Skilnuðum fjölgar og ástæðan oftar ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. september 2020 21:00 Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Getty Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og oftar en áður virðist ástæða skilnaðar andlegt eða líkamlegt ofbeldi að sögn sóknarpresta. Heimilisofbeldismálum þar sem lögregla er kölluð til fjölgaði um 15 prósent milli ára. Á fyrstu átta mánum ársins fjölgaði þeim sem sóttu um skilnað hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu samanborið við síðustu ár. Svipuð þróun hefur komið fram í öðrum löndum og er hún þá rakin til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Það sama á við um heimilisofbeldi en ekki hafa fleiri tilfelli þess verið tilkynnt í einum mánuði en í maí síðan árið 2015. Frá janúar til ágúst eru tilfellin 609 á öllu landinu en voru á sama tíma í fyrra 518 og 555 árið 2018. Sóknarprestar segjast finna fyrir þessari breytingu. Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Vísir/HÞ „Við erum svolítið hrædd um að það sé að aukast og það sýnir sig bæði hér og annars staðar. Mjög mikið af því fólki sem kemur hingað vegna hjónabandserfiðleika er að eiga við ofbeldisvanda,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. „Það er ekki endilega það fólk sem er að tilkynna ofbeldið til lögreglunnar sem kemur til okkar,“ segir Guðrún. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju tekur undir þetta. „Það er mjög algengt, það kvartar ekki endilega yfir að það sé ofbeldi en það lýsir hegðun sem er klárlega ofbeldi og oft er mikill munur á upplifun fólks á ákveðinni hegðun í sambandi.“ Arna segir að viss hegðun einkenni þá sem beita ofbeldi. „Mörg þeirra sem beita aðrar manneskjur ofbeldi eru oft gríðarlega kvíðið og óöruggt fólk sem finnst það þurfa að hafa fulla stjórn á öllum aðstæðum alltaf og setja alla inn í þann ramma,“ segir Arna. Guðrún segir að enn þá gefi hún fleiri saman en komi í ráðgjöf vegna hugsanlegs skilnaðar þrátt fyrir að margir hafi frestað hjónavígslum vegna faraldursins. „Mörg halda uppá hann og gifta sig en ætla síðan að halda blessunarathöfn næsta ár og stóra veislu.“ Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Tengdar fréttir Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29 Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00 Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við síðasta ár og oftar en áður virðist ástæða skilnaðar andlegt eða líkamlegt ofbeldi að sögn sóknarpresta. Heimilisofbeldismálum þar sem lögregla er kölluð til fjölgaði um 15 prósent milli ára. Á fyrstu átta mánum ársins fjölgaði þeim sem sóttu um skilnað hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu samanborið við síðustu ár. Svipuð þróun hefur komið fram í öðrum löndum og er hún þá rakin til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Það sama á við um heimilisofbeldi en ekki hafa fleiri tilfelli þess verið tilkynnt í einum mánuði en í maí síðan árið 2015. Frá janúar til ágúst eru tilfellin 609 á öllu landinu en voru á sama tíma í fyrra 518 og 555 árið 2018. Sóknarprestar segjast finna fyrir þessari breytingu. Skilnuðum hefur fjölgað á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Vísir/HÞ „Við erum svolítið hrædd um að það sé að aukast og það sýnir sig bæði hér og annars staðar. Mjög mikið af því fólki sem kemur hingað vegna hjónabandserfiðleika er að eiga við ofbeldisvanda,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju. „Það er ekki endilega það fólk sem er að tilkynna ofbeldið til lögreglunnar sem kemur til okkar,“ segir Guðrún. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Grafarvogskirkju tekur undir þetta. „Það er mjög algengt, það kvartar ekki endilega yfir að það sé ofbeldi en það lýsir hegðun sem er klárlega ofbeldi og oft er mikill munur á upplifun fólks á ákveðinni hegðun í sambandi.“ Arna segir að viss hegðun einkenni þá sem beita ofbeldi. „Mörg þeirra sem beita aðrar manneskjur ofbeldi eru oft gríðarlega kvíðið og óöruggt fólk sem finnst það þurfa að hafa fulla stjórn á öllum aðstæðum alltaf og setja alla inn í þann ramma,“ segir Arna. Guðrún segir að enn þá gefi hún fleiri saman en komi í ráðgjöf vegna hugsanlegs skilnaðar þrátt fyrir að margir hafi frestað hjónavígslum vegna faraldursins. „Mörg halda uppá hann og gifta sig en ætla síðan að halda blessunarathöfn næsta ár og stóra veislu.“
Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Tengdar fréttir Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29 Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00 Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Það ætlar enginn að skilja Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. 19. mars 2020 11:29
Fólk geti slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og stofnað til Fólk á að geta slitið hjónabandi með jafn einföldum hætti og það getur stofnað til þess. Þess vegna mælti ég fyrir frumvarpi um breytta tilhögun hjúskaparlaga í gær. 29. janúar 2020 14:00
Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. 29. ágúst 2020 16:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent