Spjallþáttastjórnandinn Trevor Noah og leikkonan Minka Kelly sáust saman í New York á föstudag, en nýlega var greint frá því að þau væru par. Þau hafa þó ekki viljað staðfesta sambandið en People greinir frá.
Minka Kelly er frægust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Friday Night Lights. Hún var áður með leikaranum Jesse Williams, sem fer með hlutverk Jackson Avery í Grey‘s Anatomy, en þau hættu saman í janúar árið 2018 á meðan Williams stóð í skilnaðardeilu við fyrrverandi eiginkonu sína.
Trevor Noah er einn vinsælasti spjallþáttastjórnandi heims um þessar mundir og stýrir þættinum The Daily Show. Hann átti að halda sýningu hér á landi í maí síðastliðnum en uppistandstúr hans var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.