Opið bréf til Þórólfs Bjarni Jónsson skrifar 9. september 2020 11:30 Sæll Þórólfur. Á síðasta upplýsingafundi um Covid varpaðir þú fram eftirfarandi spurningum: Hvað eigum við að sætta okkur við að margir sýkist, hvað margir leggist inn á spítala og hve margir deyja af völdu Covid? Ég ætla nefna nokkur dæmi sem geta hjálpað þér við að komast að svarinu. Allt að 29 mans deyja árlega úr inflúensu sem berst reglulega til landsins. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að loka landinu alveg. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar að við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Árlega deyja um 10-20 manns í umferðaslysum og um 150 slasast alvarlega eða örkumlast. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll og örkuml með því að banna bílaumferð. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar svo við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 400 manns deyja árlega af völdum tóbaksreykinga. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla með því að banna reykingar en kjósum að gera það ekki, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 30% þeirra Íslendinga sem deyja fyrir aldur fram hafa leitað sér áfengismeðferðar hjá SÁÁ. Á heimsvísu er talið að 3 milljónir manna deyji árlega úr áfengisneyslu. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla og skaðleg áhrif á aðstandendur og samfélag með því að banna áfengi. Við kjósum að gera það ekki og sætta okkur við skaðann. Á hverju ári látast 0-5 sjómenn og 5-10 starfsmenn í mannvirkjagerð. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að banna sjósókn og nýbyggingar en kjósum að gera það ekki af augljósum ástæðum, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Að loka landinu fyrir ferðamönnum eins og gert var 19 ágúst kemur hugsanlega í veg fyrir einhver Covid smit, jafnvel dauðsföll, en þú mátt líka, Þórólfur, hugsa um afleiðingarnar. Þúsundir missa vinnuna, allt að 10% vinnandi manna. Hundruðir missa fyrirtæki sín í gjaldþrot og tapa aleigunni. Heilsufarslegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar munu hrjá allt þetta fólk, börn þeirra og fjölskyldur um langt skeið. Vonleysi, fátækt, þunglyndi, sjálfsmorð. Þessi áhrif eru rétt að byrja að verða sýnileg. Höfundur er eigandi Nordic Store og fyrrverandi dósent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Þórólfur. Á síðasta upplýsingafundi um Covid varpaðir þú fram eftirfarandi spurningum: Hvað eigum við að sætta okkur við að margir sýkist, hvað margir leggist inn á spítala og hve margir deyja af völdu Covid? Ég ætla nefna nokkur dæmi sem geta hjálpað þér við að komast að svarinu. Allt að 29 mans deyja árlega úr inflúensu sem berst reglulega til landsins. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að loka landinu alveg. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar að við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Árlega deyja um 10-20 manns í umferðaslysum og um 150 slasast alvarlega eða örkumlast. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll og örkuml með því að banna bílaumferð. Afleiðingar þess væru svo skelfilegar svo við teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 400 manns deyja árlega af völdum tóbaksreykinga. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla með því að banna reykingar en kjósum að gera það ekki, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Um 30% þeirra Íslendinga sem deyja fyrir aldur fram hafa leitað sér áfengismeðferðar hjá SÁÁ. Á heimsvísu er talið að 3 milljónir manna deyji árlega úr áfengisneyslu. Við gætum komið í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla og skaðleg áhrif á aðstandendur og samfélag með því að banna áfengi. Við kjósum að gera það ekki og sætta okkur við skaðann. Á hverju ári látast 0-5 sjómenn og 5-10 starfsmenn í mannvirkjagerð. Við gætum komið í veg fyrir þessi dauðsföll með því að banna sjósókn og nýbyggingar en kjósum að gera það ekki af augljósum ástæðum, teljum þessi dauðsföll ásættanleg. Að loka landinu fyrir ferðamönnum eins og gert var 19 ágúst kemur hugsanlega í veg fyrir einhver Covid smit, jafnvel dauðsföll, en þú mátt líka, Þórólfur, hugsa um afleiðingarnar. Þúsundir missa vinnuna, allt að 10% vinnandi manna. Hundruðir missa fyrirtæki sín í gjaldþrot og tapa aleigunni. Heilsufarslegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar munu hrjá allt þetta fólk, börn þeirra og fjölskyldur um langt skeið. Vonleysi, fátækt, þunglyndi, sjálfsmorð. Þessi áhrif eru rétt að byrja að verða sýnileg. Höfundur er eigandi Nordic Store og fyrrverandi dósent.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar