Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 22:33 Um 14.800 slökkviliðsmenn berjast við elda víða um Kaliforníu. AP/Cindy Yamanaka Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. Gamla metið var 1,96 milljónir ekra og var það sett árið 2018. Það sem er þó hvað merkilegast við metið er að sá hluti ársins sem iðulega er verstur vestanhafs, er ekki hafinn. Talskona slökkviliðsins Cal Fire, sem heldur utan um skógar- og kjarrelda, segir embættismenn uggandi yfir ástandinu. September og október séu verstu mánuðirnir, þá sé þurrkur iðulega mikill og vindar meiri, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Alls berjast um 14.800 slökkviliðsmenn við 23 stóra elda í ríkinu en frá 15. ágúst hafa 900 eldar verið skráðir. Embættismenn segja nauðsynlegt að koma í veg fyrir að nýir eldar kvikni. Ekki sé hægt að sinna þeim öllum. Með það í huga hefur tjaldsvæðum og almenningsgörðum víða verið lokað. Þannig er vonast til þess að færri eldar kvikni. Einn eldurinn, sem brennt hefur um sjö þúsund ekrur, kviknaði til að mynda út frá reyktæki sem notað var í veislu þar sem verið var að opinbera kyn ófædds barns, samkvæmt frétt LA Times. Íbúar Kaliforníu hafa sömuleiðis verið beðnir um að draga úr rafmagnsnotkun en sú mikla hitabylgja sem gengið yfir svæðið hefur leitt til mikillar rafmagnsnotkunar og eldarnir hafa skemmt dreifikerfi. Sunnudagurinn var einn heitasti dagurinn frá því mælingar hófust í Kaliforníu. Hér má sjá tvær gervihnattarmyndir sem teknar voru í gær. Önnur tekin um klukkan ellefu að morgni til og sú seinni um klukkan sjö um kvöldið. Skoða má myndefni úr gervihnettinum sem myndir eru frá með því að smella hér. On the left, California at 11am this morning from satellite. On the right, the same shot at 7pm this evening. Shows you the enormous amount of smoke sent into the atmosphere from numerous fires that broke out today. #CreekFire #ValleyFire #ElDoradoFire pic.twitter.com/MQLTEAc5ha— Drew Tuma (@DrewTumaABC7) September 6, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. Gamla metið var 1,96 milljónir ekra og var það sett árið 2018. Það sem er þó hvað merkilegast við metið er að sá hluti ársins sem iðulega er verstur vestanhafs, er ekki hafinn. Talskona slökkviliðsins Cal Fire, sem heldur utan um skógar- og kjarrelda, segir embættismenn uggandi yfir ástandinu. September og október séu verstu mánuðirnir, þá sé þurrkur iðulega mikill og vindar meiri, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Alls berjast um 14.800 slökkviliðsmenn við 23 stóra elda í ríkinu en frá 15. ágúst hafa 900 eldar verið skráðir. Embættismenn segja nauðsynlegt að koma í veg fyrir að nýir eldar kvikni. Ekki sé hægt að sinna þeim öllum. Með það í huga hefur tjaldsvæðum og almenningsgörðum víða verið lokað. Þannig er vonast til þess að færri eldar kvikni. Einn eldurinn, sem brennt hefur um sjö þúsund ekrur, kviknaði til að mynda út frá reyktæki sem notað var í veislu þar sem verið var að opinbera kyn ófædds barns, samkvæmt frétt LA Times. Íbúar Kaliforníu hafa sömuleiðis verið beðnir um að draga úr rafmagnsnotkun en sú mikla hitabylgja sem gengið yfir svæðið hefur leitt til mikillar rafmagnsnotkunar og eldarnir hafa skemmt dreifikerfi. Sunnudagurinn var einn heitasti dagurinn frá því mælingar hófust í Kaliforníu. Hér má sjá tvær gervihnattarmyndir sem teknar voru í gær. Önnur tekin um klukkan ellefu að morgni til og sú seinni um klukkan sjö um kvöldið. Skoða má myndefni úr gervihnettinum sem myndir eru frá með því að smella hér. On the left, California at 11am this morning from satellite. On the right, the same shot at 7pm this evening. Shows you the enormous amount of smoke sent into the atmosphere from numerous fires that broke out today. #CreekFire #ValleyFire #ElDoradoFire pic.twitter.com/MQLTEAc5ha— Drew Tuma (@DrewTumaABC7) September 6, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira