Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 13:26 Sendiferðabíl með plakati þar sem framsali Assange til Bandaríkjanna var mótmælt var lagt fyrir utan Old Bailey-dómshúsið í London í dag. AP/Kirsty Wigglesworth Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. Assange kallaði fram í fyrir lögmanni Bandaríkjastjórnar sem sækist eftir að fá hann framseldan frá Bretlandi. Réttarhöldin yfir Assange hófust upphaflega í febrúar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Þeim var haldið áfram á mánudag. Bandaríkjastjórn sakar Assange um að hafa lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu alríkisstjórnarinnar og stela trúnaðarskjölum sem Wikileaks birti árin 2010 og 2011. Þegar lögmaður Bandaríkjastjórnar sagði vitni að hún falaðist eftir framsali Assange vegna þess að hann birti nöfn uppljóstrara, ekki vegna þess að hann hefði lekið skjölum kallaði Assange fram í fyrir honum. „Kjaftæði,“ heyrðist frá sakamannabekknum þar sem Assange situr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vanessa Baraitser, dómarinn í málinu, benti Assange þá á að hann ætti ekki að tala jafnvel þó að hann væri ósammála því sem kæmi fram. „Ef þú truflar réttarhöldin og truflar vitni sem er að bera fram sönnunargögn á viðeigandi hátt stendur það mér til boða að halda áfram að þér fjarstöddum,“ sagði Baraitser sem tók fram að henni hugnaðist sá möguleiki ekki og því varaði hún Assange við. Skjölin sem Wikileaks birti á sínum tíma komu meðal annars úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Fjölmiðlar víða um heim unnu upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin einnig. Bandaríkjastjórn segir að með því hafi Assange stefnt lífi uppljóstrara, andófsfólks og baráttufólks fyrir mannréttindum í fjölda ríkja í hættu, þar á meðal í Írak, Íran og Afganistan. Bretland Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50 Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. Assange kallaði fram í fyrir lögmanni Bandaríkjastjórnar sem sækist eftir að fá hann framseldan frá Bretlandi. Réttarhöldin yfir Assange hófust upphaflega í febrúar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Þeim var haldið áfram á mánudag. Bandaríkjastjórn sakar Assange um að hafa lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu alríkisstjórnarinnar og stela trúnaðarskjölum sem Wikileaks birti árin 2010 og 2011. Þegar lögmaður Bandaríkjastjórnar sagði vitni að hún falaðist eftir framsali Assange vegna þess að hann birti nöfn uppljóstrara, ekki vegna þess að hann hefði lekið skjölum kallaði Assange fram í fyrir honum. „Kjaftæði,“ heyrðist frá sakamannabekknum þar sem Assange situr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vanessa Baraitser, dómarinn í málinu, benti Assange þá á að hann ætti ekki að tala jafnvel þó að hann væri ósammála því sem kæmi fram. „Ef þú truflar réttarhöldin og truflar vitni sem er að bera fram sönnunargögn á viðeigandi hátt stendur það mér til boða að halda áfram að þér fjarstöddum,“ sagði Baraitser sem tók fram að henni hugnaðist sá möguleiki ekki og því varaði hún Assange við. Skjölin sem Wikileaks birti á sínum tíma komu meðal annars úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Fjölmiðlar víða um heim unnu upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin einnig. Bandaríkjastjórn segir að með því hafi Assange stefnt lífi uppljóstrara, andófsfólks og baráttufólks fyrir mannréttindum í fjölda ríkja í hættu, þar á meðal í Írak, Íran og Afganistan.
Bretland Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50 Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50
Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53