Bráðahjúkrun og leikfangabílar á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2020 20:00 Leikfangabílar í hlutverkum sjúkrabíla, lögreglubíla og slökkviliðsbíla voru meðal annars notaðir á námskeiðinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Öndunarerfiðleikar barna, kynferðislegt ofbeldi, sálræn áföll, heimilisofbeldi og bráðaflokkun við hópslysi voru meðal viðfangsefna um fimmtíu hjúkrunarfræðinga, sem eru að læra bráðahjúkrun á þriggja daga námskeiði, sem haldið var á Laugarvatni í vikunni. Leikfangabílar komu líka við sögu á námskeiðinu. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands, sem hafði yfirumsjón með námskeiðinu á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Námskeiðið sem fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni var bæði bóklegt og verklegt. Ítrustu sóttvarna var gætt. Nemendurnir eru í tveggja ára framhaldsnámi í bráðahjúkrun og komu af öllu landinu. „Við fjölluðum meðal annars um ofbeldi og hvernig bráðahjúkrunarfræðingar taka á móti fólki sem hefur lent í ofbeldi og bráðhjúkrunar barna með öndunarerfiðleika, sálræn áföll, hjúkrunar aðstandenda og svona má lengi telja,“ segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands. Námskeiðið fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar fyrir námskeið, sem þetta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þórdís segir mikið álag á bráðadeildum sjúkrahúsanna, ekki síst úti á landi, það þekki yfirmaður bráðadeildarinnar á Selfossi á eigin skinni. Birna Gestsdóttir, deildarstjóri bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, það er mjög mikið álag, flest hópslys hafa verið í okkar umdæmi en við erum orðin því miður en kannski gott, orðin mjög þjálfuð í móttöku slasaðra í hópslysum,“ segir Birna Gestsdóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar á Selfossi. Á einni kennslustöðinni var verið að æfa og þjálfa viðbrögð undan sjúkrahúsi en þá var m.a. notast við leikfanga bíla sem voru í hlutverki sjúkrabíla, lögreglubíla og slökkviliðsbíla. Þátttakendur námskeiðsins voru mjög ánægðir með að fá að vera á Laugarvatni á námskeiðinu. „Það er náttúrulega frábært að komast út og góðar aðstæður hér til að kenna og taka þátt, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrunar. Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrun, sem var mjög ánægður með námskeiðið á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjúkrunarfræðingarnir voru allir með andlitsgrímur á námskeiðinu, sem stóð yfir í þrjá daga á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Öndunarerfiðleikar barna, kynferðislegt ofbeldi, sálræn áföll, heimilisofbeldi og bráðaflokkun við hópslysi voru meðal viðfangsefna um fimmtíu hjúkrunarfræðinga, sem eru að læra bráðahjúkrun á þriggja daga námskeiði, sem haldið var á Laugarvatni í vikunni. Leikfangabílar komu líka við sögu á námskeiðinu. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands, sem hafði yfirumsjón með námskeiðinu á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Námskeiðið sem fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni var bæði bóklegt og verklegt. Ítrustu sóttvarna var gætt. Nemendurnir eru í tveggja ára framhaldsnámi í bráðahjúkrun og komu af öllu landinu. „Við fjölluðum meðal annars um ofbeldi og hvernig bráðahjúkrunarfræðingar taka á móti fólki sem hefur lent í ofbeldi og bráðhjúkrunar barna með öndunarerfiðleika, sálræn áföll, hjúkrunar aðstandenda og svona má lengi telja,“ segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent í bráðahjúkrun við Háskóla Íslands. Námskeiðið fór fram í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar fyrir námskeið, sem þetta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þórdís segir mikið álag á bráðadeildum sjúkrahúsanna, ekki síst úti á landi, það þekki yfirmaður bráðadeildarinnar á Selfossi á eigin skinni. Birna Gestsdóttir, deildarstjóri bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, það er mjög mikið álag, flest hópslys hafa verið í okkar umdæmi en við erum orðin því miður en kannski gott, orðin mjög þjálfuð í móttöku slasaðra í hópslysum,“ segir Birna Gestsdóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar á Selfossi. Á einni kennslustöðinni var verið að æfa og þjálfa viðbrögð undan sjúkrahúsi en þá var m.a. notast við leikfanga bíla sem voru í hlutverki sjúkrabíla, lögreglubíla og slökkviliðsbíla. Þátttakendur námskeiðsins voru mjög ánægðir með að fá að vera á Laugarvatni á námskeiðinu. „Það er náttúrulega frábært að komast út og góðar aðstæður hér til að kenna og taka þátt, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrunar. Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, hjúkrunarfræðingur og nemandi í bráðahjúkrun, sem var mjög ánægður með námskeiðið á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hjúkrunarfræðingarnir voru allir með andlitsgrímur á námskeiðinu, sem stóð yfir í þrjá daga á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira