Átta þúsund dósir seljast á hverjum degi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. september 2020 21:30 Víða hafa risið verslanir sem selja einungis nikótínpúða. Stöð 2 Algjör sprenging hefur orðið í sölu á tóbakslausum nikótínpúðum og samkvæmt markaðsáætlun stærsta innflytjandans er áætlað að daglega seljist átta þúsund dósir. Í árslok 2020 er gert ráð fyrir að mánaðarsala verði um 250 þúsund dósir. Sala ÁTVR á íslensku neftóbaki hefur dregist saman um 48 prósent á þessu ári. Ástæðan er líklega aukin sala á tóbakslausum nikótínpúðum sem hafa hrúgast inn á íslenskan markað á undanförnum mánuðum. Sífellt bætast við sölustaðir níkótínpúða en þeir eru seldir í matvöruverslunum, á bensínstöðvum og svo hafa víða risið verslanir sem selja einungis nikótínpúða. Í markaðsáætlun eins stærsta innflytjanda á nikótínpúðum hér landi er áætlað að sala neftóbaks hafi dregist saman um allt að 45 prósent í lok árs. Út frá því er áætlað að markaðsstærð nikótínpúða sé 1,8 milljónir dósa á ári eða því sem nemur 112.000 til 150.000 dósum á mánuði. Þá kemur fram í markaðsáætluninni að fjöldi fólks hafi skipt út rafrettum og sígarettum fyrir nikótínpúða. Út frá því er áætlað að stærð markaðar nikótínpúða stefni í að verða um 200.000 til 250.000 dósir á mánuði í árslok 2020 eða 3 milljónir dósa árlega. Það þýðir að daglega seljist ríflega 8000 þúsund dósir. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af notkun púðanna meðal ungs fólk. „Þetta er áhyggjuefni að ungt fólk sé að verða háð nikótíni. Við höfum engi lög eða reglur sem ná utan um þessa vöru og við þurfum lög sem taka á aðgengi, aldurstakmarki, hámarksstyrkleika nikótíns,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Embættið hafi nú þegar kallað eftir regluverki frá heilbrigðisráðuneytinu. Grunur sé um að notkun sé allt of mikil meðal ungmenna. „Það er bara það sem maður sér í samfélaginu,“ segir Viðar. Nú sé beðið er eftir niðurstöðum rannsókna. Í hverri nikótínpúðadós eru um 20 púðar og hver púði inniheldur á bilinu 6-15 millígrömm af níkótíni. Verslun Neytendur Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Tengdar fréttir Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Íslendingar blésu á varnaðarorð um reykingar í faraldrinum Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. 30. júlí 2020 06:43 Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Algjör sprenging hefur orðið í sölu á tóbakslausum nikótínpúðum og samkvæmt markaðsáætlun stærsta innflytjandans er áætlað að daglega seljist átta þúsund dósir. Í árslok 2020 er gert ráð fyrir að mánaðarsala verði um 250 þúsund dósir. Sala ÁTVR á íslensku neftóbaki hefur dregist saman um 48 prósent á þessu ári. Ástæðan er líklega aukin sala á tóbakslausum nikótínpúðum sem hafa hrúgast inn á íslenskan markað á undanförnum mánuðum. Sífellt bætast við sölustaðir níkótínpúða en þeir eru seldir í matvöruverslunum, á bensínstöðvum og svo hafa víða risið verslanir sem selja einungis nikótínpúða. Í markaðsáætlun eins stærsta innflytjanda á nikótínpúðum hér landi er áætlað að sala neftóbaks hafi dregist saman um allt að 45 prósent í lok árs. Út frá því er áætlað að markaðsstærð nikótínpúða sé 1,8 milljónir dósa á ári eða því sem nemur 112.000 til 150.000 dósum á mánuði. Þá kemur fram í markaðsáætluninni að fjöldi fólks hafi skipt út rafrettum og sígarettum fyrir nikótínpúða. Út frá því er áætlað að stærð markaðar nikótínpúða stefni í að verða um 200.000 til 250.000 dósir á mánuði í árslok 2020 eða 3 milljónir dósa árlega. Það þýðir að daglega seljist ríflega 8000 þúsund dósir. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af notkun púðanna meðal ungs fólk. „Þetta er áhyggjuefni að ungt fólk sé að verða háð nikótíni. Við höfum engi lög eða reglur sem ná utan um þessa vöru og við þurfum lög sem taka á aðgengi, aldurstakmarki, hámarksstyrkleika nikótíns,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Embættið hafi nú þegar kallað eftir regluverki frá heilbrigðisráðuneytinu. Grunur sé um að notkun sé allt of mikil meðal ungmenna. „Það er bara það sem maður sér í samfélaginu,“ segir Viðar. Nú sé beðið er eftir niðurstöðum rannsókna. Í hverri nikótínpúðadós eru um 20 púðar og hver púði inniheldur á bilinu 6-15 millígrömm af níkótíni.
Verslun Neytendur Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Tengdar fréttir Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41 Íslendingar blésu á varnaðarorð um reykingar í faraldrinum Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. 30. júlí 2020 06:43 Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Vinsældir nikótínpúða taldar hafa áhrif á sölu neftóbaks Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára. 24. júlí 2020 06:41
Íslendingar blésu á varnaðarorð um reykingar í faraldrinum Á meðan sum nýttu tilbreytingaleysi samkomubannsins í gönguferðir, framkvæmdir og umpottun virðast önnur hafa reykt sem aldrei fyrr. 30. júlí 2020 06:43
Um 17 þúsund Íslendingar reykja daglega og um 13 þúsund veipa Tæplega 17 þúsund Íslendingar reykja nú daglega, samkvæmt nýjum mælingum embættis landlæknis. Verkefnisstjóri Tóbaksvarna segir tölurnar aldrei hafa verið lægri og telur að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif. 25. maí 2020 19:16