Tveir af hverjum þremur bílum þurfi að vera hreinorkubílar fyrir 2030 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2020 14:53 Páll Erland er framkvæmdastjóri Samorku. Samorka/Skjáskot Tveir af hverjum þremur bílum í umferðinni þurfa að vera orðnir hreinorkubílar fyrir árið 2030 svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Það kallar á um þrjú hundruð MW aukalega en það samsvarar orkuþörf um tveggja meðalstórra virkjana. Þetta kom fram á rafrænum ársfundi Samorku, samtökum orku-og veitufyrirtækja á Íslandi, þar sem kynntar voru niðurstöður nýrrar greiningar um orku- og aflþörf fyrir orkuskipti í samgöngum hér á landi fyrir árið 2030. Niðurstöðurnar byggja á nýrri rannsókn um hleðslu rafbíla sem gerð var með þáttöku 200 rafbílaeigenda og stóð yfir í heilt ár. Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, segir greininguna gefa mikilvægar upplýsingar um það sem búast megi við þegar rafbílum fjölgar með tilheyrandi álagi á raforkuinnviði landsins. „Eftir því sem rafbílunum fjölgar þá má segja að álagið jafnist út, sem er hluti af því sem rekendur flutnings- og dreifikerfa hafa áhyggjur af. Þarna er áfram stórt verkefni vegna þess að þegar kemur nær heimilunum þá er álagið að aukast talsvert mikið og jafnvel þrefalt í einhverjum götum. Það kallar auðvitað á einhverjar góðar leiðir til þess að halda áfram að þjóna rafbílaeigendum vel. Það sem máli skiptir þá eru alls kyns tól og tæki eins og að styrkja kerfið en líka álagsstýring þannig að hleðslan dreifist betur í sólarhringnum þannig að það séu ekki allir að hlaða í einu og snjalllausnir ýmiss konar sem eru í boði til að takast á við þetta og þetta getum við gert til þess að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum ef við höldum bara vel á spilunum.“ Ísland hefur mikið verk fyrir höndum en minnka þarf losun í vegasamgöngum um 37% fyrir árið 2030. „Það þýðir, samkvæmt okkar greiningu að tveir af hverjum þremur bílum á götunni verði að vera orðnir hreinorkubílar. Það er auðvitað stórt verkefni en góðu fréttirnar eru að Ísland er lagt af stað í rafbílavæðinguna og er þegar komið á meðal fremstu landa og er í öðru sæti á eftir Noregi.“ Páll segir augljóst að uppbygging raforkuinnviða sem og ívilnanir stjórnvalda til handa eigendum grænna farartækja skili miklum árangri. „Og svo fjölbreytileikinn sem umboðin eru að bjóða upp á af bílum til að mæta þörfum almennings og síðast en ekki síst bílaeigendurnir sjálfir sem eru að grípa tækifærið og átta sig á því að með því að vera á rafbíl eru þeir ekki bara að losna við mengunina heldur eru þeir líka að fá algjörlega frábær og hagkvæm farartæki.“ Orkuskipti í samgöngum á landi ganga ágætlega að sögn Páls en nokkuð vantar upp á í orkuskiptum á hafi og í lofti. „Orkuskipti í samgöngum snúa ekki bara að bílum heldur líka skipum og flugvélum. Þar er tæknin ekki orðin markaðsvara en orkuveitufyrirtækin eru nú þegar, sjálf eða í samstarfi við aðra, að feta þau spor að bjóða upp á slíka orkugjafa sem þá munu vera nauðsynlegir með rafmagninu, til dæmis vetni, metan og lífdisel.“ Páll kvaðst vongóður um að árangur náist í loftslagsmálum á Íslandi. „Góðu fréttirnar eru þær að við höfum þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti, við Íslendingar, þannig að ef við horfum á hlutfall allrar orku sem við notum innanlands og sleppum þá millilandaflugi og farskipunum þá erum við orðin 91% græn þannig að viðfangsefnið og tækifærið felst þá í því að komast upp í 100%.“ Vistvænir bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Tveir af hverjum þremur bílum í umferðinni þurfa að vera orðnir hreinorkubílar fyrir árið 2030 svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Það kallar á um þrjú hundruð MW aukalega en það samsvarar orkuþörf um tveggja meðalstórra virkjana. Þetta kom fram á rafrænum ársfundi Samorku, samtökum orku-og veitufyrirtækja á Íslandi, þar sem kynntar voru niðurstöður nýrrar greiningar um orku- og aflþörf fyrir orkuskipti í samgöngum hér á landi fyrir árið 2030. Niðurstöðurnar byggja á nýrri rannsókn um hleðslu rafbíla sem gerð var með þáttöku 200 rafbílaeigenda og stóð yfir í heilt ár. Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, segir greininguna gefa mikilvægar upplýsingar um það sem búast megi við þegar rafbílum fjölgar með tilheyrandi álagi á raforkuinnviði landsins. „Eftir því sem rafbílunum fjölgar þá má segja að álagið jafnist út, sem er hluti af því sem rekendur flutnings- og dreifikerfa hafa áhyggjur af. Þarna er áfram stórt verkefni vegna þess að þegar kemur nær heimilunum þá er álagið að aukast talsvert mikið og jafnvel þrefalt í einhverjum götum. Það kallar auðvitað á einhverjar góðar leiðir til þess að halda áfram að þjóna rafbílaeigendum vel. Það sem máli skiptir þá eru alls kyns tól og tæki eins og að styrkja kerfið en líka álagsstýring þannig að hleðslan dreifist betur í sólarhringnum þannig að það séu ekki allir að hlaða í einu og snjalllausnir ýmiss konar sem eru í boði til að takast á við þetta og þetta getum við gert til þess að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum ef við höldum bara vel á spilunum.“ Ísland hefur mikið verk fyrir höndum en minnka þarf losun í vegasamgöngum um 37% fyrir árið 2030. „Það þýðir, samkvæmt okkar greiningu að tveir af hverjum þremur bílum á götunni verði að vera orðnir hreinorkubílar. Það er auðvitað stórt verkefni en góðu fréttirnar eru að Ísland er lagt af stað í rafbílavæðinguna og er þegar komið á meðal fremstu landa og er í öðru sæti á eftir Noregi.“ Páll segir augljóst að uppbygging raforkuinnviða sem og ívilnanir stjórnvalda til handa eigendum grænna farartækja skili miklum árangri. „Og svo fjölbreytileikinn sem umboðin eru að bjóða upp á af bílum til að mæta þörfum almennings og síðast en ekki síst bílaeigendurnir sjálfir sem eru að grípa tækifærið og átta sig á því að með því að vera á rafbíl eru þeir ekki bara að losna við mengunina heldur eru þeir líka að fá algjörlega frábær og hagkvæm farartæki.“ Orkuskipti í samgöngum á landi ganga ágætlega að sögn Páls en nokkuð vantar upp á í orkuskiptum á hafi og í lofti. „Orkuskipti í samgöngum snúa ekki bara að bílum heldur líka skipum og flugvélum. Þar er tæknin ekki orðin markaðsvara en orkuveitufyrirtækin eru nú þegar, sjálf eða í samstarfi við aðra, að feta þau spor að bjóða upp á slíka orkugjafa sem þá munu vera nauðsynlegir með rafmagninu, til dæmis vetni, metan og lífdisel.“ Páll kvaðst vongóður um að árangur náist í loftslagsmálum á Íslandi. „Góðu fréttirnar eru þær að við höfum þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti, við Íslendingar, þannig að ef við horfum á hlutfall allrar orku sem við notum innanlands og sleppum þá millilandaflugi og farskipunum þá erum við orðin 91% græn þannig að viðfangsefnið og tækifærið felst þá í því að komast upp í 100%.“
Vistvænir bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira