Navalní vaknaður úr dáinu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 14:05 Alexei Navalní hefur verið harður gagnrýnandi stjórnvalda í Kreml. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum. AP/Pavel Golovkin Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. Navalní bregðist við áreiti en of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins sem honum var byrlað. Navalní hefur verið haldið sofandi frá því að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Berlín 22. ágúst. Hann veiktist hastarlega um borð í flugvél frá Síberíu til Moskvu tveimur dögum áður. Strax kviknaði grunur um að eitrað hefði verið fyrir honum. Sá grunur var staðfestur í Þýskalandi og telja yfirvöld þar hafið yfir allan vafa að honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok. Í yfirlýsingu þýska sjúkrahússins segir að Navalní hafi verið vakinn úr dáinu og hann verðið vaninn af öndunarvél. Hann bregðist við þegar talað er við hann. Eiginkona hans hafi verið höfð með í ráðum þegar ákveðið var að upplýsa um líðan hans opinberlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því algerlega að eitrað hafi verið fyrir Navalní og krefjast þau frekar upplýsinga um rannsóknir sem hafa verið gerðar á honum í Þýskalandi. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta en margir mótherjar forsetans hafa látið lífið við grunsamlegar kringumstæður í gegnum tíðina. Novichok er sama eitrið og bresk stjórnvöld telja að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Þýska ríkisstjórnin hefur látið í það skína undanfarið að hún gæti hætt við Nord Stream 2, fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands sem á leggja undir Eystrasalt. Heiko Maas, utanríkisráðherra, sagði að örlög leiðslunnar gætu ráðist af viðbrögðum stjórnvalda í Kreml við tilræðinu gegn Navalní. Þýskaland Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. Navalní bregðist við áreiti en of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins sem honum var byrlað. Navalní hefur verið haldið sofandi frá því að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Berlín 22. ágúst. Hann veiktist hastarlega um borð í flugvél frá Síberíu til Moskvu tveimur dögum áður. Strax kviknaði grunur um að eitrað hefði verið fyrir honum. Sá grunur var staðfestur í Þýskalandi og telja yfirvöld þar hafið yfir allan vafa að honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok. Í yfirlýsingu þýska sjúkrahússins segir að Navalní hafi verið vakinn úr dáinu og hann verðið vaninn af öndunarvél. Hann bregðist við þegar talað er við hann. Eiginkona hans hafi verið höfð með í ráðum þegar ákveðið var að upplýsa um líðan hans opinberlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því algerlega að eitrað hafi verið fyrir Navalní og krefjast þau frekar upplýsinga um rannsóknir sem hafa verið gerðar á honum í Þýskalandi. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta en margir mótherjar forsetans hafa látið lífið við grunsamlegar kringumstæður í gegnum tíðina. Novichok er sama eitrið og bresk stjórnvöld telja að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Þýska ríkisstjórnin hefur látið í það skína undanfarið að hún gæti hætt við Nord Stream 2, fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands sem á leggja undir Eystrasalt. Heiko Maas, utanríkisráðherra, sagði að örlög leiðslunnar gætu ráðist af viðbrögðum stjórnvalda í Kreml við tilræðinu gegn Navalní.
Þýskaland Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira