Tíu sekúndna jörðun á lokasókn Þórsara í boði eins af silfurstrákunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 13:30 Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir lokasókn Þórsliðsins í leiknum á móti Aftureldingu. Skjámynd/S2 Sport Ásgeir Örn Hallgrímsson er nýr sérfræðingur í Seinni bylgjunni og hann var ekki ánægður með lokasókn Þórsara á móti Aftureldingu í fyrstu umferðinni. Þórsarar eru nýliðar í Olís deild karla í handbolta og voru nálægt því að taka stig af Aftureldingu í fyrsta leik. Afturelding var 23-22 yfir þegar Þórsliðið fékk síðustu sóknina en hún gekk ekki upp og Afturelding innsiglaði sigurinn úr hraðaupphlaupi rétt áður en leiktíminn rann út. Þessi lokasókn Þórsliðsins fær ekki háa einkunn hjá silfurstráknum Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur séð þær margar á löngum og farsælum ferli sínum í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Þórsliðið fékk tíu sekúndur til að jafna leikinn og ákvað að taka markvörðinn sinn út og spila sjö á sex. „Mér finnst þetta ekki sérstaklega vel útfært hjá þeim,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en Jóhann Gunnar Einarsson, hinn sérfræðingur þáttarins, skaut inn í: „Mér fannst þetta frábærlega útfært,“ sagði Jóhann Gunnar. En hvað var Ásgeir Örn svona ósáttur með? „Hann setur þrjá inn á línu og við tökum eftir því í klippunni að Karolis Stropus og vinstri hornamaðurinn eru bara eitthvað að tala saman eins og þeir séu ekki alveg tilbúnir. Svo kemur leysingin inn og hún fer einhvern veginn á sama stað og línumennirnir eru. Jú, jú, þeir fá allt í lagi færi en mér finnst þetta ekki vera í tempói og þetta er ekki gott skot,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Mér fannst Stropus hafa átt að færa sig aðeins út meira hægra megin því þá hefði verið hægt að senda á hann. Þeir höfðu tíma því við sjáum að Monsi fer upp allan völlinn og nær að skjóta. Þeir skjóta örugglega þegar svona átta sekúndur eru eftir af leiknum. Þeir hefðu kannski þurft að nýta tímann betur. Þegar er svona lítið eftir þá heldur maður að tíu sekúndur séu svo rosalega lítið. Þetta er lengra heldur en maður heldur og maður getur gert miklu meira úr þessu,“ sagði Ásgeir Örn. „Engu að síður. Færið er ekki vonlaust og þetta er skot á mark, það er allt í lagi“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta var tíu sekúnda jörðun á þessari sókn,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en það má sjá umfjöllunina um lokasóknina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokasókn Þórsliðsins gagnrýnd Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson er nýr sérfræðingur í Seinni bylgjunni og hann var ekki ánægður með lokasókn Þórsara á móti Aftureldingu í fyrstu umferðinni. Þórsarar eru nýliðar í Olís deild karla í handbolta og voru nálægt því að taka stig af Aftureldingu í fyrsta leik. Afturelding var 23-22 yfir þegar Þórsliðið fékk síðustu sóknina en hún gekk ekki upp og Afturelding innsiglaði sigurinn úr hraðaupphlaupi rétt áður en leiktíminn rann út. Þessi lokasókn Þórsliðsins fær ekki háa einkunn hjá silfurstráknum Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur séð þær margar á löngum og farsælum ferli sínum í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Þórsliðið fékk tíu sekúndur til að jafna leikinn og ákvað að taka markvörðinn sinn út og spila sjö á sex. „Mér finnst þetta ekki sérstaklega vel útfært hjá þeim,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en Jóhann Gunnar Einarsson, hinn sérfræðingur þáttarins, skaut inn í: „Mér fannst þetta frábærlega útfært,“ sagði Jóhann Gunnar. En hvað var Ásgeir Örn svona ósáttur með? „Hann setur þrjá inn á línu og við tökum eftir því í klippunni að Karolis Stropus og vinstri hornamaðurinn eru bara eitthvað að tala saman eins og þeir séu ekki alveg tilbúnir. Svo kemur leysingin inn og hún fer einhvern veginn á sama stað og línumennirnir eru. Jú, jú, þeir fá allt í lagi færi en mér finnst þetta ekki vera í tempói og þetta er ekki gott skot,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Mér fannst Stropus hafa átt að færa sig aðeins út meira hægra megin því þá hefði verið hægt að senda á hann. Þeir höfðu tíma því við sjáum að Monsi fer upp allan völlinn og nær að skjóta. Þeir skjóta örugglega þegar svona átta sekúndur eru eftir af leiknum. Þeir hefðu kannski þurft að nýta tímann betur. Þegar er svona lítið eftir þá heldur maður að tíu sekúndur séu svo rosalega lítið. Þetta er lengra heldur en maður heldur og maður getur gert miklu meira úr þessu,“ sagði Ásgeir Örn. „Engu að síður. Færið er ekki vonlaust og þetta er skot á mark, það er allt í lagi“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta var tíu sekúnda jörðun á þessari sókn,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en það má sjá umfjöllunina um lokasóknina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokasókn Þórsliðsins gagnrýnd
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira