Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2020 12:03 Icelandair hefur aflýst miklum fjölda flugferða eftir að sóttvarnareglur voru hertar við landamærin hinn 19. ágúst. Ef áhrifa kórónufaraldurins á flug gætir enn í ríkum mæli í lok næsta sumars er hugsanlegt að félagið nýti sér lánalínur með ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti á dögunum. Vísir/Vilhelm Ef áhrif kórónufaraldursins dragast á langinn og lítið sem ekkert verður flogið á vegum Icelandair á næsta sumri mun félagið draga á lánalínur með ríkisábyrgð. Endanleg niðurstaða í hlutafjárútboði Icelandair liggur ekki fyrir fyrr en á morgun. Viðtökur lífeyrissjóða sem í dag eiga samanlagt 53,33 prósent í Icelandair skipta sköpum í hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag. Forsvarsmenn sjóðanna eru hins vegar þöglir sem gröfin um fyrirætlanir sínar í útboðinu. Ekki er reiknað er með að heildarniðurstöður útboðsins verði kynntar fyrr en á morgun. Ef eftirspurn eftir hlutum reynist meiri en framboð þarf að deila hlutunum út eftir fyrirframgefnum reglum. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair sagði á kynningarfundi í gær að reiknað væri með að lítið verði flogið fram á næsta vor þegar flug tæki að aukast á ný. Framleiðslan verði ekki komin á sama stað og fyrir kórónufaraldurinn fyrr en á árinu 2024. Mikið tap verði á félaginu á þessu ári og ekki búist við hagnaði fyrr en árið 2022. Bogi Nils Bogason er bjartsýnn á framtíð og möguleika Icelandair. Mikið veltur hins vegar á hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag.Vísir/Vilhelm Samningar félagsins við lánadrottna, birgja og fleiri aðila eru háðir því að hlutafjárútboðið gangi samkvæmt áætlunum. Það á einnig við um tryggða sölu hlutabréfa til Landsbanka og Íslandsbanka upp á samtals sex milljaðra og ríkisábyrgðina á lánalínum til félagsins upp á 90 prósent af 120 milljónum dollara eða að hámarki 15 milljarða króna. Eva Sóley sagði grunnsviðsmynd félagsins ekki gera ráð fyrir að lánalínurnar verði nýttar. “En ef til kemur að eftirspurnin tekur ekki við sér á næsta ári og við verðum áfram í lágmarks eða mjög lítilli framleiðslu, þá með sumrinu eða haustinu 2021 á næsta ári færum við að nýta ríkislínuna og draga á hana. Þannig að hún kemur okkur í gegnum lengra tímabil í engri framleiðslu ef eftirspurnin tekur ekki við sér,” sagði Eva Sóley. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er hins vegar bjartsýnn á framtíð félagsins og möguleika þess til að ná fyrri stöðu og hefur sagt ríkisábyrgðina vera til þrautavara. Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Markaðir Tengdar fréttir Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21 Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Ef áhrif kórónufaraldursins dragast á langinn og lítið sem ekkert verður flogið á vegum Icelandair á næsta sumri mun félagið draga á lánalínur með ríkisábyrgð. Endanleg niðurstaða í hlutafjárútboði Icelandair liggur ekki fyrir fyrr en á morgun. Viðtökur lífeyrissjóða sem í dag eiga samanlagt 53,33 prósent í Icelandair skipta sköpum í hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag. Forsvarsmenn sjóðanna eru hins vegar þöglir sem gröfin um fyrirætlanir sínar í útboðinu. Ekki er reiknað er með að heildarniðurstöður útboðsins verði kynntar fyrr en á morgun. Ef eftirspurn eftir hlutum reynist meiri en framboð þarf að deila hlutunum út eftir fyrirframgefnum reglum. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair sagði á kynningarfundi í gær að reiknað væri með að lítið verði flogið fram á næsta vor þegar flug tæki að aukast á ný. Framleiðslan verði ekki komin á sama stað og fyrir kórónufaraldurinn fyrr en á árinu 2024. Mikið tap verði á félaginu á þessu ári og ekki búist við hagnaði fyrr en árið 2022. Bogi Nils Bogason er bjartsýnn á framtíð og möguleika Icelandair. Mikið veltur hins vegar á hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag.Vísir/Vilhelm Samningar félagsins við lánadrottna, birgja og fleiri aðila eru háðir því að hlutafjárútboðið gangi samkvæmt áætlunum. Það á einnig við um tryggða sölu hlutabréfa til Landsbanka og Íslandsbanka upp á samtals sex milljaðra og ríkisábyrgðina á lánalínum til félagsins upp á 90 prósent af 120 milljónum dollara eða að hámarki 15 milljarða króna. Eva Sóley sagði grunnsviðsmynd félagsins ekki gera ráð fyrir að lánalínurnar verði nýttar. “En ef til kemur að eftirspurnin tekur ekki við sér á næsta ári og við verðum áfram í lágmarks eða mjög lítilli framleiðslu, þá með sumrinu eða haustinu 2021 á næsta ári færum við að nýta ríkislínuna og draga á hana. Þannig að hún kemur okkur í gegnum lengra tímabil í engri framleiðslu ef eftirspurnin tekur ekki við sér,” sagði Eva Sóley. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er hins vegar bjartsýnn á framtíð félagsins og möguleika þess til að ná fyrri stöðu og hefur sagt ríkisábyrgðina vera til þrautavara.
Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Markaðir Tengdar fréttir Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21 Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45
Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54
Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21