Frakkar og Svíar staðfesta eitrun Navalny Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2020 10:54 Alexei Navalny. AP/Alexander Zemlianichenko Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Áður höfðu sérfræðingar hers Þýskalands komist að sömu niðurstöðu og hafa sýni verið færð vísindamönnum Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) til rannsóknar. Þjóðverjar ítreka ákall sitt eftir útskýringum frá Moskvu. Þar á bæ hafa menn þó ítrekað þvertekið fyrir að hafa eitrað fyrir stjórnarandstæðingnum og hefur talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, haldið því fram að málið sé tilbúningur til að réttlæta viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Þeir segjast engar sannanir hafa séð. Eitrað var fyrir Navalny í Rússlandi í síðasta mánuði og féll hann í dá. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. Þjóðverja grunar að einn útsendara FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem elt hafa Navalny, eða annar útsendari leyniþjónusta Rússlands, hafi sett eitrið í eða á tebolla Navalny, en ummerki eitursins fundust bæði á höndum hans og bollanum. Navalny er vaknaður úr dái. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að eina mögulega atburðarásin sé að ákvörðun hafi verið tekin í Kreml að kominn væri tími til að þagga í Navalny, sem hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Samkvæmt frétt Zeit hefur lögreglan í Síberíu leitast eftir því að ræða við Navalny og aðstandendur hans vegna málsins. Rannsóknarlögreglumenn er sagðir muna ferðast til Þýskalands til að ræða við Navalny, þegar og ef það verður hægt. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Stuðningsmenn Pútíns vinna stórsigur í sveitarstjórnarkosningum Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. 13. september 2020 23:00 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Yfirvöld í Þýskalandi segja að vísindamenn í Frakklandi og Svíþjóð hafi staðfest að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Áður höfðu sérfræðingar hers Þýskalands komist að sömu niðurstöðu og hafa sýni verið færð vísindamönnum Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) til rannsóknar. Þjóðverjar ítreka ákall sitt eftir útskýringum frá Moskvu. Þar á bæ hafa menn þó ítrekað þvertekið fyrir að hafa eitrað fyrir stjórnarandstæðingnum og hefur talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, haldið því fram að málið sé tilbúningur til að réttlæta viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Þeir segjast engar sannanir hafa séð. Eitrað var fyrir Navalny í Rússlandi í síðasta mánuði og féll hann í dá. Navalny lifði af en þó eingöngu fyrir einskæra heppni og skjót viðbrögð bæði flugstjóra og lækna. Þjóðverja grunar að einn útsendara FSB, leyniþjónustu Rússlands, sem elt hafa Navalny, eða annar útsendari leyniþjónusta Rússlands, hafi sett eitrið í eða á tebolla Navalny, en ummerki eitursins fundust bæði á höndum hans og bollanum. Navalny er vaknaður úr dái. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að eina mögulega atburðarásin sé að ákvörðun hafi verið tekin í Kreml að kominn væri tími til að þagga í Navalny, sem hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Samkvæmt frétt Zeit hefur lögreglan í Síberíu leitast eftir því að ræða við Navalny og aðstandendur hans vegna málsins. Rannsóknarlögreglumenn er sagðir muna ferðast til Þýskalands til að ræða við Navalny, þegar og ef það verður hægt.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Þýskaland Tengdar fréttir Stuðningsmenn Pútíns vinna stórsigur í sveitarstjórnarkosningum Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. 13. september 2020 23:00 Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07 Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05 Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Stuðningsmenn Pútíns vinna stórsigur í sveitarstjórnarkosningum Stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland hefur unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningum þar í landi. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar haft yfirhöndina í sveitarstjórnarkosningum í Síberíu. 13. september 2020 23:00
Navalní sagður geta talað á ný Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní eru sagður geta talað á ný og getur mögulega munað eftir smáatriðum úr flugferðinni örlagaríku þar sem eitrað var fyrir honum. 10. september 2020 08:07
Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 4. september 2020 18:05
Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“