Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2020 21:45 Rúnar er mjög ánægður með að vera kominn í undanúrslit Mjólkurbikarsins. vísir/skjáskot Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. „Mér líður vel, það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og sérstaklega því þetta er í bikar. Eru komnir lengra en í fyrra og hitt í fyrra svo ég er ánægður með það,“ sagði Rúnar glaður í bragði að leik loknum. „Við spiluðum hann einfalt en mjög vel. Vörðumst ofboðslega vel. Blikar eru mjög góðir, spila frábæran fótbolta og það er mjög erfitt að verjast þeim. Besta liðið á landinu þegar þeir geta verið með boltann og fært hann hratt. Við vorum að reyna loka svæðum ásamt því að nýta skyndisóknir og föst leikatriði. Spiluðum bara einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Aðspurður hvort hann ætti þá við að Blikar væru ef til vill að spila of flókið þá þvertók Rúnar fyrir það. „Nei ég er ekki að meina það. Þeir eru frábærir í því sem þeir eru að gera. Við vissum að við þyrftum að berjast, hlaupa og hafa fyrir hlutunum. Baráttan skilaði þessum sigri.“ „Ofboðslega ánægður fyrir hönd Ægis. Hann hefur verið hjá okkur í tvö ár og fengið einhver tækifæri en ekki alltaf heppnast hjá honum. Hann tók sénsinn í dag, spilaði frábærlega. Hann er búinn að sýna okkur þetta lengi vel á æfingum en við höfum þurft að fá að sjá þetta í leik líka, það er ekki nóg að vera góður á æfingum. Rosa margir geggjaðir á æfingum en eiga erfiðara með að spila á stórum velli, það er tvennt ólíkt. Ægir sýndi okkur hvað í honum býr og skoraði tvö frábær mörk í kvöld,“ sagði Rúnar um frammistöðu Ægis Jarls Jónassonar í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í sumar og hann svaraði með tveimur mörkum ásamt því að hlaupa eins og enginn sé morgundagurinn. „Við lentum í smá erfiðleikum í nokkrum leikjum en það er alltaf viðbúið að það geti gerst. Þurfum að vera sterkir í hausnum og vinna okkur út úr því Erum búnir að gera það og það sýnir sig á leik okkar í dag og gegn Akranesi fyrir tveimur vikum eða svo. Þegar við erum að berjast og hlaupa fyrir hvern annan erum við mjög góðir. Við sýndum fína takta hér í dag og gerðum fín mörk en það þurfti að hafa fyrir því. Það þurfti að vinna og berjast. Það er ekki alltaf hægt að vera með boltann og spila flott, þú þarft að skora, búa til færi og verja markið þitt. Við gátum gert allt þetta í dag en við höfum ekki alltaf gert það í sumar,“ sagði Rúnar um umræðu þess efnis að KR hefði verið í „krísu“ fyrir nokkrum vikum síðar. Að lokum var Rúnar spurður út í óskamótherja í undanúrslitum en hann svaraði því nokkuð óljóst. Eins og líklega allir vill hann eflaust bara heimaleik. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. „Mér líður vel, það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og sérstaklega því þetta er í bikar. Eru komnir lengra en í fyrra og hitt í fyrra svo ég er ánægður með það,“ sagði Rúnar glaður í bragði að leik loknum. „Við spiluðum hann einfalt en mjög vel. Vörðumst ofboðslega vel. Blikar eru mjög góðir, spila frábæran fótbolta og það er mjög erfitt að verjast þeim. Besta liðið á landinu þegar þeir geta verið með boltann og fært hann hratt. Við vorum að reyna loka svæðum ásamt því að nýta skyndisóknir og föst leikatriði. Spiluðum bara einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Aðspurður hvort hann ætti þá við að Blikar væru ef til vill að spila of flókið þá þvertók Rúnar fyrir það. „Nei ég er ekki að meina það. Þeir eru frábærir í því sem þeir eru að gera. Við vissum að við þyrftum að berjast, hlaupa og hafa fyrir hlutunum. Baráttan skilaði þessum sigri.“ „Ofboðslega ánægður fyrir hönd Ægis. Hann hefur verið hjá okkur í tvö ár og fengið einhver tækifæri en ekki alltaf heppnast hjá honum. Hann tók sénsinn í dag, spilaði frábærlega. Hann er búinn að sýna okkur þetta lengi vel á æfingum en við höfum þurft að fá að sjá þetta í leik líka, það er ekki nóg að vera góður á æfingum. Rosa margir geggjaðir á æfingum en eiga erfiðara með að spila á stórum velli, það er tvennt ólíkt. Ægir sýndi okkur hvað í honum býr og skoraði tvö frábær mörk í kvöld,“ sagði Rúnar um frammistöðu Ægis Jarls Jónassonar í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í sumar og hann svaraði með tveimur mörkum ásamt því að hlaupa eins og enginn sé morgundagurinn. „Við lentum í smá erfiðleikum í nokkrum leikjum en það er alltaf viðbúið að það geti gerst. Þurfum að vera sterkir í hausnum og vinna okkur út úr því Erum búnir að gera það og það sýnir sig á leik okkar í dag og gegn Akranesi fyrir tveimur vikum eða svo. Þegar við erum að berjast og hlaupa fyrir hvern annan erum við mjög góðir. Við sýndum fína takta hér í dag og gerðum fín mörk en það þurfti að hafa fyrir því. Það þurfti að vinna og berjast. Það er ekki alltaf hægt að vera með boltann og spila flott, þú þarft að skora, búa til færi og verja markið þitt. Við gátum gert allt þetta í dag en við höfum ekki alltaf gert það í sumar,“ sagði Rúnar um umræðu þess efnis að KR hefði verið í „krísu“ fyrir nokkrum vikum síðar. Að lokum var Rúnar spurður út í óskamótherja í undanúrslitum en hann svaraði því nokkuð óljóst. Eins og líklega allir vill hann eflaust bara heimaleik.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30