Netöryggissveitir í viðbragðsstöðu vegna alvarlegra hótana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2020 12:11 Getty Netöryggissveitir eru í viðbragðsstöðu vegna hótana um að alvarlegar tölvuárásir verði gerðar í dag og næstu daga, greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Óvissustigi fjarskiptageirans var lýst yfir í gær, í fyrsta sinn hér á landi. Um er að ræða svokallaða DDos netárás, þar sem netumferð er beint inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Það verður til þess að netbúnaður hefur ekki undan við að svara henni og þá rofnar þjónusta til notenda. Fyrsta árásin var gerð nýverið en henni var fylgt eftir með fjárkúgunarpósti, þar sem lausnargjalds var krafist. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að netöryggissveitir mæli gegn því að lausnargjald sé greitt en getur ekki upplýst um hvort til standi að greiða það. Hann segir að allt kapp sé lagt á koma í veg fyrir árásina. „Annars vegar er það með því að miðla upplýsingum til allra aðila þannig að þeir séu undirbúnir undir ef árásin verður gerð. Hvað varðar DDos árásir þá er hægt að setja upp ákveðnar varnir til að verjast DDos árásum, svokölluð scrubbing þjónusta og flestir þeir aðilar sem við tölum við eða nær allir eru með varnir hvað það varðar að einhverju marki og menn hafa þá væntanlega farið yfir þær varnir og hert upp ef kostur er. Þannig að þetta er eins og þegar það er lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóða eða annars. Menn fara yfir sínar áætlanir og fara yfir sínar varnir og eru þá tilbúnir undir það með sín varaplön ef eitthvað kemur upp á." En þetta hlýtur að vera nokkuð alvarlegt þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þið lýsið yfir þessu óvissustigi? Það kemur til af því að fyrsta lagi var gerð minni árás mjög nýlega, sem olli nokkrum truflunum. Og síðan var hótað mun stærri árás og við höfum heimildir fyrir því í gegnum okkar tengslanet að þessi aðili sem setur upp þessa hótun hefur talsvert miklu meiri árásargetu en hann sýndi í fyrri árás. Er hætta á að trúnaðarupplýsingar leki út? Ekki beinlínis út af þessari DDos árás því hún er fyrst og fremst þannig útfærð að hún á að valda truflunum og sambandsleysi en ekki beinlínis verið að brjótast inn í kerfi til að stela upplýsingum. Þá vill hann ekki upplýsa hvaða fyrirtæki um ræðir. Þetta er stór aðili á þessum stafræna markaði. Vil ekki fara nánar út í það hver þetta er. Netöryggi Netglæpir Fjarskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Netöryggissveitir eru í viðbragðsstöðu vegna hótana um að alvarlegar tölvuárásir verði gerðar í dag og næstu daga, greiði fyrirtæki ekki lausnargjald. Óvissustigi fjarskiptageirans var lýst yfir í gær, í fyrsta sinn hér á landi. Um er að ræða svokallaða DDos netárás, þar sem netumferð er beint inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Það verður til þess að netbúnaður hefur ekki undan við að svara henni og þá rofnar þjónusta til notenda. Fyrsta árásin var gerð nýverið en henni var fylgt eftir með fjárkúgunarpósti, þar sem lausnargjalds var krafist. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að netöryggissveitir mæli gegn því að lausnargjald sé greitt en getur ekki upplýst um hvort til standi að greiða það. Hann segir að allt kapp sé lagt á koma í veg fyrir árásina. „Annars vegar er það með því að miðla upplýsingum til allra aðila þannig að þeir séu undirbúnir undir ef árásin verður gerð. Hvað varðar DDos árásir þá er hægt að setja upp ákveðnar varnir til að verjast DDos árásum, svokölluð scrubbing þjónusta og flestir þeir aðilar sem við tölum við eða nær allir eru með varnir hvað það varðar að einhverju marki og menn hafa þá væntanlega farið yfir þær varnir og hert upp ef kostur er. Þannig að þetta er eins og þegar það er lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóða eða annars. Menn fara yfir sínar áætlanir og fara yfir sínar varnir og eru þá tilbúnir undir það með sín varaplön ef eitthvað kemur upp á." En þetta hlýtur að vera nokkuð alvarlegt þar sem þetta er í fyrsta skipti sem þið lýsið yfir þessu óvissustigi? Það kemur til af því að fyrsta lagi var gerð minni árás mjög nýlega, sem olli nokkrum truflunum. Og síðan var hótað mun stærri árás og við höfum heimildir fyrir því í gegnum okkar tengslanet að þessi aðili sem setur upp þessa hótun hefur talsvert miklu meiri árásargetu en hann sýndi í fyrri árás. Er hætta á að trúnaðarupplýsingar leki út? Ekki beinlínis út af þessari DDos árás því hún er fyrst og fremst þannig útfærð að hún á að valda truflunum og sambandsleysi en ekki beinlínis verið að brjótast inn í kerfi til að stela upplýsingum. Þá vill hann ekki upplýsa hvaða fyrirtæki um ræðir. Þetta er stór aðili á þessum stafræna markaði. Vil ekki fara nánar út í það hver þetta er.
Netöryggi Netglæpir Fjarskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira