„Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. september 2020 12:05 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum svo unnt verði að viðhalda ráðningarsambandi því lágmarksmönnun verði að vera til staðar þó ekki sé nema bara til að hægt verði að selja ferðir fyrir næsta sumar þegar faraldurinn verður að öllum líkindum á bak og burt. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ekki óvarlegt að ætla að um 90% starfsfólks í ferðaþjónustunni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. „Langflest fyrirtækjanna sögðu upp sínum starfsmönnum 1. maí og 1. júní og jafnvel 1. júlí þannig að það er farið að saxast verulega á þann fjölda sem vinnur í atvinnugreininni. Við reiknum með því að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót.“ Fyrirtækin stefni að óbreyttu unnvörpum í gjaldþrot. Allt lausafé sé nánast uppurið og þau efnahagsúrræði sem stjórnvöld hafa gripið til séu ekki nægilega umfangsmikil. „Því höfum við verið að kalla eftir fleiri aðgerðum frá ríkisstjórninni til þess að það verði nægur hluti fyrirtækja enn á lífi þegar rofa fer til þannig að við getum tryggt að viðspyrnan verði sem hröðust og kröftugust.“ Forsætisráðherra sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að helsta úrlausnarefnið í dag væru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bjarnheiður gerir sér vonir um að hljóta áheyrn og að stjórnvöld tryggi fyrirtækjum rekstrarstyrki. „Vélarnar þurfa að vera í gangi. Það er ekki hægt að slökkva á öllu eins og stefnir í núna og halda svo að það verði bara hægt að kveikja umsvifalaust á þessu öllu aftur. Við þurfum að hafa einhvern lágmarksfjölda fólks við störf, til dæmis til að selja ferðir fyrir næsta sumar – sem við vonum að verði grundvöllur fyrir – og það er ekkert sem gerist bara einn, tveir og þrír eftir sex eða sjö mánuði.“ Bjarnheiður bendir á að á síðustu árum hafi gríðarlega mikil þekking orðið til í greininni samhliða örum vexti hennar. Starfsfólk hafi byggt um viðskiptasambönd við söluaðila út í heimi sem sárgrætilegt væri ef glötuðust. „Mannauðurinn er gríðarlega mikilvægur. Hér hefur safnast gríðarleg reynsla undanfarin ár og þessi reynsla nær til viðskiptasambanda og persónulegra tengsla fólks við söluaðila erlendis sem væri mjög vont að missa“. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum svo unnt verði að viðhalda ráðningarsambandi því lágmarksmönnun verði að vera til staðar þó ekki sé nema bara til að hægt verði að selja ferðir fyrir næsta sumar þegar faraldurinn verður að öllum líkindum á bak og burt. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ekki óvarlegt að ætla að um 90% starfsfólks í ferðaþjónustunni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. „Langflest fyrirtækjanna sögðu upp sínum starfsmönnum 1. maí og 1. júní og jafnvel 1. júlí þannig að það er farið að saxast verulega á þann fjölda sem vinnur í atvinnugreininni. Við reiknum með því að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót.“ Fyrirtækin stefni að óbreyttu unnvörpum í gjaldþrot. Allt lausafé sé nánast uppurið og þau efnahagsúrræði sem stjórnvöld hafa gripið til séu ekki nægilega umfangsmikil. „Því höfum við verið að kalla eftir fleiri aðgerðum frá ríkisstjórninni til þess að það verði nægur hluti fyrirtækja enn á lífi þegar rofa fer til þannig að við getum tryggt að viðspyrnan verði sem hröðust og kröftugust.“ Forsætisráðherra sagði í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að helsta úrlausnarefnið í dag væru fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bjarnheiður gerir sér vonir um að hljóta áheyrn og að stjórnvöld tryggi fyrirtækjum rekstrarstyrki. „Vélarnar þurfa að vera í gangi. Það er ekki hægt að slökkva á öllu eins og stefnir í núna og halda svo að það verði bara hægt að kveikja umsvifalaust á þessu öllu aftur. Við þurfum að hafa einhvern lágmarksfjölda fólks við störf, til dæmis til að selja ferðir fyrir næsta sumar – sem við vonum að verði grundvöllur fyrir – og það er ekkert sem gerist bara einn, tveir og þrír eftir sex eða sjö mánuði.“ Bjarnheiður bendir á að á síðustu árum hafi gríðarlega mikil þekking orðið til í greininni samhliða örum vexti hennar. Starfsfólk hafi byggt um viðskiptasambönd við söluaðila út í heimi sem sárgrætilegt væri ef glötuðust. „Mannauðurinn er gríðarlega mikilvægur. Hér hefur safnast gríðarleg reynsla undanfarin ár og þessi reynsla nær til viðskiptasambanda og persónulegra tengsla fólks við söluaðila erlendis sem væri mjög vont að missa“.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30
Úrlausnarefnið er ferðaþjónustan Formaður Miðflokksins segir óljóst hver markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar í annarri bylgju kórónuveirufaraldursins sé. Þá hafi lítið samráð verið haft við ferðaþjónustuna. Forsætisráðherra segir úrlausnarefni nú hvernig hægt sé að styðja við greinina. 13. september 2020 13:35