Geitur éta illgresi í New York Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2020 19:00 Borgaryfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa ráðið til sín nokkuð óvenjulegt starfslið til að eyða illgresi í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Stuyvesant Cove-garðurinn í Manhattan er steinsnar frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki var hægt að ráða mennskt starfslið til þess að hirða almennilega um garðinn í sumar. Því er allt morandi í illgresi. Þessar vösku geitur eru aftur á móti nokkuð ódýrar í rekstri. Tuttugu slíkar hafa unnið hörðum höndum að því að éta upp óvelkominn gróður síðustu daga, sagði Candace Thompson, umsjónarmaður garðsins. „Það tæki mig fáránlega langan tíma að mylta þetta allt. Þessar geitur geta hins vegar étið og kúkað öllum þessum plöntum á þremur dögum. Svo er hægt að nota úrganginn sem áburð til þess að rækta plöntur í vor,“ sagði Thompson við AP. Borgarbúar virðast nokkuð hrifnir, og jafnvel hissa. Malcolm Gannon, ungum íbúa, þótti til dæmis stórmerkilegt að sjá geitur þótt það væri enginn bóndabær nálægt. En jafnvel þótt mörgum þyki óvenjulegt að rekast á geitur í miðri stórborg er það nokkuð viðeigandi í þessu tilfelli. „Það er gott að geta tengst náttúrunni svona í miðri stórborg. Svo er skemmtileg staðreynd að New York-borg hefur stundum verið kölluð Gotham, en það er einmitt gamalt, enskt orð yfir geitabýli. Dýr Bandaríkin Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Borgaryfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa ráðið til sín nokkuð óvenjulegt starfslið til að eyða illgresi í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Stuyvesant Cove-garðurinn í Manhattan er steinsnar frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki var hægt að ráða mennskt starfslið til þess að hirða almennilega um garðinn í sumar. Því er allt morandi í illgresi. Þessar vösku geitur eru aftur á móti nokkuð ódýrar í rekstri. Tuttugu slíkar hafa unnið hörðum höndum að því að éta upp óvelkominn gróður síðustu daga, sagði Candace Thompson, umsjónarmaður garðsins. „Það tæki mig fáránlega langan tíma að mylta þetta allt. Þessar geitur geta hins vegar étið og kúkað öllum þessum plöntum á þremur dögum. Svo er hægt að nota úrganginn sem áburð til þess að rækta plöntur í vor,“ sagði Thompson við AP. Borgarbúar virðast nokkuð hrifnir, og jafnvel hissa. Malcolm Gannon, ungum íbúa, þótti til dæmis stórmerkilegt að sjá geitur þótt það væri enginn bóndabær nálægt. En jafnvel þótt mörgum þyki óvenjulegt að rekast á geitur í miðri stórborg er það nokkuð viðeigandi í þessu tilfelli. „Það er gott að geta tengst náttúrunni svona í miðri stórborg. Svo er skemmtileg staðreynd að New York-borg hefur stundum verið kölluð Gotham, en það er einmitt gamalt, enskt orð yfir geitabýli.
Dýr Bandaríkin Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira