Sá sjöundi yngsti til að byrja keppnisleik hjá íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 18:00 Andri Fannar Baldursson og þeir tveir yngstu sem hafa byrjað keppnislandsleik með Íslandi, Arnór Guðjohnsen tl vinstri og Ásgeir Sigurvinsson til hægri en Ásgeir á metið. Samsett/Getty Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. Það eru bara sex landsliðsmenn sem hafa verið yngri í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í keppni með íslenska landsliðinu en það eru leikir í HM, EM eða forkeppni Ólympíuleikanna. Andri Fannar Baldursson er fæddur 10. janúar 2002 og er því átján ára, sjö mánaða og 29 daga í dag. Andri Fannar hoppar meðal annars upp fyrir þá Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson á listanum sem voru báðir orðnir nítján ára gamlir þegar þeir byrjuðu sinn fyrsta keppnislandsleik. Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1997 til að finna yngri byrjunarliðsmann hjá Íslandi í leik á vegum UEFA eða FIFA. Bjarni Guðjónsson var þá í byrjunarliði Íslands í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum og skoraði meðal annars eitt marka liðsins. Metið á hins vegar Ásgeir Sigurvinsson sem var aðeins 17 ára, tveggja mánaða og 26 daga þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Noregi í undankeppni HM í Stavanger 3. ágúst 1972. Ásgeir Sigurvinsson tók þá rúmlega eins árs met af Inga Birni Albertssyni. Arnór Guðjohnsen kom sér upp í annað sætið á listanum þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði í keppnislandsleik árið 1979 þá 18 ára og 22 daga gamall. Leikurinn var á móti Sviss í Bern. Yngstir til að byrja hjá Íslandi í keppnislandsleik: (UEFA, FIFA eða ÓL-leikir) 1. Ásgeir Sigurvinsson - 17 ára, 2 mánaða og 26 daga 2. Arnór Guðjohnsen - 18 ára og 22 daga 3. Sigurður Jónsson - 18 ára, 4 mánaða og 18 daga 4. Rúnar Kristinsson - 18 ára, 7 mánaða og 25 daga 5. Ingi Björn Albertsson - 18 ára, 6 mánaða og 9 daga 6. Bjarni Guðjónsson - 18 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Andri Fannar Baldursson - 18 ára, 7 mánaða og 29 daga Þjóðadeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira
Andri Fannar Baldursson er í byrjunarliði Íslands á móti Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld og kemst með því á lista með nokkrum úrvalsmönnum. Það eru bara sex landsliðsmenn sem hafa verið yngri í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í keppni með íslenska landsliðinu en það eru leikir í HM, EM eða forkeppni Ólympíuleikanna. Andri Fannar Baldursson er fæddur 10. janúar 2002 og er því átján ára, sjö mánaða og 29 daga í dag. Andri Fannar hoppar meðal annars upp fyrir þá Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson á listanum sem voru báðir orðnir nítján ára gamlir þegar þeir byrjuðu sinn fyrsta keppnislandsleik. Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1997 til að finna yngri byrjunarliðsmann hjá Íslandi í leik á vegum UEFA eða FIFA. Bjarni Guðjónsson var þá í byrjunarliði Íslands í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum og skoraði meðal annars eitt marka liðsins. Metið á hins vegar Ásgeir Sigurvinsson sem var aðeins 17 ára, tveggja mánaða og 26 daga þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Noregi í undankeppni HM í Stavanger 3. ágúst 1972. Ásgeir Sigurvinsson tók þá rúmlega eins árs met af Inga Birni Albertssyni. Arnór Guðjohnsen kom sér upp í annað sætið á listanum þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði í keppnislandsleik árið 1979 þá 18 ára og 22 daga gamall. Leikurinn var á móti Sviss í Bern. Yngstir til að byrja hjá Íslandi í keppnislandsleik: (UEFA, FIFA eða ÓL-leikir) 1. Ásgeir Sigurvinsson - 17 ára, 2 mánaða og 26 daga 2. Arnór Guðjohnsen - 18 ára og 22 daga 3. Sigurður Jónsson - 18 ára, 4 mánaða og 18 daga 4. Rúnar Kristinsson - 18 ára, 7 mánaða og 25 daga 5. Ingi Björn Albertsson - 18 ára, 6 mánaða og 9 daga 6. Bjarni Guðjónsson - 18 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Andri Fannar Baldursson - 18 ára, 7 mánaða og 29 daga
Yngstir til að byrja hjá Íslandi í keppnislandsleik: (UEFA, FIFA eða ÓL-leikir) 1. Ásgeir Sigurvinsson - 17 ára, 2 mánaða og 26 daga 2. Arnór Guðjohnsen - 18 ára og 22 daga 3. Sigurður Jónsson - 18 ára, 4 mánaða og 18 daga 4. Rúnar Kristinsson - 18 ára, 7 mánaða og 25 daga 5. Ingi Björn Albertsson - 18 ára, 6 mánaða og 9 daga 6. Bjarni Guðjónsson - 18 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Andri Fannar Baldursson - 18 ára, 7 mánaða og 29 daga
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira