Kvöldfréttir Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum á Sýn. Innlent 21.10.2025 18:06 „Eins og líf skipti engu máli“ Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum á Sýn. Innlent 20.10.2025 18:07 Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Skólastjóri í grunnskóla segir nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Dæmi séu um að þeir hafi þurft að leita læknisaðstoðar. Flugumferðastjórar leggja að óbreyttu niður störf í fimm klukkustundir í kvöld. Ríkissáttasemjari segir deiluna í hnút. Innlent 19.10.2025 18:21 Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar ekki að halda áfram sem formaður Framsóknarflokksins og leggur til að ný forysta verði kjörin á flokksstjórnarfundi í febrúar. Fleiri breytingar voru kynntar á forystu flokksins í dag. Rætt verður við Sigurð Inga í beinni útsendingu í fréttatímanum. Innlent 18.10.2025 18:12 Umdeild brottfararstöð fyrir hælisleitendur og breyting á vörugjaldi bíla Í kvöldfréttum Sýnar verður fjallað um brottfararstöð fyrir hælisleitendur á Suðurnesjum, en dómsmálaráðherra fylgir málinu fast eftir og segir að tilkoma brottfararstöðvar sé mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum. Fréttir 17.10.2025 18:12 Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni vill skoða að tilkynna samninga borgarinnar við olíufélögin um fækkun bensínstöðva til ESA. Skýrsla innri endurskoðunar um samningana var birt í dag og segir oddvitinn mörgum spurningum enn ósvarað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 16.10.2025 18:12 Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur forspárgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti hann haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bíllalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum. Innlent 15.10.2025 18:13 Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var bankinn sýknaður af fjárkröfum stefnenda í málinu, þar sem vextir á láni þeirra sem sóttu málið hækkuðu minna en stýrivextir Seðlabankans. Fjallað verður um dóminn og rýnt í möguleg áhrif hans í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 14.10.2025 18:28 Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, segist hafa mátt þola ómannúðlega meðferð í ísraelsku fangelsi, ásamt félögum sínum úr Frelsisflotanum. Innlent 13.10.2025 18:07 Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Innlent 12.10.2025 18:10 Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Frambjóðendum til varaformanns Miðflokksins fækkaði nokkuð óvænt um einn í dag þegar Bergþór Ólason þingmaður dró framboð sitt til baka. Fjallað verður um ákvörðun hans og landsþing Miðflokksins í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 11.10.2025 18:02 Fékk sýn og vakti heimsathygli Vopnahlé á Gaza tók gildi í hádeginu og tugþúsundir Palestínumanna héldu heim. Margra beið þó ekkert annað en húsarústir. Stærsta mannúðaraðgerð frá seinni heimstyrjöld er fram undan og í kvöldfréttum sjáum við myndir frá Gaza og ræðum við framkvæmdastjóra Rauða krossins. Innlent 10.10.2025 18:06 Söguleg stund Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi. Innlent 9.10.2025 18:07 Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal er í haldi Ísraelsmanna eftir að hafa verið handtekin í nótt um borð í skipi sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Við sjáum myndir frá handtökunni og mótmælum dagsins í kvöldfréttum og ræðum við móður hennar í beinni útsendingu. Innlent 8.10.2025 18:02 Þungt símtal bónda í Skagafirði Tvö ár eru í dag liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael sem markaði jafnframt upphaf hörmunganna á Gaza. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, mætir í myndver og rýnir í friðarviðræðurnar sem nú standa yfir. Innlent 7.10.2025 18:31 Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Flugfélagið Play átti að greiða rúman milljarð í losunarheimildir daginn eftir að félagið varð gjaldþrota í síðustu viku. Upphæðin nemur um helmingi alls þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútgáfu flugfélagsins í ágúst. Við förum yfir málið í kvöldfréttum og kíkjum á fund þeirra sem tóku þátt í fjármögnuninni. Innlent 6.10.2025 18:23 Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist í Rússlandi. Þetta segir lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti síns gamla flokks. Innlent 5.10.2025 18:17 Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Það er enginn bragur af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play að sögn formanns Neytendasamtakanna. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslandi hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða. Innlent 4.10.2025 18:20 Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar og óvelkomin drónaumferð heldur áfram í Evrópu. Þjóðaröryggisráð Íslands fundaði í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kemur í myndver og ræðir fjölþáttaógnir og drónavarnir, sem voru í brennidepli á fundinum. Innlent 3.10.2025 18:11 Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Fyrrverandi forstjóri Play segir sögusagnir og getgátur um úthugsaða fléttu að baki maltnesku dótturfélagi Play ekki eiga stoðir í raunveruleikanum. Hann segir málið mun einfaldara og dapurlegra. Forstjórinn fyrrverandi tjáði sig í fyrsta sinn frá því á mánudag um fall flugfélagsins í yfirlýsingu sem hann sendi út síðdegis. Innlent 2.10.2025 18:13 Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Ríflega áttatíu starfsmenn Play á Möltu bíða eftir að starfsemin hefjist að nýju. Keppst er við að endurnýja samninga um leigu á flugvélum. Farið verður ítarlega yfir stöðu mála í kvöldfréttum. Innlent 1.10.2025 18:13 Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra telur að kanna þurfi hvort krafa verði gerð um að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabúið. Innlent 30.9.2025 18:06 Fall Play frá öllum hliðum Flugfélagið Play er gjaldþrota og hætti starfsemi í morgun. Fjögur hundruð manns misstu vinnuna og þúsundir ferðamanna hafa verið strandaglópar í dag. Forstjóri félagsins telur óvægna umræðu og deilur við starfsfólk meðal þess sem varð félaginu af falli. Innlent 29.9.2025 18:19 Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Fjórir voru drepnir og fjölmargir særðust í umfangsmiklum loftárásum Rússa á Úkraínu. Viðkvæmur öryggisbúnaður í stærsta kjarnorkuveri landsins veldur áhyggjum, en það hefur verið ótengt rafmagni í fimm daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 28.9.2025 18:14 Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Fyrrverandi utanríkisráðherra furðar sig á að þjóðaröryggisráð hafi ekki verið kallað saman í kjölfar drónaflugs í Danmörku. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum en drónum var flogið við flugvöll í Danmörku í gær. Innlent 27.9.2025 18:13 Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Þungir dómar voru kveðnir upp í Gufunesmálinu svokallaða í dag. Við gerum upp málið í kvöldfréttum og ræðum við verjendur sem sögðu daginn þungann fyrir alla sem að því koma. Innlent 26.9.2025 18:01 Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Fleiri flugvöllum í Danmörku var lokað í gærkvöldi og í nótt vegna drónaumferðar. Dönsk stjórnvöld segja ástandið grafalvarlegt og lýsa atvikunum sem skipulagðri fjölþáttaárás. Í kvöldfréttum verðum við í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem ráðamenn funda nú um málið. Innlent 25.9.2025 18:02 Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Allt að sjö ára bið er eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk eða NPA. Einn þeirra sem er á biðlista er baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson. Við ræðum við hann í kvöldfréttum en hann segir aðstandendur setta í þá stöðu að þurfa að fórna sér fyrir ástvini. Innlent 24.9.2025 18:01 Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Enn er ekki vitað hver stóð á bak við drónaflug við flugvelli í Kaupmannahöfn og Osló í gærkvöldi. Forsætisráðherra Danmerkur útilokar ekki Rússa og lýsir atvikinu sem árás á innviði landsins. Utanríkisráðherra Íslands útilokar ekki að kalla þjóðaröryggisráð saman vegna málsins. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn í kvöldfréttum. Innlent 23.9.2025 18:01 Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, telur að hægagangur í kerfinu geri dæmdum brotamönnum kleift að brjóta af sér fyrir afplánun. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum á Sýn og strax að loknum fréttum í Íslandi í dag verður ítarlegt viðtal við hana þar sem hún lýsir því meðal annars hvernig hún komst í samband við þrettán konur sem hafa svipaða sögu að segja af þessum sama manni. Innlent 22.9.2025 18:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 74 ›
Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Mikil óvissa á húsnæðismarkaði hefur veruleg áhrif á kaupendur sem hafa þegar fengið samþykkt greiðslumat. Fasteignasalar óttast afleiðingar þess að fjársterkir kaupendur sitji einir að markaðnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum á Sýn. Innlent 21.10.2025 18:06
„Eins og líf skipti engu máli“ Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum á Sýn. Innlent 20.10.2025 18:07
Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Skólastjóri í grunnskóla segir nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Dæmi séu um að þeir hafi þurft að leita læknisaðstoðar. Flugumferðastjórar leggja að óbreyttu niður störf í fimm klukkustundir í kvöld. Ríkissáttasemjari segir deiluna í hnút. Innlent 19.10.2025 18:21
Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar ekki að halda áfram sem formaður Framsóknarflokksins og leggur til að ný forysta verði kjörin á flokksstjórnarfundi í febrúar. Fleiri breytingar voru kynntar á forystu flokksins í dag. Rætt verður við Sigurð Inga í beinni útsendingu í fréttatímanum. Innlent 18.10.2025 18:12
Umdeild brottfararstöð fyrir hælisleitendur og breyting á vörugjaldi bíla Í kvöldfréttum Sýnar verður fjallað um brottfararstöð fyrir hælisleitendur á Suðurnesjum, en dómsmálaráðherra fylgir málinu fast eftir og segir að tilkoma brottfararstöðvar sé mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum. Fréttir 17.10.2025 18:12
Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni vill skoða að tilkynna samninga borgarinnar við olíufélögin um fækkun bensínstöðva til ESA. Skýrsla innri endurskoðunar um samningana var birt í dag og segir oddvitinn mörgum spurningum enn ósvarað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 16.10.2025 18:12
Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur forspárgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti hann haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bíllalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum. Innlent 15.10.2025 18:13
Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var bankinn sýknaður af fjárkröfum stefnenda í málinu, þar sem vextir á láni þeirra sem sóttu málið hækkuðu minna en stýrivextir Seðlabankans. Fjallað verður um dóminn og rýnt í möguleg áhrif hans í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 14.10.2025 18:28
Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, segist hafa mátt þola ómannúðlega meðferð í ísraelsku fangelsi, ásamt félögum sínum úr Frelsisflotanum. Innlent 13.10.2025 18:07
Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Innlent 12.10.2025 18:10
Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Frambjóðendum til varaformanns Miðflokksins fækkaði nokkuð óvænt um einn í dag þegar Bergþór Ólason þingmaður dró framboð sitt til baka. Fjallað verður um ákvörðun hans og landsþing Miðflokksins í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 11.10.2025 18:02
Fékk sýn og vakti heimsathygli Vopnahlé á Gaza tók gildi í hádeginu og tugþúsundir Palestínumanna héldu heim. Margra beið þó ekkert annað en húsarústir. Stærsta mannúðaraðgerð frá seinni heimstyrjöld er fram undan og í kvöldfréttum sjáum við myndir frá Gaza og ræðum við framkvæmdastjóra Rauða krossins. Innlent 10.10.2025 18:06
Söguleg stund Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi. Innlent 9.10.2025 18:07
Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal er í haldi Ísraelsmanna eftir að hafa verið handtekin í nótt um borð í skipi sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Við sjáum myndir frá handtökunni og mótmælum dagsins í kvöldfréttum og ræðum við móður hennar í beinni útsendingu. Innlent 8.10.2025 18:02
Þungt símtal bónda í Skagafirði Tvö ár eru í dag liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael sem markaði jafnframt upphaf hörmunganna á Gaza. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, mætir í myndver og rýnir í friðarviðræðurnar sem nú standa yfir. Innlent 7.10.2025 18:31
Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Flugfélagið Play átti að greiða rúman milljarð í losunarheimildir daginn eftir að félagið varð gjaldþrota í síðustu viku. Upphæðin nemur um helmingi alls þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútgáfu flugfélagsins í ágúst. Við förum yfir málið í kvöldfréttum og kíkjum á fund þeirra sem tóku þátt í fjármögnuninni. Innlent 6.10.2025 18:23
Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist í Rússlandi. Þetta segir lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti síns gamla flokks. Innlent 5.10.2025 18:17
Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Það er enginn bragur af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play að sögn formanns Neytendasamtakanna. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslandi hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða. Innlent 4.10.2025 18:20
Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar og óvelkomin drónaumferð heldur áfram í Evrópu. Þjóðaröryggisráð Íslands fundaði í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kemur í myndver og ræðir fjölþáttaógnir og drónavarnir, sem voru í brennidepli á fundinum. Innlent 3.10.2025 18:11
Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Fyrrverandi forstjóri Play segir sögusagnir og getgátur um úthugsaða fléttu að baki maltnesku dótturfélagi Play ekki eiga stoðir í raunveruleikanum. Hann segir málið mun einfaldara og dapurlegra. Forstjórinn fyrrverandi tjáði sig í fyrsta sinn frá því á mánudag um fall flugfélagsins í yfirlýsingu sem hann sendi út síðdegis. Innlent 2.10.2025 18:13
Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Ríflega áttatíu starfsmenn Play á Möltu bíða eftir að starfsemin hefjist að nýju. Keppst er við að endurnýja samninga um leigu á flugvélum. Farið verður ítarlega yfir stöðu mála í kvöldfréttum. Innlent 1.10.2025 18:13
Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra telur að kanna þurfi hvort krafa verði gerð um að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabúið. Innlent 30.9.2025 18:06
Fall Play frá öllum hliðum Flugfélagið Play er gjaldþrota og hætti starfsemi í morgun. Fjögur hundruð manns misstu vinnuna og þúsundir ferðamanna hafa verið strandaglópar í dag. Forstjóri félagsins telur óvægna umræðu og deilur við starfsfólk meðal þess sem varð félaginu af falli. Innlent 29.9.2025 18:19
Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Fjórir voru drepnir og fjölmargir særðust í umfangsmiklum loftárásum Rússa á Úkraínu. Viðkvæmur öryggisbúnaður í stærsta kjarnorkuveri landsins veldur áhyggjum, en það hefur verið ótengt rafmagni í fimm daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 28.9.2025 18:14
Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Fyrrverandi utanríkisráðherra furðar sig á að þjóðaröryggisráð hafi ekki verið kallað saman í kjölfar drónaflugs í Danmörku. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum en drónum var flogið við flugvöll í Danmörku í gær. Innlent 27.9.2025 18:13
Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Þungir dómar voru kveðnir upp í Gufunesmálinu svokallaða í dag. Við gerum upp málið í kvöldfréttum og ræðum við verjendur sem sögðu daginn þungann fyrir alla sem að því koma. Innlent 26.9.2025 18:01
Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Fleiri flugvöllum í Danmörku var lokað í gærkvöldi og í nótt vegna drónaumferðar. Dönsk stjórnvöld segja ástandið grafalvarlegt og lýsa atvikunum sem skipulagðri fjölþáttaárás. Í kvöldfréttum verðum við í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem ráðamenn funda nú um málið. Innlent 25.9.2025 18:02
Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Allt að sjö ára bið er eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk eða NPA. Einn þeirra sem er á biðlista er baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson. Við ræðum við hann í kvöldfréttum en hann segir aðstandendur setta í þá stöðu að þurfa að fórna sér fyrir ástvini. Innlent 24.9.2025 18:01
Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Enn er ekki vitað hver stóð á bak við drónaflug við flugvelli í Kaupmannahöfn og Osló í gærkvöldi. Forsætisráðherra Danmerkur útilokar ekki Rússa og lýsir atvikinu sem árás á innviði landsins. Utanríkisráðherra Íslands útilokar ekki að kalla þjóðaröryggisráð saman vegna málsins. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn í kvöldfréttum. Innlent 23.9.2025 18:01
Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, telur að hægagangur í kerfinu geri dæmdum brotamönnum kleift að brjóta af sér fyrir afplánun. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum á Sýn og strax að loknum fréttum í Íslandi í dag verður ítarlegt viðtal við hana þar sem hún lýsir því meðal annars hvernig hún komst í samband við þrettán konur sem hafa svipaða sögu að segja af þessum sama manni. Innlent 22.9.2025 18:02