Enski boltinn

Hodgson vonast til að halda Zaha þó hann vilji fara

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Zaha tryggði Palace stigin þrjú í gær.
Zaha tryggði Palace stigin þrjú í gær. vísir/Getty

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, var spurður út í framtíð Wilfried Zaha í gær eftir að sá síðarnefndi tryggði liðinu 1-0 sigur á Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Zaha hefur reglulega verið orðaður við stærri félög undanfarin ár en ekkert félag virðist vera tilbúið að borga uppsett verð fyrir þennan 27 ára gamla sóknarmann.

„Við vonum að Wilf verði áfram hérna. Hann hefur viljað fara í öllum félagaskiptagluggum síðan ég tók við sem stjóri Palace,“ sagði Hodgson.

„Til að það gerist þá þarf eitthvað félag að koma hingað og borga það sem hann kostar. Þangað til það gerist þá verður hann að spila með okkur,“ segir Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×