Viðskipti innlent

Ráða nær allt starfsfólkið aftur til starfa

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kristjánsbakarí á Akureyri var stofnað árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins.
Kristjánsbakarí á Akureyri var stofnað árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins. Vísir/vilhelm

Nær allt starfsfólk Kristjánsbakarís á Akureyri hefur verið ráðið aftur til starfa. Starfsfólkinu var öllu sagt upp í júní.

Greint er frá endurráðningunum í Morgunblaðinu í morgun. Þar er haft eftir Vilhjálmi Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Gæðabaksturs sem á og rekur Kristjánsbakarí, að búið væri að ráða aftur megnið af þeim 35 starfsmönnum sem sagt var upp í júní. Þá hefði einnig nýtt fólk verið ráðið til starfa.

Vilhjálmur segir jafnframt að reksturinn síðustu mánuði hafi „sloppið“ og að stjórnendur séu bjartsýnir á framtíð bakarísins.

Kristjánsbakarí var stofnað árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins. Uppsagnirnar í júní voru liður í endurskipulagningu fyrirtækisins en starfsmönnum fækkar um fjóra eftir endurráðningarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×