Glazer fjölskyldan hefur tekið fimmtán milljarða út úr Man. United á fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 12:30 Bræðurnir Avram Glazer og Joel Glazer, eigendur Manchester United, taka mynd af sér með knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Getty/ Xavier Bonilla Það er óvissuástand í heiminum enda erum við stödd í miðjum heimsfaraldri. Það reynir á ensku úrvalsdeildarfélögin eins og önnur íþróttafélög þegar innkoman hrynur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni verður opinn fram í október en flest lið fyrir utan Chelsea hafa verið róleg á markaðnum til þessa. Liverpool er dæmi um félag sem vill ekki eyða miklum peningum í núverandi ástandi en Chelsea hefur aftur á móti keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda. Þarna er mikill munur á. Flest félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki efni á að setja mikinn pening í nýja leikmenn án þess að setja reksturinn í uppnám. Það eru aftur á móti nokkur félög sem njóta góðs af því að eiga ríka eigendur. Chelsea: £440 million Liverpool: £75 million Arsenal: £0 Man Utd: -£89 million Yes, Man Utd have PAID their owners £89 million in the last five years Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 14. september 2020 En hversu miklum pening eru þessir eigendur tilbúnir að dæla inn í félögin? Swiss Ramble tók það saman hversu stórum fjárhæðum eigendur ensku úrvalsdeildarfélaganna hafa verið tilbúnir að setja inn í sitt félag. Þar kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Roman Abramovich er í sérflokki meðal eigandanna þegar kemur að því að dæla pening inn í fótboltafélagið og það sést vel á þessari úttekt. Það er kannski ekkert skrítið að Chelsea sé tilbúið að eyða öllum þessum milljónum punda. Roman Abramovich hefur sett 440 milljónir punda inn í Chelsea á síðustu fimm árum sem er miklu meira en allir aðrir eigendur. Næstur kemur eigandi Everton með 229 milljónir punda og þá eigandi Aston Villa með 193 milljónir. Það athyglisverðasta við samantektina er þó félögin á hinum enda listans. Þar eru eigendurnir ekki að láta félagið hafa pening heldur að taka peninginn út. Newcastle hefur borgað Mike Ashley átján milljónir punda á síðustu fimm árum og Daniel Levy hefur fengið 40 milljónir punda frá Tottenham. Það er hins vegar eitt félag í sérflokki. Manchester United hefur nefnilega borgað Glazers fjölskyldunni 89 milljónir punda á síðustu fimm árum en áð eru meira en fimmtán og hálfur milljarður íslenskra króna. #MUFC have paid £209m in last 5 years to fund Glazers ownership structure: £120m interest plus £89m dividends. In fact, in last 10 years they spent an extraordinary £838m on financing: £488m interest, £251m debt repayments & £99m dividends. Took out £140m loan since year-end. pic.twitter.com/iUpefK70IX— Swiss Ramble (@SwissRamble) September 14, 2020 Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Það er óvissuástand í heiminum enda erum við stödd í miðjum heimsfaraldri. Það reynir á ensku úrvalsdeildarfélögin eins og önnur íþróttafélög þegar innkoman hrynur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni verður opinn fram í október en flest lið fyrir utan Chelsea hafa verið róleg á markaðnum til þessa. Liverpool er dæmi um félag sem vill ekki eyða miklum peningum í núverandi ástandi en Chelsea hefur aftur á móti keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda. Þarna er mikill munur á. Flest félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki efni á að setja mikinn pening í nýja leikmenn án þess að setja reksturinn í uppnám. Það eru aftur á móti nokkur félög sem njóta góðs af því að eiga ríka eigendur. Chelsea: £440 million Liverpool: £75 million Arsenal: £0 Man Utd: -£89 million Yes, Man Utd have PAID their owners £89 million in the last five years Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 14. september 2020 En hversu miklum pening eru þessir eigendur tilbúnir að dæla inn í félögin? Swiss Ramble tók það saman hversu stórum fjárhæðum eigendur ensku úrvalsdeildarfélaganna hafa verið tilbúnir að setja inn í sitt félag. Þar kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Roman Abramovich er í sérflokki meðal eigandanna þegar kemur að því að dæla pening inn í fótboltafélagið og það sést vel á þessari úttekt. Það er kannski ekkert skrítið að Chelsea sé tilbúið að eyða öllum þessum milljónum punda. Roman Abramovich hefur sett 440 milljónir punda inn í Chelsea á síðustu fimm árum sem er miklu meira en allir aðrir eigendur. Næstur kemur eigandi Everton með 229 milljónir punda og þá eigandi Aston Villa með 193 milljónir. Það athyglisverðasta við samantektina er þó félögin á hinum enda listans. Þar eru eigendurnir ekki að láta félagið hafa pening heldur að taka peninginn út. Newcastle hefur borgað Mike Ashley átján milljónir punda á síðustu fimm árum og Daniel Levy hefur fengið 40 milljónir punda frá Tottenham. Það er hins vegar eitt félag í sérflokki. Manchester United hefur nefnilega borgað Glazers fjölskyldunni 89 milljónir punda á síðustu fimm árum en áð eru meira en fimmtán og hálfur milljarður íslenskra króna. #MUFC have paid £209m in last 5 years to fund Glazers ownership structure: £120m interest plus £89m dividends. In fact, in last 10 years they spent an extraordinary £838m on financing: £488m interest, £251m debt repayments & £99m dividends. Took out £140m loan since year-end. pic.twitter.com/iUpefK70IX— Swiss Ramble (@SwissRamble) September 14, 2020
Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira