Umfjöllun og viðtöl: KA - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur KA-manna Rúnar Þór Brynjarsson skrifar 13. september 2020 19:11 Úr fyrri leik liðanna. VÍSIR/VILHELM KA vann sinn annan leik á tímabilinu þegar Fylkismenn heimsóttu Greifavöllinn á Akureyri í dag. Leikurinn byrjaði með látum og tók það ekki nema 38 sekúndur að fá fyrsta markið í leikinn. Hallgrímur Mar einn í gegn og kláraði vel. Fylkir voru að spila sig vel í gegn en aldrei náðu þeir almennilegu færi. Á 33.mínútu var Nikulás Val í baráttu hátt á vellinum við Brynjar Inga sem virtist tosa í hann en ekkert dæmdi Helgi. KA menn komast í sókn og spila sig mjög vel í gegn. Almarr með sendingu inn fyrir á Ásgeir Sigurgeirsson sem klárar örugglega framhjá Aroni í marki Fylkis. Tvö húsvísk mörk sem skildu liðin að í hálfleik. Síðari hálfleikur var mikil skemmtun. Fylkir hélt áfram að spila vel en vörn KA stóð sig mjög vel. Á 55.mínútu fékk Sveinn Margeir að líta sitt annað gula spjald þegar hann fór niður í teig Fylkis. Helgi mat þetta sem dýfu hjá Sveini og rautt spjald niðurstaðan. Fylkir einum manni fleiri og allt stefndi í spennandi leik. Áfram sóttu Fylkir en KA menn lágu þéttir tilbaka og fundu gestirnir engar leiðir. Valdimar Þór Ingimundarson sem er búin að vera langbesti leikmaður Fylkis í sumar fékk sannkallað dauðafæri á 80.mínútu. Boltinn hrökk í fæturnar á honum en honum brást bogalistin illilega. Fylkir sótti og sótti í leit að marki og á 94 mínútu fengu Fylkir vítaspyrnu. Mjög vafasamur dómur vægast sagt. Valdimar steig á punktinn en aftur brást honum bogalistin og lét hann Jajalo verja frá sér. 2-0 sigur KA Afhverju vann KA? KA komst yfir mjög snemma og gera þeir vel í því að liggja til baka eins og þeir hafa sýnt í síðustu leikjum. Þeir beittu skyndisóknum og virkaði það vel hjá þeim. Bestu menn vallarins Kristijan Jajalo var stórkostlegur í markinu hjá KA og varði hann einnig vítaspyrnu. Hallgrímur Mar mjög góður hjá KA í dag. Í rauninni mætti velja alla í vörninni hjá KA þar sem þeir stóðu allar sóknir Fylkis vel af sér. Hvað gekk illa? Illa gekk hjá Fylki að búa til alvöru færi. Arnar Grétars: Hefur vantað Grímsamagic „Er gríðarlega ánægður að fá 3 stig. Það er búið að vera langt síðan við unnum leik, það var síðast bara í mínum fyrsta leik þannig að ég er bara ánægður með frammistöðuna heilt yfir.“ Fylkir sótti á meðan KA beið neðarlega á vellinum. „Það getur vel verið að Fylkir hafi verið aðeins meira með boltann. Mér fannst liðið bregðast vel við rauða spjaldinu sem við fengum á okkur en ég veit ekki alveg hvort það hafi verið rautt spjald og gerði það leikinn erfiðari“. Síðasti sigur KA kom á móti Gróttu 18.júlí í fyrsta leik Arnars. „Við erum búnir að vera spila flottan fótbolta og verið nálægt því að landa sigrum. Öll liðin í deildinni eru erfið og Fylkir er þrusugott lið og það er engin tilviljun að þeir séu á þeim stað sem þeir eru.“ Hallgrímur skoraði fyrsta mark KA í dag en hann hefur ekki verið að sýna sitt rétta form í sumar. „Það myndu öll lið vilja hafa hann ef hann er í toppstandi og hann er búin að vera mjög duglegur alveg frá því ég kom ég get ekki kvartað yfir því en það sem hefur vantað er þetta Grímsamagic að búa til og skora og nú er það vonandi komið í gang og gaman líka að Ásgeir náði að setja sitt fyrsta mark og það er mjög jákvætt.“ Atli: Gerðum þetta full auðvelt fyrir þá „Svekkjandi tap. Hörkuleikur og við erum ekki alveg vaknaðir í byrjun við fáum á okkur mark mjög snemma og reynum að koma tilbaka eftir það. Við vorum fínir út á velli við vorum að finna ágætis svæði þar en það vantaði bara meira hungur og að við værum mættir á réttu svæðin inn í teig,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis. Fylkir var einum fleiri í 30 mínútur „Það erfiðasta í fótbolta er að brjóta lið á bak aftur og við hefðum alveg getað gert betur en KA gerði þetta mjög vel. Þeir voru mjög skipulagðir og þéttir“. Fylkir var fyrir leikinn í 3. Sæti og eru þeir í Evrópudeildarbaráttu. „Við horfum ekkert endilega á það að við séum í Evrópubaráttu við erum bara í þessari klisju einn leikur í einu. Við ætluðum að taka 3 stig hérna og töldum okkur alveg eiga séns í það en svona fór þetta.“ Pepsi Max-deild karla KA Fylkir
KA vann sinn annan leik á tímabilinu þegar Fylkismenn heimsóttu Greifavöllinn á Akureyri í dag. Leikurinn byrjaði með látum og tók það ekki nema 38 sekúndur að fá fyrsta markið í leikinn. Hallgrímur Mar einn í gegn og kláraði vel. Fylkir voru að spila sig vel í gegn en aldrei náðu þeir almennilegu færi. Á 33.mínútu var Nikulás Val í baráttu hátt á vellinum við Brynjar Inga sem virtist tosa í hann en ekkert dæmdi Helgi. KA menn komast í sókn og spila sig mjög vel í gegn. Almarr með sendingu inn fyrir á Ásgeir Sigurgeirsson sem klárar örugglega framhjá Aroni í marki Fylkis. Tvö húsvísk mörk sem skildu liðin að í hálfleik. Síðari hálfleikur var mikil skemmtun. Fylkir hélt áfram að spila vel en vörn KA stóð sig mjög vel. Á 55.mínútu fékk Sveinn Margeir að líta sitt annað gula spjald þegar hann fór niður í teig Fylkis. Helgi mat þetta sem dýfu hjá Sveini og rautt spjald niðurstaðan. Fylkir einum manni fleiri og allt stefndi í spennandi leik. Áfram sóttu Fylkir en KA menn lágu þéttir tilbaka og fundu gestirnir engar leiðir. Valdimar Þór Ingimundarson sem er búin að vera langbesti leikmaður Fylkis í sumar fékk sannkallað dauðafæri á 80.mínútu. Boltinn hrökk í fæturnar á honum en honum brást bogalistin illilega. Fylkir sótti og sótti í leit að marki og á 94 mínútu fengu Fylkir vítaspyrnu. Mjög vafasamur dómur vægast sagt. Valdimar steig á punktinn en aftur brást honum bogalistin og lét hann Jajalo verja frá sér. 2-0 sigur KA Afhverju vann KA? KA komst yfir mjög snemma og gera þeir vel í því að liggja til baka eins og þeir hafa sýnt í síðustu leikjum. Þeir beittu skyndisóknum og virkaði það vel hjá þeim. Bestu menn vallarins Kristijan Jajalo var stórkostlegur í markinu hjá KA og varði hann einnig vítaspyrnu. Hallgrímur Mar mjög góður hjá KA í dag. Í rauninni mætti velja alla í vörninni hjá KA þar sem þeir stóðu allar sóknir Fylkis vel af sér. Hvað gekk illa? Illa gekk hjá Fylki að búa til alvöru færi. Arnar Grétars: Hefur vantað Grímsamagic „Er gríðarlega ánægður að fá 3 stig. Það er búið að vera langt síðan við unnum leik, það var síðast bara í mínum fyrsta leik þannig að ég er bara ánægður með frammistöðuna heilt yfir.“ Fylkir sótti á meðan KA beið neðarlega á vellinum. „Það getur vel verið að Fylkir hafi verið aðeins meira með boltann. Mér fannst liðið bregðast vel við rauða spjaldinu sem við fengum á okkur en ég veit ekki alveg hvort það hafi verið rautt spjald og gerði það leikinn erfiðari“. Síðasti sigur KA kom á móti Gróttu 18.júlí í fyrsta leik Arnars. „Við erum búnir að vera spila flottan fótbolta og verið nálægt því að landa sigrum. Öll liðin í deildinni eru erfið og Fylkir er þrusugott lið og það er engin tilviljun að þeir séu á þeim stað sem þeir eru.“ Hallgrímur skoraði fyrsta mark KA í dag en hann hefur ekki verið að sýna sitt rétta form í sumar. „Það myndu öll lið vilja hafa hann ef hann er í toppstandi og hann er búin að vera mjög duglegur alveg frá því ég kom ég get ekki kvartað yfir því en það sem hefur vantað er þetta Grímsamagic að búa til og skora og nú er það vonandi komið í gang og gaman líka að Ásgeir náði að setja sitt fyrsta mark og það er mjög jákvætt.“ Atli: Gerðum þetta full auðvelt fyrir þá „Svekkjandi tap. Hörkuleikur og við erum ekki alveg vaknaðir í byrjun við fáum á okkur mark mjög snemma og reynum að koma tilbaka eftir það. Við vorum fínir út á velli við vorum að finna ágætis svæði þar en það vantaði bara meira hungur og að við værum mættir á réttu svæðin inn í teig,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis. Fylkir var einum fleiri í 30 mínútur „Það erfiðasta í fótbolta er að brjóta lið á bak aftur og við hefðum alveg getað gert betur en KA gerði þetta mjög vel. Þeir voru mjög skipulagðir og þéttir“. Fylkir var fyrir leikinn í 3. Sæti og eru þeir í Evrópudeildarbaráttu. „Við horfum ekkert endilega á það að við séum í Evrópubaráttu við erum bara í þessari klisju einn leikur í einu. Við ætluðum að taka 3 stig hérna og töldum okkur alveg eiga séns í það en svona fór þetta.“