Leikmannahópur Englands metin á milljarð pund Ísak Hallmundarson skrifar 6. september 2020 11:45 Leikmannahópur Englands er sá dýrasti í heimi. getty/Haflidi Breidfjord Enska landsliðið kom í heimsókn í Laugardalinn í gær og mætti íslenska landsliðinu í Þjóðadeild UEFA. Englendingar unnu á endanum dramatískan 1-0 sigur, sigurmarkið skoraði Raheem Sterling af vítapunktinum í uppbótartíma. Kyle Walker hafði fengið rautt spjald á 70. mínútu og spilaði Ísland manni fleiri í 19 mínútur, þar til Sverrir Ingi Ingason fékk rauða spjaldið. Eftir að Sterling kom Englandi yfir fékk Ísland kjörið tækifæri til að jafna úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartímans en Birkir Bjarnason skaut yfir markið frá vítapunktinum. Það sem vekur athygli er að leikmannahópur Englands er sá langdýrasti í Þjóðadeildinni, raunar sá dýrasti í heimi, á meðan íslenski landsliðshópurinn er í 38. sæti á þeim lista. Landsliðshópur Íslands er metinn á 23,5 milljónir punda en sá enski er metinn á einn milljarð punda. Í öðru sæti er franski landsliðshópurinn sem metinn er á 882,9 milljónir punda og þar á eftir kemur sá ítalski, metinn á 847 milljónir punda. Enski hópurinn er meira en fjörutíu sinnum dýrari en sá íslenski. Í enska landsliðinu eru leikmenn eins og Harry Kane, Raheem Sterling, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Harry Maguire og Dele Alli. Þeir eru allir metnir á vel yfir 50 milljónir punda og eru Kane, Sterling og Sancho allir metnir á yfir 100 milljónir punda samkvæmt Transfermarkt. Ef miðað er við verðmæti landsliðshópa má segja að íslenska landsliðið hafi gert ansi vel að tapa jafn naumlega gegn enska landsliðinu og raun bar vitni. Hér má skoða nánar listann yfir verðmætustu landsliðshópa í Evrópu. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira
Enska landsliðið kom í heimsókn í Laugardalinn í gær og mætti íslenska landsliðinu í Þjóðadeild UEFA. Englendingar unnu á endanum dramatískan 1-0 sigur, sigurmarkið skoraði Raheem Sterling af vítapunktinum í uppbótartíma. Kyle Walker hafði fengið rautt spjald á 70. mínútu og spilaði Ísland manni fleiri í 19 mínútur, þar til Sverrir Ingi Ingason fékk rauða spjaldið. Eftir að Sterling kom Englandi yfir fékk Ísland kjörið tækifæri til að jafna úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartímans en Birkir Bjarnason skaut yfir markið frá vítapunktinum. Það sem vekur athygli er að leikmannahópur Englands er sá langdýrasti í Þjóðadeildinni, raunar sá dýrasti í heimi, á meðan íslenski landsliðshópurinn er í 38. sæti á þeim lista. Landsliðshópur Íslands er metinn á 23,5 milljónir punda en sá enski er metinn á einn milljarð punda. Í öðru sæti er franski landsliðshópurinn sem metinn er á 882,9 milljónir punda og þar á eftir kemur sá ítalski, metinn á 847 milljónir punda. Enski hópurinn er meira en fjörutíu sinnum dýrari en sá íslenski. Í enska landsliðinu eru leikmenn eins og Harry Kane, Raheem Sterling, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Harry Maguire og Dele Alli. Þeir eru allir metnir á vel yfir 50 milljónir punda og eru Kane, Sterling og Sancho allir metnir á yfir 100 milljónir punda samkvæmt Transfermarkt. Ef miðað er við verðmæti landsliðshópa má segja að íslenska landsliðið hafi gert ansi vel að tapa jafn naumlega gegn enska landsliðinu og raun bar vitni. Hér má skoða nánar listann yfir verðmætustu landsliðshópa í Evrópu.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira