Þrjátíu kíló farin hjá Fjallinu og hann er ekki hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson er á ferðalagi um Evrópu en notar hvert tækifæri til að æfa hnefaleika. Skjámynd/Youtube Hafþór Júlíus Björnsson er í smá víking í Evrópu þessa dagana en hann kom við í Danmörku á leið til Austurríkis. Hafþór notar samt sem áður hvert tækifæri sem býðst til að æfa hnefaleika. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá æfingu sinni í Kaupmannahöfn í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en hann heldur áfram að undirbúa sig fyrir fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. Í myndbandinu má meðal annars sjá aðdáendur stoppa hann á Strikinu í Kaupmannahöfn og biðja um myndir af sér með Fjallinu. Hafþór fékk að æfa hjá Sik Fight bardagaklúbbnum í Kaupmannahöfn og reyndi sig á móti tvöföldum Evrópumeistara sem heitir Mahdi Jallaw. Hafþór gerði síðan upp æfinguna í lok myndbandsins. Hnefaleikaþjálfarinn Jan Krogsgaard tók á móti honum og leyfði Hafþóri að reyna sig á móti dönskum Evrópumeistara unglinga. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 12, 2020 at 7:12am PDT „Ég var að klára æfingu hjá Sik Fight Club og ég var ánægður með hana. Um tíma var ég alveg orkulaus en það er gott því ég að leggja á mikla vinnu sem er mikilvægt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson „Ég mun koma hingað oftar því ég verð svolítið á ferðinni í Danmörku á næstu mánuðum. Ég hlakka til að eyða tíma hér. Það er gott að ferðast aðeins og fá tækifæri til að boxa á móti nýjum mönnum,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég þakka Mark fyrr að leyfa mér að fylgja honum í hans æfingu sem var virkilega erfitt,“ sagði Hafþór Júlíus og þakkaði fyrir móttökurnar hjá Sik Fight bardagaklúbbnum. „Ég er enn að missa kíló. Ég er um 174 kíló núna þannig að ég búinn að missa þrjátíu kíló síðan ég hóf þetta ferðalag sem er algjör klikkun. Ég býst við því að tapa tíu kílóum til viðbótar á næsta mánuð ,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég hef ekki stefnuna á eina ákveðna þyngd eða sett mér slíkt markmið fyrir næsta sumar. Ég mun halda áfram að vinna og svo sjáum við bara til. Ég ætla mér að vera í nógu góðu formi til að endast allar loturnar,“ sagði Hafþór Júlíus en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er í smá víking í Evrópu þessa dagana en hann kom við í Danmörku á leið til Austurríkis. Hafþór notar samt sem áður hvert tækifæri sem býðst til að æfa hnefaleika. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá æfingu sinni í Kaupmannahöfn í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en hann heldur áfram að undirbúa sig fyrir fyrir bardagann á móti Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári. Í myndbandinu má meðal annars sjá aðdáendur stoppa hann á Strikinu í Kaupmannahöfn og biðja um myndir af sér með Fjallinu. Hafþór fékk að æfa hjá Sik Fight bardagaklúbbnum í Kaupmannahöfn og reyndi sig á móti tvöföldum Evrópumeistara sem heitir Mahdi Jallaw. Hafþór gerði síðan upp æfinguna í lok myndbandsins. Hnefaleikaþjálfarinn Jan Krogsgaard tók á móti honum og leyfði Hafþóri að reyna sig á móti dönskum Evrópumeistara unglinga. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 12, 2020 at 7:12am PDT „Ég var að klára æfingu hjá Sik Fight Club og ég var ánægður með hana. Um tíma var ég alveg orkulaus en það er gott því ég að leggja á mikla vinnu sem er mikilvægt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson „Ég mun koma hingað oftar því ég verð svolítið á ferðinni í Danmörku á næstu mánuðum. Ég hlakka til að eyða tíma hér. Það er gott að ferðast aðeins og fá tækifæri til að boxa á móti nýjum mönnum,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég þakka Mark fyrr að leyfa mér að fylgja honum í hans æfingu sem var virkilega erfitt,“ sagði Hafþór Júlíus og þakkaði fyrir móttökurnar hjá Sik Fight bardagaklúbbnum. „Ég er enn að missa kíló. Ég er um 174 kíló núna þannig að ég búinn að missa þrjátíu kíló síðan ég hóf þetta ferðalag sem er algjör klikkun. Ég býst við því að tapa tíu kílóum til viðbótar á næsta mánuð ,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég hef ekki stefnuna á eina ákveðna þyngd eða sett mér slíkt markmið fyrir næsta sumar. Ég mun halda áfram að vinna og svo sjáum við bara til. Ég ætla mér að vera í nógu góðu formi til að endast allar loturnar,“ sagði Hafþór Júlíus en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Sjá meira