Riyad Mahrez og Aymeric Laporte, leikmenn Manchester City, hafa greinst með kórónuveiruna.
Leikmennirnir eru nú í einangrun. Samkvæmt tilkynningu frá City eru þeir báðir einkennalausir.
NEWS | City duo test positive for Covid-19
— Manchester City (@ManCity) September 7, 2020
#ManCity | https://t.co/axa0klD5rehttps://t.co/O8Bvm665Ie
Fyrsti leikur City í ensku úrvalsdeildinni gegn Wolves mánudaginn 21. september og því óljóst hvort Mahrez og Laporte verði með þar.
Laporte kom til City frá Athletic Bilbao í janúar 2018 og Mahrez frá Leicester City þá um sumarið.
City endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og var átján stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool.