Þurfti að taka börn úr skólunum vegna mygluveikinda: Búið að loka einni byggingu Barnaskólans í Reykjavík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. september 2020 19:00 Foreldrar barna í skólum Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð hafa þurft að taka börnin sín úr skólunum vegna mygluveikinda. Eitt foreldrið íhugar málsókn. Einni byggingu skólans var lokað í sumar og vinnur verkfræðistofa nú að úttekt. Gréta Ósk Óskarsdóttir og fjölskylda höfðu náð bata eftir mygluveikindi en eftir að börnin hennar tvö byrjuðu á leikskóla Hjallastefnunnar Öskju í Öskjuhlíð, fóru einkenninn að gera vart við sig á ný. „Það var erfitt fyrir þau að vera í fötum, börnin voru að væla, það er roði í kynnum, þreyta og illt í maganaum," segir Gréta Ósk. Einkenni eldra barnsins hafi snarversnað þegar það fór yfir í Barnaskólann í fyrra, en skólinn er við hlið leikskólans. Leikskólinn Askja og Barnaskólinn í Reykjavík eru í ÖskjuhlíðVÍSIR „Það eru þrenn önnur hjón sem hafa haft miklar áhyggjur og tveir starfsmenn sem hafa þurft frá að hverfa vegna veikinda,“ segir Gréta sem hefur verið í sambandi við aðra foreldra vegna málsins. „Við upplifðum marga leka bara á tveimur og hálfu ári , þá lak trekk í trekk og margar viðgerðir sem þurfti að gera. Þá var viðurinn orðinn svartur af rakaskemmdum," segir Gréta Ósk. Eftir ítrekaðar óskir um úrbætur og aðkomu sérfræðinga segist Gréta hafa verið tilneydd til að taka börnin sín úr skólunum í vor og íhugar nú málsókn. Fleiri foreldrar hafa tekið börn sín úr skólanum. Lítið hafi verið hlustað á áhyggjuraddir. „Þau hafa verið í afneitun og að fela. Gerðu það minnsta sem hægt var að gera og komast upp með og ég tók saman allar sögur og allar frásagnir og sendi til framkvæmdastýru,“ segir Gréta. Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldraVISIR Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldra. „Þegar það kom upp grunur þá var ég í sambandi við foreldra og við sammæltust um það að fá fyrirtæki til að taka út loftgæði í húsunum og það kemur niðurstaða í mars um að loftgæðin hafi verið í lagi. Þau voru ekki sátt við þá niðurstöðu þannig eftir að Covid lauk þá ákváðum við að opna skólann og opnuðum miðrýmið í sumar og sáum að þetta var ekki í lagi,“ segir Þórdís. Þar sem ástandið hafi verið slæmt var byggingunni um leið lokað. Þá hafi verkfræðistofan Efla verið fengin til að gera úttekt á skólanum nú í haust. Sú úttekt er nú hafin samkvæmt upplýsingum frá Eflu. „Það er einlæg ósk mín og von að foreldrar upplifi það við séum að taka þetta gríðarlega alvarlega því mygla er gríðarlega alvarleg,“ segir Þórdís Inga. Gréta segir að foreldrar barna í skólanum hafi aldrei verið látnir vita af vandamálinu. „Þarna var aldrei talað við foreldra eða aldrei talað við starfsfólkið og það er ekki ennþá búið að gera það. Þetta er langt og ljótt mál og við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa frábæru stefnu,“ segir Gréta. „Það að þegar við fáum niðurstöðu frá fyrirtæki um að þetta sé í lagi og svo kemur í ljós að þetta var kannski ekki alveg í lagi að þá skil ég vel foreldra að líða ekki vel með stöðuna og mér finnst það bara hræðilega leiðinlegt,“ segir Þórdís Inga. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Foreldrar barna í skólum Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð hafa þurft að taka börnin sín úr skólunum vegna mygluveikinda. Eitt foreldrið íhugar málsókn. Einni byggingu skólans var lokað í sumar og vinnur verkfræðistofa nú að úttekt. Gréta Ósk Óskarsdóttir og fjölskylda höfðu náð bata eftir mygluveikindi en eftir að börnin hennar tvö byrjuðu á leikskóla Hjallastefnunnar Öskju í Öskjuhlíð, fóru einkenninn að gera vart við sig á ný. „Það var erfitt fyrir þau að vera í fötum, börnin voru að væla, það er roði í kynnum, þreyta og illt í maganaum," segir Gréta Ósk. Einkenni eldra barnsins hafi snarversnað þegar það fór yfir í Barnaskólann í fyrra, en skólinn er við hlið leikskólans. Leikskólinn Askja og Barnaskólinn í Reykjavík eru í ÖskjuhlíðVÍSIR „Það eru þrenn önnur hjón sem hafa haft miklar áhyggjur og tveir starfsmenn sem hafa þurft frá að hverfa vegna veikinda,“ segir Gréta sem hefur verið í sambandi við aðra foreldra vegna málsins. „Við upplifðum marga leka bara á tveimur og hálfu ári , þá lak trekk í trekk og margar viðgerðir sem þurfti að gera. Þá var viðurinn orðinn svartur af rakaskemmdum," segir Gréta Ósk. Eftir ítrekaðar óskir um úrbætur og aðkomu sérfræðinga segist Gréta hafa verið tilneydd til að taka börnin sín úr skólunum í vor og íhugar nú málsókn. Fleiri foreldrar hafa tekið börn sín úr skólanum. Lítið hafi verið hlustað á áhyggjuraddir. „Þau hafa verið í afneitun og að fela. Gerðu það minnsta sem hægt var að gera og komast upp með og ég tók saman allar sögur og allar frásagnir og sendi til framkvæmdastýru,“ segir Gréta. Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldraVISIR Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldra. „Þegar það kom upp grunur þá var ég í sambandi við foreldra og við sammæltust um það að fá fyrirtæki til að taka út loftgæði í húsunum og það kemur niðurstaða í mars um að loftgæðin hafi verið í lagi. Þau voru ekki sátt við þá niðurstöðu þannig eftir að Covid lauk þá ákváðum við að opna skólann og opnuðum miðrýmið í sumar og sáum að þetta var ekki í lagi,“ segir Þórdís. Þar sem ástandið hafi verið slæmt var byggingunni um leið lokað. Þá hafi verkfræðistofan Efla verið fengin til að gera úttekt á skólanum nú í haust. Sú úttekt er nú hafin samkvæmt upplýsingum frá Eflu. „Það er einlæg ósk mín og von að foreldrar upplifi það við séum að taka þetta gríðarlega alvarlega því mygla er gríðarlega alvarleg,“ segir Þórdís Inga. Gréta segir að foreldrar barna í skólanum hafi aldrei verið látnir vita af vandamálinu. „Þarna var aldrei talað við foreldra eða aldrei talað við starfsfólkið og það er ekki ennþá búið að gera það. Þetta er langt og ljótt mál og við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa frábæru stefnu,“ segir Gréta. „Það að þegar við fáum niðurstöðu frá fyrirtæki um að þetta sé í lagi og svo kemur í ljós að þetta var kannski ekki alveg í lagi að þá skil ég vel foreldra að líða ekki vel með stöðuna og mér finnst það bara hræðilega leiðinlegt,“ segir Þórdís Inga.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira