Erlent

Lög­reglu­maður drepinn í hryðju­verka­á­rás í Sous­se

Atli Ísleifsson skrifar
Árásarmennirnir eiga að hafa komið akandi á bíl að eftirlitsstöð á gatnamótum nálægt höfninni. Hafi þeir svo ráðist á lögreglumenn með hnífum.
Árásarmennirnir eiga að hafa komið akandi á bíl að eftirlitsstöð á gatnamótum nálægt höfninni. Hafi þeir svo ráðist á lögreglumenn með hnífum. EPA

Lögreglumaður var drepinn og annar særðist í hnífstunguárás sem gerð var í túnisku hafnarborginni Sousse í morgun.

BBC segir frá því að þrír árásarmenn hafi verið skotnir til bana eftir árásina, sem lýst hefur verið sem hryðjuverkaárás. 

Árásarmennirnir eiga að hafa komið akandi á bíl að eftirlitsstöð á gatnamótum nálægt höfninni. Hafi þeir svo ráðist á lögreglumenn með hnífum.

Eftir árásina stálu þeir skotvopnum og lögreglubíl og héldu af vettvangi. Hófst þá eftirför í gegnum hverfið El Kantaoui og árásarmennirnir að lokum drepnir í átökum við lögreglu.

Árásin var gerð tveimur dögum áður en ný ríkisstjórn tekur við stjórnartaumunum í landinu.

Árið 2015 var ein mannskæðasta hryðjuverkaárásin í sögu Túnis gerð í Sousse þar sem árásarmaður drap 38 manns. Fórnarlömbin voru fyrst og fremst breskir ferðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×