Enski boltinn

Enginn frá Liverpool en þrír frá Arsenal meðal tíu launahæstu leikmanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil og Pierre-Emerick Aubameyang fá mjög vel borgað hjá Arsenal.
Mesut Özil og Pierre-Emerick Aubameyang fá mjög vel borgað hjá Arsenal. Getty/Stuart MacFarlane

Pierre-Emerick Aubameyang er orðinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við Arsenal.

Pierre-Emerick Aubameyang komst upp fyrir Mesut Özil í launum um leið og hann skrifaði undir nýjan samning við Arsenal í fyrradag.

Aubameyang sagður vera með meira en 350 þúsund pund í vikulaun en meira en 62 milljónir íslenskra króna. Özil er að fá 350 þúsund pund á viku eða tæplega 62 milljónir.

Arsenal er í fjárhagsvandræðum vegna kórónuveirunnar og hefur þurft að segja upp fullt af starfsmönnum en félagið borgar engu að síður tveimur leikmönnum sínum meira en nokkuð annað félag í ensku úrvalsdeildinni.

Tveir af Arsenal mönnunum inn á topp tíu listanum voru að fá nýjan samning. Það eru Pierre-Emerick Aubameyang og svo Willian sem kom á frjálsri sölu frá Chelsea í sumar.

Í framhaldi af samningi Pierre-Emerick Aubameyang hafa menn sett saman topp tíu lista yfir launahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Arsenal, Manchester United og Manchester City eiga öll þrjá leikmenn hvert félag á listanum og eini Chelsea maðurinn er Kai Havertz sem var að semja við félagið.

Fyrir þetta sumar þá voru aðeins Mesut Özil hjá Arsenal, David de Gea hjá Manchester United og Kevin De Bruyne hjá Manchester City með hærri laun en hinn 21 árs gamli Kai Havertz fær nú hjá Chelsea.

Það er aftur á móti enginn Liverpool leikmaður á topp tíu listanum en Liverpool vann engu að síður ensku úrvalsdeildina með yfirburðum á síðustu leiktíð.

Topp tíu listinn yfir launahæstu leikmennina í ensku úrvalsdeildinni:

  • 1. Pierre-Emerick Aubameyang, Arsenal: Meira en 350 þúsund pund á viku
  • 2. Mesut Ozil, Arsenal: 350 þúsund pund á viku
  • 3. David de Gea, Man United: 350 þúsund pund á viku
  • 4. Kevin De Bruyne, Man City: 320 þúsund pund á viku
  • 5. Kai Havertz, Chelsea: 310 þúsund pund á viku
  • 6. Raheem Sterling, Man City: 300 þúsund pund á viku
  • 7. Paul Pogba, Man United: 290 þúsund pund á viku
  • 8. Anthony Martial, Man United: 250 þúsund pund á viku
  • 9. Sergio Aguero, Man City: 230 þúsund pund á viku
  • 10. Willian, Arsenal: 220 þúsund pund á viku



Fleiri fréttir

Sjá meira


×