Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2020 16:54 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi hingað til lands. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins hérlendis og erlendis, sem og í ljósi heildarhagsmuna landsins, meðal annars efnahags- og atvinnumála. Þetta kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær varðandi aðgerðir á landamærum til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Ráðherra tilkynnti í dag að hún hygðist fara eftir tillögu sóttvarnalæknis og framlengja núverandi fyrirkomulag á landamærunum til 6. október. Allir farþegar sem hingað koma munu því áfram þurfa að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærunum og svo að lokinni fimm daga sóttkví. Núverandi fyrirkomulag tók gildi 19. ágúst. Að því er fram kemur í minnisblaðinu höfðu 13.834 einstaklingar verið skimaðir frá 19. ágúst til gærdagsins og greindust þrjátíu með virk smit í fyrstu skimun en átta í seinni skimun. „Hlutfall smitaðra var því alls 0,3%. Framkvæmd sóttkvíar hefur gengið vel og eftirlit með einstaklingum í sóttkví talsvert auðveldaraog einfaldara en einstaklinga í heimkomusmitgát,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þá sé það einnig ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi til landsins og þannig komið í veg fyrir meiri útbreiðslu innanlands. „Auk þess hefur komið í ljós að um20% smita á landamærum hefur einungis greinst í seinni sýnatöku. Þannig hefði talsverður fjöldi smita borist inn í landið ef einungis einni skimun hefði verið beitt.“ Þórólfur segir að í grunnatriðum hafi mat hans ekki breyst frá því í ágúst varðandi aðgerðir á landamærunum. Út frá sóttvarnasjónarmiðum telji hann enn að tvær skimanir á landamærum með fimm daga sóttkví á milli lágmarki mest áhættuna á því að veiran berist inn í landið og dragi þannig mest úr líkum á faraldri innanlands: „Ég tel því óvarlegt á þessari stundu að breyta núverandi fyrirkomulagi skimana á landamærum sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að draga úr ýmsum takmörkunum innanlands og að talsverður vöxtur er í útbreiðslu faraldursins í nálægum löndum. Ég tel hins vegar að næstu vikur eigi stjórnvöld að nota til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum í ljósi þróunar faraldursins hérlendis og erlendis, og í ljósi heildarhagsmuna landsins, m.a. efnahags-og atvinnumála.“ Bréf sóttvarnalæknis má sjá í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum í ljósi þróunar kórónuveirufaraldursins hérlendis og erlendis, sem og í ljósi heildarhagsmuna landsins, meðal annars efnahags- og atvinnumála. Þetta kemur fram í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær varðandi aðgerðir á landamærum til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Ráðherra tilkynnti í dag að hún hygðist fara eftir tillögu sóttvarnalæknis og framlengja núverandi fyrirkomulag á landamærunum til 6. október. Allir farþegar sem hingað koma munu því áfram þurfa að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærunum og svo að lokinni fimm daga sóttkví. Núverandi fyrirkomulag tók gildi 19. ágúst. Að því er fram kemur í minnisblaðinu höfðu 13.834 einstaklingar verið skimaðir frá 19. ágúst til gærdagsins og greindust þrjátíu með virk smit í fyrstu skimun en átta í seinni skimun. „Hlutfall smitaðra var því alls 0,3%. Framkvæmd sóttkvíar hefur gengið vel og eftirlit með einstaklingum í sóttkví talsvert auðveldaraog einfaldara en einstaklinga í heimkomusmitgát,“ segir í minnisblaði sóttvarnalæknis. Þá sé það einnig ljóst að skimun á landamærunum hafi skilað miklum árangri í því að hindra að smitaðir einstaklingar komi til landsins og þannig komið í veg fyrir meiri útbreiðslu innanlands. „Auk þess hefur komið í ljós að um20% smita á landamærum hefur einungis greinst í seinni sýnatöku. Þannig hefði talsverður fjöldi smita borist inn í landið ef einungis einni skimun hefði verið beitt.“ Þórólfur segir að í grunnatriðum hafi mat hans ekki breyst frá því í ágúst varðandi aðgerðir á landamærunum. Út frá sóttvarnasjónarmiðum telji hann enn að tvær skimanir á landamærum með fimm daga sóttkví á milli lágmarki mest áhættuna á því að veiran berist inn í landið og dragi þannig mest úr líkum á faraldri innanlands: „Ég tel því óvarlegt á þessari stundu að breyta núverandi fyrirkomulagi skimana á landamærum sérstaklega í ljósi þess að nú er verið að draga úr ýmsum takmörkunum innanlands og að talsverður vöxtur er í útbreiðslu faraldursins í nálægum löndum. Ég tel hins vegar að næstu vikur eigi stjórnvöld að nota til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum í ljósi þróunar faraldursins hérlendis og erlendis, og í ljósi heildarhagsmuna landsins, m.a. efnahags-og atvinnumála.“ Bréf sóttvarnalæknis má sjá í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira