Fellibylurinn Sally nálgast suðurströnd Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 20:33 Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Krossinn, sem sést á myndinni, er til minningar þeim sem létust vegna fellibyljarins Katrínu. Getty/Joe Raedle Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Talið er að óveðrið muni skella á nokkur ríkja suðurhluta Bandaríkjanna, þar á meðal Flórída, Mississippi og Alabama. Hitabeltisstormurinn Sally var skilgreind sem fellibylur síðdegis í dag, mánudag, og talið er að hann muni ríða yfir suðurströndina í fyrramálið. Sérfræðingar segja að fellibylnum muni fylgja miklar rigningar og miklir vindar, sem geta orðið allt að 135 km/klst. á einhverjum svæðum. Þá geti honum fylgt mannskætt brim sem geti brotist upp á land. Sérfræðingar hafa einnig sagt að fellibyljir hafi verið mjög tíðir í ár miðað við önnur ár. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, varaði íbúa ríkisins við Sally á Twitter í dag og bað fólk um að vera varkárt. Louisiana varð illa úti eftir fellibylinn Láru sem reið yfir í síðasta mánuði og enn hefur ekki tekist að byggja upp það sem skemmdist þá. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Alabama og Mississippi, en Sally hefur verið flokkuð sem fyrsta stigs fellibylur. Sally er nú um 280 km suðaustur af Biloxi í Mississippi og nálgast á ógnarhraða, eða á um 10 kílómetra hraða á klukkustund. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna gaf út í dag að stefna Sally hafi breyst nokkuð og að fellibylurinn muni ekki ríða yfir Louisiana. Hann geti hins vegar valdið miklum öldugangi og flóðbylgjum sem geti leitt af sér mikil flóð í ríkinu. Íbúar í New Orleans sem ekki njóta verndar flóðvarnargarða hafa verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Þá eru enn um 80 þúsund heimili í Louisiana enn rafmagnslaus vegna eftirmála fellibyljarins Láru en aðeins þrjár vikur eru liðnar frá því hann reið yfir. Auk Sally eru fjórir hvirfilbylir í vesturhluta Atlantshafsins – Paulette, Rene, Teddy og Vicky. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Búa sig undir annan fellibyl Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. 14. september 2020 12:47 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Hundruð þúsunda án vatns og rafmagns Íbúar stórs svæðis í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum gætu verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur, eftir að fellibylurinn Lára reið yfir. 29. ágúst 2020 18:49 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Talið er að óveðrið muni skella á nokkur ríkja suðurhluta Bandaríkjanna, þar á meðal Flórída, Mississippi og Alabama. Hitabeltisstormurinn Sally var skilgreind sem fellibylur síðdegis í dag, mánudag, og talið er að hann muni ríða yfir suðurströndina í fyrramálið. Sérfræðingar segja að fellibylnum muni fylgja miklar rigningar og miklir vindar, sem geta orðið allt að 135 km/klst. á einhverjum svæðum. Þá geti honum fylgt mannskætt brim sem geti brotist upp á land. Sérfræðingar hafa einnig sagt að fellibyljir hafi verið mjög tíðir í ár miðað við önnur ár. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, varaði íbúa ríkisins við Sally á Twitter í dag og bað fólk um að vera varkárt. Louisiana varð illa úti eftir fellibylinn Láru sem reið yfir í síðasta mánuði og enn hefur ekki tekist að byggja upp það sem skemmdist þá. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Alabama og Mississippi, en Sally hefur verið flokkuð sem fyrsta stigs fellibylur. Sally er nú um 280 km suðaustur af Biloxi í Mississippi og nálgast á ógnarhraða, eða á um 10 kílómetra hraða á klukkustund. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna gaf út í dag að stefna Sally hafi breyst nokkuð og að fellibylurinn muni ekki ríða yfir Louisiana. Hann geti hins vegar valdið miklum öldugangi og flóðbylgjum sem geti leitt af sér mikil flóð í ríkinu. Íbúar í New Orleans sem ekki njóta verndar flóðvarnargarða hafa verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Þá eru enn um 80 þúsund heimili í Louisiana enn rafmagnslaus vegna eftirmála fellibyljarins Láru en aðeins þrjár vikur eru liðnar frá því hann reið yfir. Auk Sally eru fjórir hvirfilbylir í vesturhluta Atlantshafsins – Paulette, Rene, Teddy og Vicky.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Búa sig undir annan fellibyl Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. 14. september 2020 12:47 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Hundruð þúsunda án vatns og rafmagns Íbúar stórs svæðis í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum gætu verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur, eftir að fellibylurinn Lára reið yfir. 29. ágúst 2020 18:49 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Búa sig undir annan fellibyl Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. 14. september 2020 12:47
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00
Hundruð þúsunda án vatns og rafmagns Íbúar stórs svæðis í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum gætu verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur, eftir að fellibylurinn Lára reið yfir. 29. ágúst 2020 18:49