Stoðsending De Bruyne á móti Íslandi sýndi snilldina hjá þeim besta í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 08:30 Kevin De Bruyne á ferðinni í landsleiknum á móti Íslendingum í Brussel í gær. AP/Francisco Seco Kevin De Bruyne lagði upp tvö mörk í sigri Belga á Íslendingum í Brussel í gærkvöldi en það er sú síðari sem fékk mikið lof á bæði samfélagsmiðlum sem og fréttamiðlum. Kevin De Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar rétt fyrir leikinn á móti íslenska landsliðinu í Brussel og hann hélt upp á það með því að leggja upp mörk fyrir reynsluboltann Dries Mertens og nýliðann Jeremy Doku. Fyrri stoðsendingin kom eftir heimsklassa þríhyringsspil á milli Kevin De Bruyne og Dries Mertens en sú síðari snerist meira um leiklestur og útsjónarsemi Manchester City mannsins. Kevin De Bruyne is the 2019/20 PFA Players' Player of the Year pic.twitter.com/ZGjjIwBevU— B/R Football (@brfootball) September 8, 2020 Kevin De Bruyne nær þar að veiða hægri bakvörðinn Hjört Hermannsson langt upp úr stöðu og sendir boltann síðan í svæðið á milli Birki Bjarnasyni og miðvarðarins Hólmars Eyjólfssonar. Íslensku varnarmennirnir eru komnir eftir á hinum eldsnögga Jeremy Doku og ná aldrei að leysa úr því. De Bruyne nýtir sér tímann sem hann hefur vel en um leið er hann eldsnöggur að spila boltanum þegar tækifærið loks gefst. De Bruyne sýndi þarna næga þolinmæði til að draga íslensku varnarmennina aðeins nær sér og um leið í verri stöðu. Hann sendi síðan boltann á hárréttan stað og þó að Jeremy Doku hafi vissulega átt eftir að gera mikið þá var hann kominn í kjörstöðu til að nýta sína styrkleika. Kevin De Bruyne gaf tuttugu stoðsendingar í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og kom alls að 33 mörkum Manchester City liðsins. Hann hefur nú gefið átta stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum sínum með belgíska landsliðinu þar þrjár á móti Skotum, tvær á móti Rússum og loks tvær á móti Íslendingum í gær. Með svona sendingamann innanborðs þá er kannski ekkert skrýtið að Belgar séu búnir að skora 19 mörk í þessum fjórum landsleikjum Kevin De Bruyne sem sjálfur hefur skorað 3 mörk í þeim. Hér fyrir neðan má sjá þessa stoðsendingu Kevin De Bruyne í fimmta marki Belgana í gær. Klippa: Fimmta markið með stoðsendingunni frá Kevin De Bruyne Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Kevin De Bruyne lagði upp tvö mörk í sigri Belga á Íslendingum í Brussel í gærkvöldi en það er sú síðari sem fékk mikið lof á bæði samfélagsmiðlum sem og fréttamiðlum. Kevin De Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar rétt fyrir leikinn á móti íslenska landsliðinu í Brussel og hann hélt upp á það með því að leggja upp mörk fyrir reynsluboltann Dries Mertens og nýliðann Jeremy Doku. Fyrri stoðsendingin kom eftir heimsklassa þríhyringsspil á milli Kevin De Bruyne og Dries Mertens en sú síðari snerist meira um leiklestur og útsjónarsemi Manchester City mannsins. Kevin De Bruyne is the 2019/20 PFA Players' Player of the Year pic.twitter.com/ZGjjIwBevU— B/R Football (@brfootball) September 8, 2020 Kevin De Bruyne nær þar að veiða hægri bakvörðinn Hjört Hermannsson langt upp úr stöðu og sendir boltann síðan í svæðið á milli Birki Bjarnasyni og miðvarðarins Hólmars Eyjólfssonar. Íslensku varnarmennirnir eru komnir eftir á hinum eldsnögga Jeremy Doku og ná aldrei að leysa úr því. De Bruyne nýtir sér tímann sem hann hefur vel en um leið er hann eldsnöggur að spila boltanum þegar tækifærið loks gefst. De Bruyne sýndi þarna næga þolinmæði til að draga íslensku varnarmennina aðeins nær sér og um leið í verri stöðu. Hann sendi síðan boltann á hárréttan stað og þó að Jeremy Doku hafi vissulega átt eftir að gera mikið þá var hann kominn í kjörstöðu til að nýta sína styrkleika. Kevin De Bruyne gaf tuttugu stoðsendingar í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og kom alls að 33 mörkum Manchester City liðsins. Hann hefur nú gefið átta stoðsendingar í síðustu fjórum leikjum sínum með belgíska landsliðinu þar þrjár á móti Skotum, tvær á móti Rússum og loks tvær á móti Íslendingum í gær. Með svona sendingamann innanborðs þá er kannski ekkert skrýtið að Belgar séu búnir að skora 19 mörk í þessum fjórum landsleikjum Kevin De Bruyne sem sjálfur hefur skorað 3 mörk í þeim. Hér fyrir neðan má sjá þessa stoðsendingu Kevin De Bruyne í fimmta marki Belgana í gær. Klippa: Fimmta markið með stoðsendingunni frá Kevin De Bruyne
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira