Íslandsvinirnir koma til greina sem Gulldrengur Evrópu 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2020 11:30 Íslandsheimsókn Phils Foden og Masons Greenwood fyrr í þessum mánuði var eftirminnileg fyrir margra hluta sakir. GETTY/MIKE EGERTON Ensku landsliðsmennrnir Mason Greenwood og Phil Foden eru meðal þeirra 40 sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu. Þessi verðlaun eru veitt þeim unga leikmanni sem hefur leikið best á hverju almanaksári. Miðað er við leikmenn sem eru 21 árs og yngri. Greenwood og Foden léku sinn fyrsta A-landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni um þarsíðustu helgi. Þeir komu sér svo í mikið klandur þegar þeir buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir leikinn. Með því brutu þeir sóttvarnarreglur og var í kjölfarið sparkað út úr enska landsliðshópnum. Erling Håland þykir hvað líklegastur til að verða valinn Gulldrengur Evrópu en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Borussia Dortmund á árinu og þá skoraði hann sín fyrstu mörk fyrir norska A-landsliðið fyrr í þessum mánuði. Meðal annarra leikmanna sem eru tilnefndir til þessara verðlauna má nefna Alphonso Davies, Jadon Sancho og Ansu Fati. Davies var í lykilhlutverki hjá Bayern München sem vann þrefalt, Sancho hélt áfram að gera góða hluti með Dortmund og er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu og Fati, sem leikur með Barcelona, varð á dögunum yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir spænska A-landsliðið. Listann yfir þá leikmenn sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu má sjá hér fyrir neðan. The full list of the 40 Golden Boy 2020 finalists! Who wins it for you? pic.twitter.com/sfuxFNONCt— Footy Accumulators (@FootyAccums) September 16, 2020 Meðal leikmanna sem hafa unnið til þessara verðlauna, sem voru fyrst veitt 2003, eru Lionel Messi, Sergio Agüero, Wayne Rooney, Raheem Sterling, Paul Pogba og Kylian Mbappé. Portúgalinn Joao Félix var valinn Gulldrengur Evrópu í fyrra. Fótbolti Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Ensku landsliðsmennrnir Mason Greenwood og Phil Foden eru meðal þeirra 40 sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu. Þessi verðlaun eru veitt þeim unga leikmanni sem hefur leikið best á hverju almanaksári. Miðað er við leikmenn sem eru 21 árs og yngri. Greenwood og Foden léku sinn fyrsta A-landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni um þarsíðustu helgi. Þeir komu sér svo í mikið klandur þegar þeir buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir leikinn. Með því brutu þeir sóttvarnarreglur og var í kjölfarið sparkað út úr enska landsliðshópnum. Erling Håland þykir hvað líklegastur til að verða valinn Gulldrengur Evrópu en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Borussia Dortmund á árinu og þá skoraði hann sín fyrstu mörk fyrir norska A-landsliðið fyrr í þessum mánuði. Meðal annarra leikmanna sem eru tilnefndir til þessara verðlauna má nefna Alphonso Davies, Jadon Sancho og Ansu Fati. Davies var í lykilhlutverki hjá Bayern München sem vann þrefalt, Sancho hélt áfram að gera góða hluti með Dortmund og er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu og Fati, sem leikur með Barcelona, varð á dögunum yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir spænska A-landsliðið. Listann yfir þá leikmenn sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu má sjá hér fyrir neðan. The full list of the 40 Golden Boy 2020 finalists! Who wins it for you? pic.twitter.com/sfuxFNONCt— Footy Accumulators (@FootyAccums) September 16, 2020 Meðal leikmanna sem hafa unnið til þessara verðlauna, sem voru fyrst veitt 2003, eru Lionel Messi, Sergio Agüero, Wayne Rooney, Raheem Sterling, Paul Pogba og Kylian Mbappé. Portúgalinn Joao Félix var valinn Gulldrengur Evrópu í fyrra.
Fótbolti Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira