67 sm bleikja úr Hörgá Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2020 08:29 Guðrún Una með 67 sm bleikjuna sem hún veiddi í gær. Mynd: Guðrún Una FB Við fáum ekki oft fréttir úr Hörgá en þessi á leynir oft svakalega á sér og þá sérstaklega í síðsumarsveiði. Þarna má gera frábæra veiði á góðum degi á sjóbleikju og þegar líður á tímabilið er ekki óalgengt að setja í stórar. En ég er ekki viss um að Guðrún Una Jónsdóttir hafi átt von á því að setja í 67 sm sjóbleikjuhæng enda eru sjóbleikjur af þessari stærð ansi fátíðar en eru þó að verða algengari með þeirri viðleytni veiðimanna að sleppa mikið af bleikju aftur eftir viðureign. Afraksturinn er sá að sífellt fleiri stórar bleikjur veiðast. Þessi glæsilega bleikja er ein af þeim stærstu sem við höfum frétt af í sumar og óskum við Guðrúnu til hamingju með þennan glæsilega feng. Þessum flotta fisk var sleppt aftur að lokinni viðureign. Stangveiði Mest lesið Endurheimtur seiða betri en í fyrra Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastkennslu Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Breiðdalsá tekur vel við sér Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Eyjafjarðará að taka við sér á nýjan leik Veiði Einstök hellableikja við Mývatn Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Lax og gæs í Hjaltadalsá Veiði
Við fáum ekki oft fréttir úr Hörgá en þessi á leynir oft svakalega á sér og þá sérstaklega í síðsumarsveiði. Þarna má gera frábæra veiði á góðum degi á sjóbleikju og þegar líður á tímabilið er ekki óalgengt að setja í stórar. En ég er ekki viss um að Guðrún Una Jónsdóttir hafi átt von á því að setja í 67 sm sjóbleikjuhæng enda eru sjóbleikjur af þessari stærð ansi fátíðar en eru þó að verða algengari með þeirri viðleytni veiðimanna að sleppa mikið af bleikju aftur eftir viðureign. Afraksturinn er sá að sífellt fleiri stórar bleikjur veiðast. Þessi glæsilega bleikja er ein af þeim stærstu sem við höfum frétt af í sumar og óskum við Guðrúnu til hamingju með þennan glæsilega feng. Þessum flotta fisk var sleppt aftur að lokinni viðureign.
Stangveiði Mest lesið Endurheimtur seiða betri en í fyrra Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastkennslu Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Breiðdalsá tekur vel við sér Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Eyjafjarðará að taka við sér á nýjan leik Veiði Einstök hellableikja við Mývatn Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Lax og gæs í Hjaltadalsá Veiði