Austurland - heimsyfirráð eða dauði... Sigurður Ragnarsson skrifar 9. september 2020 16:00 Það standa fyrir dyrum kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, en markmiðið er klárlega ekki heimsyfirráð og því síður dauði, fyrirsögnin er bara til að ná athygli. Því hefur oft verið haldið fram að sameiningar sveitarfélaga séu bara nauðvörn til að halda uppi lögbundinni þjónustu, en svo tel ég ekki vera um þessa sameiningu. Þetta er miklu meira og á að vera það. Það er ekki markmið okkar að standa vörð, heldur sækja fram. Við setjum okkur háleit og skýr markmið, um fólksfjölgun, fjölgun starfa og eflingu á alla lund. Við getum allt, en fyrsta kerfið er að átta okkur á því hvers við erum megnug. En það eru ljón í veginum, bæði kerfisleg og heimatilbúin. Skipulagsgerð hefur verið til alltof skamms tíma og ekki horft nema út kjörtímabilið eða rúmlega það. Þröng túlkun laga og reglugerða hefur ýtt undir þetta og sérfræðingar á þessu sviði ekki slegið hendinni móti sífelldri endurskoðun og breytingum.Slíkt er atvinnuskapandi, en afar illa farið með faglega framsýni , sköpunarkraft og fjármuni íbúa.Aðalskipulag á að túlka meginlínur til langs tíma og deiliskipulag að vera nákvæmari útfærsla og það er síðan sveitarfélagsins að ákveða hvenær deiliskipulag kallar á breytingu aðalskipulags, eða hvort breytingin er lítilháttar. Núna er aðalskipulag nánast eins og rándýr loftmynd af núverandi ástandi, en enginn hefur hugmynd um hvernig við ætlum að sjá sveitarfélagið til næstu 30-40 ára, sem ætti að vera markmiðið. Hvernig sem þessar kosningar fara þá vona ég að menn fari að hugsa miklu lengra og öll framboð komi sér saman um meginlínur aðalskipulags til næstu áratuga með þá framsýni að leiðarljósi að innan 30 ára verði fólksfjöldi í sveitarfélaginu ekki undir 15-20 þúsund manns, sem myndi gjörbreyta rekstri og þjónustustigi innan þess. Það eiga eftir að verða miklir þjóðflutningar á næstu árum og þá verðum við að vera tilbúin. Þetta skiptir SVO miklu máli því ef framtíðarsýnin er sterk og samstaðan góð um meginlínur, svo sem uppbyggingu vegakerfis, flugvalla, hafna og íbúða- og atvinnulóða, þá er miklu auðveldara að selja hugmyndina fyrir nýbúa, ríkisstjórn og alþingismenn, þeir myndu beinlínis missa vatn af hrifningu. Og hugsið ykkur alla möguleikana sem skapast með því að hugsa um sveitarfélagið sem eina heild, samvinna skóla, íþróttastarfs, menningar og lista, og svo framvegis.Fullkomið bíóhús á Seyðisfirði, afríkskan skemmtigarð í Kongó, októberfest á Borgarfirði og adrenalíngarð ofan Eyvindarár á Egilsstöðum, þar sem ferðin byrjar með mest óvekjandi göngubrú á norðurhveli jarðar. Hugsið ykkur bara, þetta eru ekki draumórar því allt þetta er mannanna verk, ekki náttúrulögmál. Byggðastofnun vinnur flott starf til uppbyggingar á landsbyggðinni, en á sama tíma er haldið úti algjörlega úreltum lögum sem beinlínis hamlar dreifbýlinu. Til dæmis borgar dreifbýlið sérstakan taxta á dreifingu rafmagns, nota bene, frá þéttbýlinu þar sem ekkert rafmagn er framleitt, og það hamlar allri atvinnustarfsemi í sveitum og jafnvel í útjaðri þéttbýla.Það er augljóst að slík lög voru hugsuð á meðan rafmagni væri komið á alla dreifbýlisstaði, en virkar nú letjandi fyrir Rarik og hæsta verðið greitt þar sem þjónustan er lökust. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá framlög í samræmi við eitthvað landsmeðaltal, sem endurspeglar á engan hátt raunkostnað og eru því alltaf fjársvelt, sem aftur leiðir til óþarfa vísana á mun dýrari úrræði. Reyndar held ég að eitt stærsta vandamál stofnana séu excel-sérfræðingarnir sem trúa orðið svo stíft á líkönin sín að þeir eru hættir að nota skynsemina.Lesa ekki á milli lína og skilja ekki lengur hvað sparnaður í einum kassa getur þýtt meiri kostnað í þeim næsta.Alltof mikil og nákvæm deildarskipting er þáttur í þessu. Byggðastofnun með hjálp þingsins hlýtur að vilja stoppa ýmiskonar mismunum gagnvart landsbyggðinni,sem þrífst í skjóli úreltra laga og reglugerða, og þegar það tekst þá mætti afnema misvægi atkvæða í leiðinni. ALLIR þegnar landsins eiga að hafa sama rétt. Nóg að sinni, meira seinna, góðar stundir. Höfundur skipar 7. sæti fyrir Miðflokkinn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í kosningunum 19. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Sjá meira
Það standa fyrir dyrum kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, en markmiðið er klárlega ekki heimsyfirráð og því síður dauði, fyrirsögnin er bara til að ná athygli. Því hefur oft verið haldið fram að sameiningar sveitarfélaga séu bara nauðvörn til að halda uppi lögbundinni þjónustu, en svo tel ég ekki vera um þessa sameiningu. Þetta er miklu meira og á að vera það. Það er ekki markmið okkar að standa vörð, heldur sækja fram. Við setjum okkur háleit og skýr markmið, um fólksfjölgun, fjölgun starfa og eflingu á alla lund. Við getum allt, en fyrsta kerfið er að átta okkur á því hvers við erum megnug. En það eru ljón í veginum, bæði kerfisleg og heimatilbúin. Skipulagsgerð hefur verið til alltof skamms tíma og ekki horft nema út kjörtímabilið eða rúmlega það. Þröng túlkun laga og reglugerða hefur ýtt undir þetta og sérfræðingar á þessu sviði ekki slegið hendinni móti sífelldri endurskoðun og breytingum.Slíkt er atvinnuskapandi, en afar illa farið með faglega framsýni , sköpunarkraft og fjármuni íbúa.Aðalskipulag á að túlka meginlínur til langs tíma og deiliskipulag að vera nákvæmari útfærsla og það er síðan sveitarfélagsins að ákveða hvenær deiliskipulag kallar á breytingu aðalskipulags, eða hvort breytingin er lítilháttar. Núna er aðalskipulag nánast eins og rándýr loftmynd af núverandi ástandi, en enginn hefur hugmynd um hvernig við ætlum að sjá sveitarfélagið til næstu 30-40 ára, sem ætti að vera markmiðið. Hvernig sem þessar kosningar fara þá vona ég að menn fari að hugsa miklu lengra og öll framboð komi sér saman um meginlínur aðalskipulags til næstu áratuga með þá framsýni að leiðarljósi að innan 30 ára verði fólksfjöldi í sveitarfélaginu ekki undir 15-20 þúsund manns, sem myndi gjörbreyta rekstri og þjónustustigi innan þess. Það eiga eftir að verða miklir þjóðflutningar á næstu árum og þá verðum við að vera tilbúin. Þetta skiptir SVO miklu máli því ef framtíðarsýnin er sterk og samstaðan góð um meginlínur, svo sem uppbyggingu vegakerfis, flugvalla, hafna og íbúða- og atvinnulóða, þá er miklu auðveldara að selja hugmyndina fyrir nýbúa, ríkisstjórn og alþingismenn, þeir myndu beinlínis missa vatn af hrifningu. Og hugsið ykkur alla möguleikana sem skapast með því að hugsa um sveitarfélagið sem eina heild, samvinna skóla, íþróttastarfs, menningar og lista, og svo framvegis.Fullkomið bíóhús á Seyðisfirði, afríkskan skemmtigarð í Kongó, októberfest á Borgarfirði og adrenalíngarð ofan Eyvindarár á Egilsstöðum, þar sem ferðin byrjar með mest óvekjandi göngubrú á norðurhveli jarðar. Hugsið ykkur bara, þetta eru ekki draumórar því allt þetta er mannanna verk, ekki náttúrulögmál. Byggðastofnun vinnur flott starf til uppbyggingar á landsbyggðinni, en á sama tíma er haldið úti algjörlega úreltum lögum sem beinlínis hamlar dreifbýlinu. Til dæmis borgar dreifbýlið sérstakan taxta á dreifingu rafmagns, nota bene, frá þéttbýlinu þar sem ekkert rafmagn er framleitt, og það hamlar allri atvinnustarfsemi í sveitum og jafnvel í útjaðri þéttbýla.Það er augljóst að slík lög voru hugsuð á meðan rafmagni væri komið á alla dreifbýlisstaði, en virkar nú letjandi fyrir Rarik og hæsta verðið greitt þar sem þjónustan er lökust. Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá framlög í samræmi við eitthvað landsmeðaltal, sem endurspeglar á engan hátt raunkostnað og eru því alltaf fjársvelt, sem aftur leiðir til óþarfa vísana á mun dýrari úrræði. Reyndar held ég að eitt stærsta vandamál stofnana séu excel-sérfræðingarnir sem trúa orðið svo stíft á líkönin sín að þeir eru hættir að nota skynsemina.Lesa ekki á milli lína og skilja ekki lengur hvað sparnaður í einum kassa getur þýtt meiri kostnað í þeim næsta.Alltof mikil og nákvæm deildarskipting er þáttur í þessu. Byggðastofnun með hjálp þingsins hlýtur að vilja stoppa ýmiskonar mismunum gagnvart landsbyggðinni,sem þrífst í skjóli úreltra laga og reglugerða, og þegar það tekst þá mætti afnema misvægi atkvæða í leiðinni. ALLIR þegnar landsins eiga að hafa sama rétt. Nóg að sinni, meira seinna, góðar stundir. Höfundur skipar 7. sæti fyrir Miðflokkinn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í kosningunum 19. september næstkomandi.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun