Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, var nokkuð sáttur með sitt lið þrátt fyrir tap í frumraun sinni í ensku úrvalsdeildinni en liðið beið lægri hlut fyrir sjálfum Englandsmeisturunum í mögnuðum fótboltaleik sem lauk með 4-3 sigri Liverpool.
„Liverpool gerði okkur erfitt fyrir að spila okkar leik og sérstaklega í síðari hálfleiknum þar sem við vorum í vandræðum með að spila boltanum upp völlinn,“ sagði Bielsa.
Staðan í leikhléi var 3-2 fyrir Liverpool en þrátt fyrir að hafa fengið á sig fjögur mörk var Bielsa ánægður með hvernig leikurinn spilaðist.
„En við stöðvuðum líka Liverpool í að spila eins og þeir vilja spilja. Við gerðum virkilega vel. Á löngum köflum í leiknum vorum við með þá,“ sagði Bielsa.