Bráðahjúkrun og leikfangabílar á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2020 20:00 Leikfangabílar í hlutverkum sjúkrabíla, lögreglubíla og slökkviliðsbíla voru meðal annars notaðir á námskeiðinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Öndunarerfiðleikar barna, kynferðislegt ofbeldi, sálræn áföll, heimilisofbeldi og bráðaflokkun við hópslysi voru meðal viðfangsefna um fimmtíu hjúkrunarfræðinga, sem eru að læra bráðahjúkrun á þriggja daga námskeiði, sem haldið var á Laugarvatni í vikunni. Leikfangabílar komu líka við sögu á námskeiðinu. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands, sem hafði yfirumsjón með námskeiðinu á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Námskeiðið sem fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni var bæði bóklegt og verklegt. Ítrustu sóttvarna var gætt. Nemendurnir eru í tveggja ára framhaldsnámi í bráðahjúkrun og komu af öllu landinu. „Við fjölluðum meðal annars um ofbeldi og hvernig bráðahjúkrunarfræðingar taka á móti fólki sem hefur lent í ofbeldi og bráðhjúkrunar barna með öndunarerfiðleika, sálræn áföll, hjúkrunar aðstandenda og svona má lengi telja,“ segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands. Námskeiðið fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar fyrir námskeið, sem þetta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þórdís segir mikið álag á bráðadeildum sjúkrahúsanna, ekki síst úti á landi, það þekki yfirmaður bráðadeildarinnar á Selfossi á eigin skinni. Birna Gestsdóttir, deildarstjóri bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, það er mjög mikið álag, flest hópslys hafa verið í okkar umdæmi en við erum orðin því miður en kannski gott, orðin mjög þjálfuð í móttöku slasaðra í hópslysum,“ segir Birna Gestsdóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar á Selfossi. Á einni kennslustöðinni var verið að æfa og þjálfa viðbrögð undan sjúkrahúsi en þá var m.a. notast við leikfanga bíla sem voru í hlutverki sjúkrabíla, lögreglubíla og slökkviliðsbíla. Þátttakendur námskeiðsins voru mjög ánægðir með að fá að vera á Laugarvatni á námskeiðinu. „Það er náttúrulega frábært að komast út og góðar aðstæður hér til að kenna og taka þátt, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrunar. Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrun, sem var mjög ánægður með námskeiðið á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjúkrunarfræðingarnir voru allir með andlitsgrímur á námskeiðinu, sem stóð yfir í þrjá daga á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Sjá meira
Öndunarerfiðleikar barna, kynferðislegt ofbeldi, sálræn áföll, heimilisofbeldi og bráðaflokkun við hópslysi voru meðal viðfangsefna um fimmtíu hjúkrunarfræðinga, sem eru að læra bráðahjúkrun á þriggja daga námskeiði, sem haldið var á Laugarvatni í vikunni. Leikfangabílar komu líka við sögu á námskeiðinu. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands, sem hafði yfirumsjón með námskeiðinu á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Námskeiðið sem fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni var bæði bóklegt og verklegt. Ítrustu sóttvarna var gætt. Nemendurnir eru í tveggja ára framhaldsnámi í bráðahjúkrun og komu af öllu landinu. „Við fjölluðum meðal annars um ofbeldi og hvernig bráðahjúkrunarfræðingar taka á móti fólki sem hefur lent í ofbeldi og bráðhjúkrunar barna með öndunarerfiðleika, sálræn áföll, hjúkrunar aðstandenda og svona má lengi telja,“ segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands. Námskeiðið fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar fyrir námskeið, sem þetta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þórdís segir mikið álag á bráðadeildum sjúkrahúsanna, ekki síst úti á landi, það þekki yfirmaður bráðadeildarinnar á Selfossi á eigin skinni. Birna Gestsdóttir, deildarstjóri bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, það er mjög mikið álag, flest hópslys hafa verið í okkar umdæmi en við erum orðin því miður en kannski gott, orðin mjög þjálfuð í móttöku slasaðra í hópslysum,“ segir Birna Gestsdóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar á Selfossi. Á einni kennslustöðinni var verið að æfa og þjálfa viðbrögð undan sjúkrahúsi en þá var m.a. notast við leikfanga bíla sem voru í hlutverki sjúkrabíla, lögreglubíla og slökkviliðsbíla. Þátttakendur námskeiðsins voru mjög ánægðir með að fá að vera á Laugarvatni á námskeiðinu. „Það er náttúrulega frábært að komast út og góðar aðstæður hér til að kenna og taka þátt, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrunar. Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrun, sem var mjög ánægður með námskeiðið á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjúkrunarfræðingarnir voru allir með andlitsgrímur á námskeiðinu, sem stóð yfir í þrjá daga á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Sjá meira