Hundruð komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun egypskrar fjölskyldu sem sótt hefur um hæli hér á landi. Ráðherrar segjast ekki ætla að bregðast við einstaka málum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Við heyrum í sveitarstjóra Norðurþings um tvo nokkuð skarpa skjálfta sem voru við Skjálfanda í dag.
Þá fjöllum við um stuðningslán viðskiptabankanna en mikil eftirspurn er eftir þeim. Viðskiptasaga fyrir kórónuveirufaraldurinn er fyrst og fremst skoðuð þegar bankarnir meta hvort fyrirtæki eru lífvænleg.
Að auki verðum við í beinni frá Þykkvabæ og fáum að vita hvernig kartöfluuppskeran er í ár.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.