Ríkisútvarpið braut ekki lög með ráðningu Stefáns Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. september 2020 06:55 Kristín Þorsteinsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir sóttu báðar um starf útvarpsstjóra. Samsett Ríkisútvarpið braut ekki jafnréttislög þegar Stefán Eiríksson var ráðinn í starf útvarpsstjóra í janúar síðastliðnum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Þær Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, og Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri 365 Miðla kærðu báðar ákvörðunina og töldu að ráðning Stefáns bryti í bága við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og einnig við lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að mati nefndarinnar skiptir máli í samhenginu að RÚV er opinbert hlutafélag sem lýtur reglum hins almenna vinnumarkaðar og nýtur því aukins svigrúms í þessum málum samanborið við aðrar opinberar stofnanir sem ekki eru hlutafélög. Þar fyrir utan komst nefndin einnig að þeirri niðurstöðu að hvorki Kristín né Kolbrún hafi náð að leiða að því líkum að þeim hafi verið mismunað við ráðningu í starf útvarpsstjóra. Þó setti nefndin fram ákveðnar aðfinnslur í tilviki þeirra beggja við mat RÚV á menntun þeirra og einnig við mat RÚV á Kristínu í matsflokknum „Fjölmiðlar, menningar og samfélagsmál.“ Alls sótti 41 umsækjandi um starf útvarpsstjóra. Nítján komust í starfsviðtal og fjórir undirgengust persónuleikapróf og var Kolbrún á meðal þeirra. Stefán Eiríksson þáverandi borgarritari var að endingu ráðinn útvarpsstjóri í janúar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Jafnréttismál Tengdar fréttir Nærmynd af Stefáni Eiríkssyni: Partýkall sem tekur alltaf Duran Duran og elskar að brjóta Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. 17. febrúar 2020 20:51 Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. 10. febrúar 2020 13:14 Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar. 10. febrúar 2020 06:50 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Ríkisútvarpið braut ekki jafnréttislög þegar Stefán Eiríksson var ráðinn í starf útvarpsstjóra í janúar síðastliðnum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Þær Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, og Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri 365 Miðla kærðu báðar ákvörðunina og töldu að ráðning Stefáns bryti í bága við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og einnig við lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að mati nefndarinnar skiptir máli í samhenginu að RÚV er opinbert hlutafélag sem lýtur reglum hins almenna vinnumarkaðar og nýtur því aukins svigrúms í þessum málum samanborið við aðrar opinberar stofnanir sem ekki eru hlutafélög. Þar fyrir utan komst nefndin einnig að þeirri niðurstöðu að hvorki Kristín né Kolbrún hafi náð að leiða að því líkum að þeim hafi verið mismunað við ráðningu í starf útvarpsstjóra. Þó setti nefndin fram ákveðnar aðfinnslur í tilviki þeirra beggja við mat RÚV á menntun þeirra og einnig við mat RÚV á Kristínu í matsflokknum „Fjölmiðlar, menningar og samfélagsmál.“ Alls sótti 41 umsækjandi um starf útvarpsstjóra. Nítján komust í starfsviðtal og fjórir undirgengust persónuleikapróf og var Kolbrún á meðal þeirra. Stefán Eiríksson þáverandi borgarritari var að endingu ráðinn útvarpsstjóri í janúar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Jafnréttismál Tengdar fréttir Nærmynd af Stefáni Eiríkssyni: Partýkall sem tekur alltaf Duran Duran og elskar að brjóta Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. 17. febrúar 2020 20:51 Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. 10. febrúar 2020 13:14 Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar. 10. febrúar 2020 06:50 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Nærmynd af Stefáni Eiríkssyni: Partýkall sem tekur alltaf Duran Duran og elskar að brjóta Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. 17. febrúar 2020 20:51
Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. 10. febrúar 2020 13:14
Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar. 10. febrúar 2020 06:50