Geitur éta illgresi í New York Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2020 19:00 Borgaryfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa ráðið til sín nokkuð óvenjulegt starfslið til að eyða illgresi í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Stuyvesant Cove-garðurinn í Manhattan er steinsnar frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki var hægt að ráða mennskt starfslið til þess að hirða almennilega um garðinn í sumar. Því er allt morandi í illgresi. Þessar vösku geitur eru aftur á móti nokkuð ódýrar í rekstri. Tuttugu slíkar hafa unnið hörðum höndum að því að éta upp óvelkominn gróður síðustu daga, sagði Candace Thompson, umsjónarmaður garðsins. „Það tæki mig fáránlega langan tíma að mylta þetta allt. Þessar geitur geta hins vegar étið og kúkað öllum þessum plöntum á þremur dögum. Svo er hægt að nota úrganginn sem áburð til þess að rækta plöntur í vor,“ sagði Thompson við AP. Borgarbúar virðast nokkuð hrifnir, og jafnvel hissa. Malcolm Gannon, ungum íbúa, þótti til dæmis stórmerkilegt að sjá geitur þótt það væri enginn bóndabær nálægt. En jafnvel þótt mörgum þyki óvenjulegt að rekast á geitur í miðri stórborg er það nokkuð viðeigandi í þessu tilfelli. „Það er gott að geta tengst náttúrunni svona í miðri stórborg. Svo er skemmtileg staðreynd að New York-borg hefur stundum verið kölluð Gotham, en það er einmitt gamalt, enskt orð yfir geitabýli. Dýr Bandaríkin Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Sjá meira
Borgaryfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa ráðið til sín nokkuð óvenjulegt starfslið til að eyða illgresi í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Stuyvesant Cove-garðurinn í Manhattan er steinsnar frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki var hægt að ráða mennskt starfslið til þess að hirða almennilega um garðinn í sumar. Því er allt morandi í illgresi. Þessar vösku geitur eru aftur á móti nokkuð ódýrar í rekstri. Tuttugu slíkar hafa unnið hörðum höndum að því að éta upp óvelkominn gróður síðustu daga, sagði Candace Thompson, umsjónarmaður garðsins. „Það tæki mig fáránlega langan tíma að mylta þetta allt. Þessar geitur geta hins vegar étið og kúkað öllum þessum plöntum á þremur dögum. Svo er hægt að nota úrganginn sem áburð til þess að rækta plöntur í vor,“ sagði Thompson við AP. Borgarbúar virðast nokkuð hrifnir, og jafnvel hissa. Malcolm Gannon, ungum íbúa, þótti til dæmis stórmerkilegt að sjá geitur þótt það væri enginn bóndabær nálægt. En jafnvel þótt mörgum þyki óvenjulegt að rekast á geitur í miðri stórborg er það nokkuð viðeigandi í þessu tilfelli. „Það er gott að geta tengst náttúrunni svona í miðri stórborg. Svo er skemmtileg staðreynd að New York-borg hefur stundum verið kölluð Gotham, en það er einmitt gamalt, enskt orð yfir geitabýli.
Dýr Bandaríkin Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Sjá meira