Disney vekur reiði með því að þakka stofnun sem ofsækir úígúra í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 12:39 Yifei Liu, aðalleikona Mulan, vakti reiði þegar hún lýsti stuðningi við lögreglu í Hong Kong sem er sökuð um að ganga hart fram gegn mótmælendum þar. AP/Disney/Jasin Boland Mannréttindafrömuðir gagnrýna nú bandaríska afþreyingarrisann Disney harðlega og hvetja til þess að endurgerð á teiknimyndinni „Mulan“ verði sniðgengin. Ákvörðun Disney um að taka myndina upp að hluta til í Xinjiang-héraði og þakka öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum þar hefur vakið reiði á samfélagsmiðlum. Aðalleikkona „Mulan“ hafði þegar vakið fjaðrafok þegar hún lýsti yfir stuðningi við lögregluna í Hong Kong á samfélagsmiðlum en myndin var tekin upp þegar fjöldamótmæli í borgríkinu stóðu sem hæst. Aðgerðasinnar í Hong Kong kölluðu þá eftir að myndin yrði sniðgengin. Ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að kínversk öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum í Xinjiang-héraði var á meðal átta kínverskra ríkisstofnana sem voru færðar þakkir í þakkarlista í lok myndarinnar. Auk stofnunarinnar fengu nokkrar áróðursdeildir kínverskra stjórnvalda sérstakar þakkir fyrir framlag sitt til kvikmyndarinnar sem var frumsýnd í efnisveitu Disney á föstudag. New York Times og Washington Post segja óljóst hvað kínversku stofnanirnar lögðu af mörkum til myndarinnar en Disney svaraði ekki fyrirspurnum þeirra í morgun. Joshua Wong, lýðræðissinni í Hong Kong, sakar Disney um þjónkun við kínversk stjórnvöld. „Við hvetjum fólk um allan heim til þess að sniðganga nýju Mulan-myndina,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Mótmælendur í Seúl í Suður-Kóreu lýsa stuðningi við lýðræðissinna í Hong Kong og hvetja til sniðgöngu á Mulan. Vísir/EPA Um milljón manns í fangabúðum Kínversk stjórnvöld þræta enn fyrir að þau haldi þúsundum manna sem tilheyra þjóðarbroti úígúra í fangabúðum. Þau halda því fram að í búðunum fái fólkið starfsmenntun og að þær séu nauðsynlegar til þess að uppræta íslamska öfgahyggju. Meirihluti úígúra eru íslamstrúar. Fyrrum fangar og gögn sem hafa lekið út draga þó upp aðra mynd af búðunum. Þar sitji úígúrar undir innrætingu kínverska ríkisins og búi við harðræði og jafnvel pyntingar. Áætlað er að um milljón úígúra og aðrir minnihlutahópar hafi verið hnepptir í slíkar fangabúðir í Kína. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sakaði „ákveðin andkínversk öfl“ um að koma óorði á stefnu kínverskra stjórnvalda í Xinjiang þegar gagnrýnin á „Mulan“ var borin undir hann. Framleiðslusaga „Mulan“ bendir til þess að leikarar og tökulið myndarinnar hafi verið á ferðinni í Xinjiang-héraði eftir að kínversk stjórnvöld tvíefldu ofsóknir sínar gegn úígúrum árið 2017. Mannréttindasamtök og lögspekingar telja ofsóknirnar umfangsmestu mannréttindabrot í Kína í áratugi. Fjarlægðu kossaatriði „Mulan“ verður frumsýnd í Kína á föstudag. Disney er sagt ásælast ábatasaman afþreyingarmarkað þar í landi en Kína er nú næststærsti markaðurinn fyrir kvikmyndir í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Fyrirtækið lenti upp á kant við stjórnvöld í Beijing þegar það framleiddi kvikmyndina „Kundun“ árið 1997 en hún byggði á ævi Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbet. Fyrir vikið frestaðist útgáfa af teiknimyndinni „Mulan“. Niki Caro, leikstjóri leiknu útgáfunnar sem nú er komin út, sagði við Hollywood Reporter í febrúar, að Disney hefði fjarlægt atriði þar sem aðalpersóna myndarinnar kyssir aðra persónu að ósk kínverskra yfirmanna. Kína Disney Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Disney hefur tekið ákvörðun varðandi útgáfu Mulan. 5. ágúst 2020 19:52 Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Mannréttindafrömuðir gagnrýna nú bandaríska afþreyingarrisann Disney harðlega og hvetja til þess að endurgerð á teiknimyndinni „Mulan“ verði sniðgengin. Ákvörðun Disney um að taka myndina upp að hluta til í Xinjiang-héraði og þakka öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum þar hefur vakið reiði á samfélagsmiðlum. Aðalleikkona „Mulan“ hafði þegar vakið fjaðrafok þegar hún lýsti yfir stuðningi við lögregluna í Hong Kong á samfélagsmiðlum en myndin var tekin upp þegar fjöldamótmæli í borgríkinu stóðu sem hæst. Aðgerðasinnar í Hong Kong kölluðu þá eftir að myndin yrði sniðgengin. Ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að kínversk öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum í Xinjiang-héraði var á meðal átta kínverskra ríkisstofnana sem voru færðar þakkir í þakkarlista í lok myndarinnar. Auk stofnunarinnar fengu nokkrar áróðursdeildir kínverskra stjórnvalda sérstakar þakkir fyrir framlag sitt til kvikmyndarinnar sem var frumsýnd í efnisveitu Disney á föstudag. New York Times og Washington Post segja óljóst hvað kínversku stofnanirnar lögðu af mörkum til myndarinnar en Disney svaraði ekki fyrirspurnum þeirra í morgun. Joshua Wong, lýðræðissinni í Hong Kong, sakar Disney um þjónkun við kínversk stjórnvöld. „Við hvetjum fólk um allan heim til þess að sniðganga nýju Mulan-myndina,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Mótmælendur í Seúl í Suður-Kóreu lýsa stuðningi við lýðræðissinna í Hong Kong og hvetja til sniðgöngu á Mulan. Vísir/EPA Um milljón manns í fangabúðum Kínversk stjórnvöld þræta enn fyrir að þau haldi þúsundum manna sem tilheyra þjóðarbroti úígúra í fangabúðum. Þau halda því fram að í búðunum fái fólkið starfsmenntun og að þær séu nauðsynlegar til þess að uppræta íslamska öfgahyggju. Meirihluti úígúra eru íslamstrúar. Fyrrum fangar og gögn sem hafa lekið út draga þó upp aðra mynd af búðunum. Þar sitji úígúrar undir innrætingu kínverska ríkisins og búi við harðræði og jafnvel pyntingar. Áætlað er að um milljón úígúra og aðrir minnihlutahópar hafi verið hnepptir í slíkar fangabúðir í Kína. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sakaði „ákveðin andkínversk öfl“ um að koma óorði á stefnu kínverskra stjórnvalda í Xinjiang þegar gagnrýnin á „Mulan“ var borin undir hann. Framleiðslusaga „Mulan“ bendir til þess að leikarar og tökulið myndarinnar hafi verið á ferðinni í Xinjiang-héraði eftir að kínversk stjórnvöld tvíefldu ofsóknir sínar gegn úígúrum árið 2017. Mannréttindasamtök og lögspekingar telja ofsóknirnar umfangsmestu mannréttindabrot í Kína í áratugi. Fjarlægðu kossaatriði „Mulan“ verður frumsýnd í Kína á föstudag. Disney er sagt ásælast ábatasaman afþreyingarmarkað þar í landi en Kína er nú næststærsti markaðurinn fyrir kvikmyndir í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Fyrirtækið lenti upp á kant við stjórnvöld í Beijing þegar það framleiddi kvikmyndina „Kundun“ árið 1997 en hún byggði á ævi Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbet. Fyrir vikið frestaðist útgáfa af teiknimyndinni „Mulan“. Niki Caro, leikstjóri leiknu útgáfunnar sem nú er komin út, sagði við Hollywood Reporter í febrúar, að Disney hefði fjarlægt atriði þar sem aðalpersóna myndarinnar kyssir aðra persónu að ósk kínverskra yfirmanna.
Kína Disney Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Disney hefur tekið ákvörðun varðandi útgáfu Mulan. 5. ágúst 2020 19:52 Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Disney hefur tekið ákvörðun varðandi útgáfu Mulan. 5. ágúst 2020 19:52
Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36