Frank Lampard fannst gagnrýni Jürgen Klopp vera svolítið hlægileg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 08:00 Frank Lampard svaraði Jürgen Klopp en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir eru ósammála. Getty/Phil Noble Frank Lampard gaf ekki mikið fyrir gagnrýni knattspyrnustjóra Liverpool í síðustu viku en Lampard var spurður út í aðfinnslur Jürgen Klopp við kaupgleði Chelsea í sumar. Frank Lampard hefur verið duglegur við að styrkja leikmannahóp Chelsea í sumar og félagið hefur eytt langmest af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Á meðan Liverpool hefur bara keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas á 11,7 milljónir punda þá hefur Chelsea eytt meira en tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn. Frank Lampard makes light of Jürgen Klopp's criticism of Chelsea's spending | By @JacobSteinberg https://t.co/94FrGcrYIq— Guardian sport (@guardian_sport) September 13, 2020 Jürgen Klopp fannst Chelsea ekki vera að hegða sér rétt á markaðnum í sambandi við núverandi ástand í heiminum og alla þá óvissu sem tengist kórónuveirufaraldrinum. „Við getum ekki hegðað okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp meðal annars og skaut einnig á eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Frank Lampard segir Jürgen Klopp ekki hafa efni á því að gagnrýna kaup Chelsea því Liverpool hafi eytt miklum pening í sinna leikmannahóp á undanförnum árum. „Mér fannst þetta frekar hlægilegt ekki síst að vera að tala um eigendur félaga. Ég held að það skipti engu máli í hvernig viðskiptum þeir eru,“ sagði Frank Lampard. „Við erum að tala um mjög ríka eigendur í ensku úrvalsdeildinni. Í sambandi við sögu Liverpool þvi ég talaði oft um það á síðasta ári. Þeir gerðu mjög vel í að setja saman sitt lið. Sannleikurinn er sá, að fyrir utan kannski Leicester, þá hafa flest félög sem vinna ensku úrvalsdeildina eytt miklum fjármunum í sín lið,“ sagði Frank Lampard. Frank Lampard says Jurgen Klopp's comments about Chelsea's transfer window spending are "slightly amusing".In full: https://t.co/yY9Fg9FQk5#LFC #ChelseaFC #bbcfootball pic.twitter.com/Xyw9pjGfBc— BBC Sport (@BBCSport) September 13, 2020 „Við getum farið í gegnum Liverpool leikmennina og nefnt menn eins og [Virgil] van Dijk, Alisson, Fabinho, [Naby] Keïta, [Sadio] Mané og [Mohamed] Salah. Ótrúlegir leikmenn sem kostuðu líka sitt. Liverpool hefur eytt í menn yfir langan tíma. Við erum að eyða í menn eftir að hafa verið í banni og af því að við erum að reyna að bregðast við þörfinni. Það er engin ástæða til að hella sér í einhverja útreikninga,“ sagði Lampard. „Við vitum vel að Liverpool hefur eytt miklu í leikmenn. Við vitum að þeir eru með ótrúlegan stjóra. Við vitum að þeir hafa ótrúlega leikmenn. Klókindin hjá Liverpool er að þeir hafa trúað á stjórann sinn og leikkerfið hans í mörg ár. Þetta er falleg saga en þeir hafa engu að síður eytt peningum í þessari sögu. Við höfum eytt pening í sumar og nú bíður okkar mikil vinna,“ sagði Frank Lampard. Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Frank Lampard gaf ekki mikið fyrir gagnrýni knattspyrnustjóra Liverpool í síðustu viku en Lampard var spurður út í aðfinnslur Jürgen Klopp við kaupgleði Chelsea í sumar. Frank Lampard hefur verið duglegur við að styrkja leikmannahóp Chelsea í sumar og félagið hefur eytt langmest af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Á meðan Liverpool hefur bara keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas á 11,7 milljónir punda þá hefur Chelsea eytt meira en tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn. Frank Lampard makes light of Jürgen Klopp's criticism of Chelsea's spending | By @JacobSteinberg https://t.co/94FrGcrYIq— Guardian sport (@guardian_sport) September 13, 2020 Jürgen Klopp fannst Chelsea ekki vera að hegða sér rétt á markaðnum í sambandi við núverandi ástand í heiminum og alla þá óvissu sem tengist kórónuveirufaraldrinum. „Við getum ekki hegðað okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp meðal annars og skaut einnig á eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Frank Lampard segir Jürgen Klopp ekki hafa efni á því að gagnrýna kaup Chelsea því Liverpool hafi eytt miklum pening í sinna leikmannahóp á undanförnum árum. „Mér fannst þetta frekar hlægilegt ekki síst að vera að tala um eigendur félaga. Ég held að það skipti engu máli í hvernig viðskiptum þeir eru,“ sagði Frank Lampard. „Við erum að tala um mjög ríka eigendur í ensku úrvalsdeildinni. Í sambandi við sögu Liverpool þvi ég talaði oft um það á síðasta ári. Þeir gerðu mjög vel í að setja saman sitt lið. Sannleikurinn er sá, að fyrir utan kannski Leicester, þá hafa flest félög sem vinna ensku úrvalsdeildina eytt miklum fjármunum í sín lið,“ sagði Frank Lampard. Frank Lampard says Jurgen Klopp's comments about Chelsea's transfer window spending are "slightly amusing".In full: https://t.co/yY9Fg9FQk5#LFC #ChelseaFC #bbcfootball pic.twitter.com/Xyw9pjGfBc— BBC Sport (@BBCSport) September 13, 2020 „Við getum farið í gegnum Liverpool leikmennina og nefnt menn eins og [Virgil] van Dijk, Alisson, Fabinho, [Naby] Keïta, [Sadio] Mané og [Mohamed] Salah. Ótrúlegir leikmenn sem kostuðu líka sitt. Liverpool hefur eytt í menn yfir langan tíma. Við erum að eyða í menn eftir að hafa verið í banni og af því að við erum að reyna að bregðast við þörfinni. Það er engin ástæða til að hella sér í einhverja útreikninga,“ sagði Lampard. „Við vitum vel að Liverpool hefur eytt miklu í leikmenn. Við vitum að þeir eru með ótrúlegan stjóra. Við vitum að þeir hafa ótrúlega leikmenn. Klókindin hjá Liverpool er að þeir hafa trúað á stjórann sinn og leikkerfið hans í mörg ár. Þetta er falleg saga en þeir hafa engu að síður eytt peningum í þessari sögu. Við höfum eytt pening í sumar og nú bíður okkar mikil vinna,“ sagði Frank Lampard.
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira