Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið.
Samningur Aubameyangs átti að renna út næsta sumar og mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans.
This is where you belong, Auba
— Arsenal (@Arsenal) September 15, 2020
@Aubameyang7 pic.twitter.com/sgViWSBYWf
Aubameyang gekk í raðir Arsenal frá Borussia Dortmund í ársbyrjun 2018. Hann hefur leikið 111 leiki fyrir Arsenal og skorað 72 mörk.
Á síðasta tímabili skoraði Aubameyang sigurmark Arsenal í bikarúrslitaleiknum gegn Chelsea. Hann var einnig valinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni. Aubameyang varð markahæsti leikmaður deildarinnar tímabilið 2018-19 með 22 mörk.
Aubameyang's Arsenal record:
— talkSPORT (@talkSPORT) September 15, 2020
111 games
72 goals
15 assists
1x FA Cup
1x Community Shield
1x Premier League Golden Boot
1x Premier League Team of the Season
I want to become a legend at this club.
He s signed a three-year extension pic.twitter.com/vqOpXgqiLZ
Aubameyang skoraði þriðja mark Arsenal í 0-3 sigrinum á Fulham í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Næsti leikur Arsenal er gegn West Ham United á heimavelli á laugardaginn.
Enginn leikmaður Arsenal hefur þurft færri leiki til að skora 50 úrvalsdeildarmörk fyrir félagið en Aubameyang, eða 79 leiki. Gabonmaðurinn var gerður að fyrirliða Arsenal í nóvember í fyrra.