Morgunsjónvarpið snýr aftur: Bítið byrjar í beinni í fyrramálið Sylvía Hall skrifar 15. mars 2020 16:28 Gulli Helga og Heimir Karls munu vakna með þjóðinni í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Vísir/Sýn Frá og með mánudagsmorgni verður Ísland í bítið morgunsjónvarp frá kl. 6.50 til kl. 9.00 og verður það sent út í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum og leggja áherslu á beinar útsendingar varðandi öll mál sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi. Þannig verður blaðamannafundum yfirvalda sjónvarpað á vefnum og Stöð 3 líkt og undanfarnar vikur. Heimir Karlsson, annar stjórnenda Bítisins, segist vera spenntur fyrir þessum breytingum. Hann vonar að landsmenn fagni þessum breytingum þar sem þetta sé fyrst og fremst hugsað fyrir hlustendur – já og nú áhorfendur. „Þetta leggst nokkuð vel í mig, að rifja upp gamla tíma. Við hættum þessu 2006 ef ég man rétt svo þetta er spennandi,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Það sé þó óhjákvæmilegt að Bítið breytist eitthvað þegar það færist yfir í sjónvarp, enda annar miðill, en dagskráin miði að því að höfða til sem flestra. „Við vitum að það eru svo margir núna í þessu ástandi, sem er hálfgert stríðsástand, fastir heima við. Að vinna heima eða eru heima hjá börnum. Kannski gæti morgunsjónvarpið verið félagsskapur fyrir þetta fólk, bæði verið upplýsandi og létt fólkinu lífið.“ Bítið verður því sýnt í sjónvarpi fram að páskum eða á meðan samkomubannið varir. Eftir það verður svo framhaldið skoðað. Aðspurður segist Heimir búast við því að þurfa að haga undirbúningi öðruvísi og mögulega vakna aðeins fyrr en vanalega. „Það þarf náttúrulega að gera við andlitið þegar maður er í sjónvarpi,“ segir hann og hlær. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum. Þá verða morgunfréttir sagðar í sjónvarpi sem og á Bylgjunni.Vísir/Vilhelm Aukið framboð á öllum miðlum Með fram fréttaflutningi mun Vísir miðla nýju og áhugaverðu efni sem verið er að framleiða. Til dæmis mun líkamsræktarþjáfarinn Gurrý kenna leikfimiæfingar og hugrækt. Þá verður öllum landsmönnum boðið upp á ókeypis aðgang að Bíóstöðinni, Krakkastöðinni og Stöð 3. Stöð 2 býður upp á vikuáskrift að Stöð 2 Maraþon á 990 kr. Þar má finna mikið úrval sjónvarpsefnis og bíómynda, bæði innlent sem erlent. Stefnt er að því að bæta við efni á streymisveituna á næstu dögum. Þar er einnig að finna barnaveituna Hopster þar sem er boðið upp á barnaefni á íslensku. Stöð 2 Sport mun hefja beinar útsendingar frá Íslandsmótinu í rafsporti frá og með næsta föstudegi en frá og með deginum í dag er Stöð 2 Sport og Vísir heimili íslenska rafsportsins. Einnig eru fyrirhugaðir nýir íþróttaþættir sem hefja göngu sína í vikunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Frá og með mánudagsmorgni verður Ísland í bítið morgunsjónvarp frá kl. 6.50 til kl. 9.00 og verður það sent út í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum og leggja áherslu á beinar útsendingar varðandi öll mál sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar á Íslandi. Þannig verður blaðamannafundum yfirvalda sjónvarpað á vefnum og Stöð 3 líkt og undanfarnar vikur. Heimir Karlsson, annar stjórnenda Bítisins, segist vera spenntur fyrir þessum breytingum. Hann vonar að landsmenn fagni þessum breytingum þar sem þetta sé fyrst og fremst hugsað fyrir hlustendur – já og nú áhorfendur. „Þetta leggst nokkuð vel í mig, að rifja upp gamla tíma. Við hættum þessu 2006 ef ég man rétt svo þetta er spennandi,“ segir Heimir í samtali við Vísi. Það sé þó óhjákvæmilegt að Bítið breytist eitthvað þegar það færist yfir í sjónvarp, enda annar miðill, en dagskráin miði að því að höfða til sem flestra. „Við vitum að það eru svo margir núna í þessu ástandi, sem er hálfgert stríðsástand, fastir heima við. Að vinna heima eða eru heima hjá börnum. Kannski gæti morgunsjónvarpið verið félagsskapur fyrir þetta fólk, bæði verið upplýsandi og létt fólkinu lífið.“ Bítið verður því sýnt í sjónvarpi fram að páskum eða á meðan samkomubannið varir. Eftir það verður svo framhaldið skoðað. Aðspurður segist Heimir búast við því að þurfa að haga undirbúningi öðruvísi og mögulega vakna aðeins fyrr en vanalega. „Það þarf náttúrulega að gera við andlitið þegar maður er í sjónvarpi,“ segir hann og hlær. Á meðan ástandið varir hyggst fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efla fréttaþjónustu á öllum miðlum. Þá verða morgunfréttir sagðar í sjónvarpi sem og á Bylgjunni.Vísir/Vilhelm Aukið framboð á öllum miðlum Með fram fréttaflutningi mun Vísir miðla nýju og áhugaverðu efni sem verið er að framleiða. Til dæmis mun líkamsræktarþjáfarinn Gurrý kenna leikfimiæfingar og hugrækt. Þá verður öllum landsmönnum boðið upp á ókeypis aðgang að Bíóstöðinni, Krakkastöðinni og Stöð 3. Stöð 2 býður upp á vikuáskrift að Stöð 2 Maraþon á 990 kr. Þar má finna mikið úrval sjónvarpsefnis og bíómynda, bæði innlent sem erlent. Stefnt er að því að bæta við efni á streymisveituna á næstu dögum. Þar er einnig að finna barnaveituna Hopster þar sem er boðið upp á barnaefni á íslensku. Stöð 2 Sport mun hefja beinar útsendingar frá Íslandsmótinu í rafsporti frá og með næsta föstudegi en frá og með deginum í dag er Stöð 2 Sport og Vísir heimili íslenska rafsportsins. Einnig eru fyrirhugaðir nýir íþróttaþættir sem hefja göngu sína í vikunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira