli. „Í seinni hálfleik byrjuðum við vel og vorum með yfirhöndina. Rauða spjaldið breytti öllu og breytir taktinum. Við vorum ennþá sterkari aðilinn eftir breytingarnar sem við gerðum og héldum áfram að sækja. Það leit út fyrir að við myndum sækja sigur eftir vítið en við vorum auðvitað heppnir að þeir nýttu ekki sína vítaspyrnu.“ „Íslendingar fara sjálfsagt af velli með þá tilfinningu að þeir hefðu átt að ná jafntefli. Þegar á heildina er litið vorum við betra liðið en þegar upp er staðið erum við heppnir að fara ekki héðan með aðeins eitt stig.“ Southgate hafði lítið út á serbneska dómarann en nefndi þó að mark sem Harry Kane skoraði í fyrri hálfleik hefði átt að standa en það var dæmt af vegna rangstöðu. „Mér fannst báðar vítaspyrnurnar rétt dæmdar og rauða spjaldið sömuleiðis. Það eina sem ég ákvörðunin sem ég er ósáttur með var markið sem var dæmt af en það er erfitt að sjá það án VAR.“ Southgate sagði að erfitt væri að ræða um hvort frammistaða liðsins hefði verið góð í ljósi þess að leikmenn enska liðsins eru flestir nýbyrjaðir að æfa á ný með félagsliðum sínum eftir stutt sumarfrí. „Mér finnst erfitt að meta frammistöðuna því leikmenn hafa ekki leikið marga leiki og ekki æft mikið. Það er óraunhæft að ætlast til þess að leikmenn nái að leika af fullri getu. Það mikilvæga var að vinna og við rétt náðum því,“ sagði Gareth Southgate að lokum. Klippa: Viðtal við Gareth Southgate
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðlaugur Victor: Vörðumst eins og kóngar ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. 5. september 2020 19:00 Sjáðu uppgjörsþáttinn um leikinn gegn Englandi Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fóru yfir frammistöðu Íslands í leiknum gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 5. september 2020 18:56 Vissi að Birkir hefði ekki tekið víti í nokkur ár Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2020 18:55 Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43 Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma. 5. september 2020 17:49 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Guðlaugur Victor: Vörðumst eins og kóngar ,,Ég er svona hálf orðlaus einhvernveginn. Eftir þessa liðsheildarframmistöðu, að fá þessa dramatík í endann, fyrst fá þeir víti og svo klúðrum við víti, varð maður hálf svekktur og svo aftur ánægður og svo enn þá meira svekktur. Þannig þetta er mjög erfitt,‘‘ sagði Guðlaugur Victor Pálsson eftir leikinn. 5. september 2020 19:00
Sjáðu uppgjörsþáttinn um leikinn gegn Englandi Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fóru yfir frammistöðu Íslands í leiknum gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 5. september 2020 18:56
Vissi að Birkir hefði ekki tekið víti í nokkur ár Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2020 18:55
Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43
Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma. 5. september 2020 17:49