Fjörutíu milljóna króna framlag vegna neyðarinnar í Lesbos og Líbanon Heimsljós 15. september 2020 12:51 UNICEF/Haidar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld veiti tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos í nýliðinni viku. Þá verður tuttugu milljónum króna varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút í ágústbyrjun og bætist framlagið við það sem greint var frá á sínum tíma. Ófremdarástand ríkir á Lesbos eftir að eldur olli mikilli eyðileggingu á Moria-móttökusvæðinu fyrir skemmstu. Vistarverur hátt í tólf þúsund hælisleitenda, þar af fjögur þúsund barna, brunnu til kaldra kola og margir eiga því ekki í nein hús að venda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur því ákveðið að tuttugu milljónum króna verði veitt til neyðaraðstoðar til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). „Ástandið á Lesbos er grafalvarlegt þar sem þúsundir sem fyrir bjuggu við harðan kost hafa nú misst allt sitt. Það er mat mannúðarstofnana á vettvangi að bregðast verði við þeirri neyð sem þarna ríkir og því höfum við ákveðið að veita þessum fjármunum til að aðstoða bágstadda án tafar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Þá verður tuttugu milljónum króna varið til Lebanon Humanitarian Fund, svæðasjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) í Líbanon vegna áframhaldandi neyðarástands í Beirút í kjölfar sprenginganna þar 4. ágúst síðastliðnn. Þessir fjármunir koma til viðbótar við tuttugu milljóna króna framlag til matvælaaðstoðar í Líbanon sem íslensk stjórnvöld ákváðu skömmu eftir sprengingarnar. „Ríki heims brugðust hratt við hörmungunum í líbönsku höfuðborginni en betur má ef duga skal. Neyðin er enn mikil og bætist við þann vanda sem þjóðin átti við að etja, þar með talið efnahags- og stjórnarkreppu, auk mikils álags vegna flóttamanna frá grannríkjunum. Bregðast verður við, ekki síst til að sporna við enn meiri óstöðugleika í þessum viðkvæma heimshluta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Grikkland Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld veiti tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos í nýliðinni viku. Þá verður tuttugu milljónum króna varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút í ágústbyrjun og bætist framlagið við það sem greint var frá á sínum tíma. Ófremdarástand ríkir á Lesbos eftir að eldur olli mikilli eyðileggingu á Moria-móttökusvæðinu fyrir skemmstu. Vistarverur hátt í tólf þúsund hælisleitenda, þar af fjögur þúsund barna, brunnu til kaldra kola og margir eiga því ekki í nein hús að venda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur því ákveðið að tuttugu milljónum króna verði veitt til neyðaraðstoðar til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). „Ástandið á Lesbos er grafalvarlegt þar sem þúsundir sem fyrir bjuggu við harðan kost hafa nú misst allt sitt. Það er mat mannúðarstofnana á vettvangi að bregðast verði við þeirri neyð sem þarna ríkir og því höfum við ákveðið að veita þessum fjármunum til að aðstoða bágstadda án tafar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Þá verður tuttugu milljónum króna varið til Lebanon Humanitarian Fund, svæðasjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) í Líbanon vegna áframhaldandi neyðarástands í Beirút í kjölfar sprenginganna þar 4. ágúst síðastliðnn. Þessir fjármunir koma til viðbótar við tuttugu milljóna króna framlag til matvælaaðstoðar í Líbanon sem íslensk stjórnvöld ákváðu skömmu eftir sprengingarnar. „Ríki heims brugðust hratt við hörmungunum í líbönsku höfuðborginni en betur má ef duga skal. Neyðin er enn mikil og bætist við þann vanda sem þjóðin átti við að etja, þar með talið efnahags- og stjórnarkreppu, auk mikils álags vegna flóttamanna frá grannríkjunum. Bregðast verður við, ekki síst til að sporna við enn meiri óstöðugleika í þessum viðkvæma heimshluta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Grikkland Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent