Lífið

Hótaði að ganga út eftir spurninguna um fituprósentu Gotta

Stefán Árni Pálsson skrifar
shshsh

„Umfjöllun um líkamsvirðingu og mikilvægi þess að elska líkama sinn hefur aukist mikið á undanförnum árum. Fólki er ráðlagt að horfa minna á þætti eins og fituprósentu og meira á líkamlegt og andlegt heilbrigði.“

Svona byrjaði Björn Bragi Arnarson, umsjónamaður spurningaþáttarins Kviss, á Stöð 2 á laugardagskvöldið.

Því næst birtist myndband á skjánum af ostastráknum Gotta og var spurt hver væri fituprósenta ostsins Gotta.

Þeir Dóri DNA og Steindi voru í liði fyrir hönd Aftureldingar og þau Guðrún Veiga og Helgi Seljan í liði fyrir hönd Fjarðarbyggðar.

Guðrún Veiga svaraði fyrst og var hennar svar rangt. Því næst svaraði Dóri DNA öruggur: „fjörutíu prósent“ en Steindi stoppaði hann strax af. 

Þeir tóku síðan sameiginlega ákvörðun um að svara 30% og það var rétt svar. Guðrún Veiga var ekki sátt með að seinna svarið fékk að standa og hótaði að ganga út úr salnum. 

Afturelding vann keppnina með tveimur stigum en lokatölur urðu 27-25. Afturelding er því annað liðið á eftir FH til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum.

Næsti þáttur af Kviss er næstkomandi laugardagskvöld kl. 19:00 en þá mætast ÍA og Þróttur. Lið ÍA skipa sjónvarpskonan Eva Laufey og leikarinn Halli Melló en í liði Þróttar eru grínistinn Sóli Hólm og áhrifvaldurinn Sólrún Diego.

Klippa: Hótaði að ganga út eftir spurninguna um fituprósentu Gotta





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.