Dómur yfir manni sem braut gegn eiginkonu og syni þyngdur Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2020 16:55 Hæstiréttur Íslands taldi ástæðu til að þyngja refsingu mannsins. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur þyngdi í dag fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni og brjóta gegn syni sínum. Maðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi en hann braut einnig gegn nálgunarbanni gagnvart konunni með því að koma fyrir staðsetningartæki í bifreið hennar. Upphaflega var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 en Landsréttur mildaði refsingu hans í þrjú ár í september í fyrra. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni í tvígang í febrúar árið 2016. Í annað skiptið svipti hann konuna frelsi eftir að hann misnotaði hana kynferðislega. Hann var einnig sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað horft á klámmyndir og fróað sér fyrir framan þá níu ára gamlan son sinn. Þá var hann dæmdur sekur um að hafa brotið 950 sinnum gegn nálgunarbanni með því að hafa komið fyrir GPS-eftirfararbúnaði í bíl konunnar. Fyrir Hæstarétti krafðist maðurinn þess að Landsréttardómurinn yrði ómerktur á þeim forsendum að þar hafi framburði sonar hans verið vikið til hliðar og hann ekki lagður til grundvallar við sönnunarmat. Framburður sonarins ættu jafnframt að leiða til sýknu af þeim ákærulið sem varðaði hann. Hæstiréttur taldi framburð sonarins þó fjarri því manninum í hag og það hafi síður en svo komið að sök fyrir manninn að Landsréttur hafi ekki tekið tillit til hans við sönnunarmat. Því hafnaði rétturinn ómerkingarkröfunni. Við ákvörðun refsingar mannsins í Hæstarétti var litið til þess að ásetningur hans við brotin hafi verið „styrkur og einbeittur“. Annað nauðgunarbrotið hafi verið framið á sérstaklega meiðandi hátt. Honum var einnig metið til refsiþyngingar að brotin beindust gegn eiginkonu hans og syni. Hæstiréttur taldi lagaheimild þó skorta til að líta til skilorðsbundinna dóma sem maðurinn hafði hlotið í Póllandi. Ákvað Hæstiréttur refsingu mannsins hæfilega sex ár í fangelsi en frá henni dregst gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 23. febrúar til 4. mars 2016. Maðurinn þarf að greiða þrjá milljónir króna auk málskostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í dag fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni og brjóta gegn syni sínum. Maðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi en hann braut einnig gegn nálgunarbanni gagnvart konunni með því að koma fyrir staðsetningartæki í bifreið hennar. Upphaflega var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 en Landsréttur mildaði refsingu hans í þrjú ár í september í fyrra. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni í tvígang í febrúar árið 2016. Í annað skiptið svipti hann konuna frelsi eftir að hann misnotaði hana kynferðislega. Hann var einnig sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað horft á klámmyndir og fróað sér fyrir framan þá níu ára gamlan son sinn. Þá var hann dæmdur sekur um að hafa brotið 950 sinnum gegn nálgunarbanni með því að hafa komið fyrir GPS-eftirfararbúnaði í bíl konunnar. Fyrir Hæstarétti krafðist maðurinn þess að Landsréttardómurinn yrði ómerktur á þeim forsendum að þar hafi framburði sonar hans verið vikið til hliðar og hann ekki lagður til grundvallar við sönnunarmat. Framburður sonarins ættu jafnframt að leiða til sýknu af þeim ákærulið sem varðaði hann. Hæstiréttur taldi framburð sonarins þó fjarri því manninum í hag og það hafi síður en svo komið að sök fyrir manninn að Landsréttur hafi ekki tekið tillit til hans við sönnunarmat. Því hafnaði rétturinn ómerkingarkröfunni. Við ákvörðun refsingar mannsins í Hæstarétti var litið til þess að ásetningur hans við brotin hafi verið „styrkur og einbeittur“. Annað nauðgunarbrotið hafi verið framið á sérstaklega meiðandi hátt. Honum var einnig metið til refsiþyngingar að brotin beindust gegn eiginkonu hans og syni. Hæstiréttur taldi lagaheimild þó skorta til að líta til skilorðsbundinna dóma sem maðurinn hafði hlotið í Póllandi. Ákvað Hæstiréttur refsingu mannsins hæfilega sex ár í fangelsi en frá henni dregst gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 23. febrúar til 4. mars 2016. Maðurinn þarf að greiða þrjá milljónir króna auk málskostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira