Dómur yfir manni sem braut gegn eiginkonu og syni þyngdur Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2020 16:55 Hæstiréttur Íslands taldi ástæðu til að þyngja refsingu mannsins. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur þyngdi í dag fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni og brjóta gegn syni sínum. Maðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi en hann braut einnig gegn nálgunarbanni gagnvart konunni með því að koma fyrir staðsetningartæki í bifreið hennar. Upphaflega var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 en Landsréttur mildaði refsingu hans í þrjú ár í september í fyrra. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni í tvígang í febrúar árið 2016. Í annað skiptið svipti hann konuna frelsi eftir að hann misnotaði hana kynferðislega. Hann var einnig sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað horft á klámmyndir og fróað sér fyrir framan þá níu ára gamlan son sinn. Þá var hann dæmdur sekur um að hafa brotið 950 sinnum gegn nálgunarbanni með því að hafa komið fyrir GPS-eftirfararbúnaði í bíl konunnar. Fyrir Hæstarétti krafðist maðurinn þess að Landsréttardómurinn yrði ómerktur á þeim forsendum að þar hafi framburði sonar hans verið vikið til hliðar og hann ekki lagður til grundvallar við sönnunarmat. Framburður sonarins ættu jafnframt að leiða til sýknu af þeim ákærulið sem varðaði hann. Hæstiréttur taldi framburð sonarins þó fjarri því manninum í hag og það hafi síður en svo komið að sök fyrir manninn að Landsréttur hafi ekki tekið tillit til hans við sönnunarmat. Því hafnaði rétturinn ómerkingarkröfunni. Við ákvörðun refsingar mannsins í Hæstarétti var litið til þess að ásetningur hans við brotin hafi verið „styrkur og einbeittur“. Annað nauðgunarbrotið hafi verið framið á sérstaklega meiðandi hátt. Honum var einnig metið til refsiþyngingar að brotin beindust gegn eiginkonu hans og syni. Hæstiréttur taldi lagaheimild þó skorta til að líta til skilorðsbundinna dóma sem maðurinn hafði hlotið í Póllandi. Ákvað Hæstiréttur refsingu mannsins hæfilega sex ár í fangelsi en frá henni dregst gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 23. febrúar til 4. mars 2016. Maðurinn þarf að greiða þrjá milljónir króna auk málskostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í dag fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni og brjóta gegn syni sínum. Maðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi en hann braut einnig gegn nálgunarbanni gagnvart konunni með því að koma fyrir staðsetningartæki í bifreið hennar. Upphaflega var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 en Landsréttur mildaði refsingu hans í þrjú ár í september í fyrra. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nauðga eiginkonu sinni í tvígang í febrúar árið 2016. Í annað skiptið svipti hann konuna frelsi eftir að hann misnotaði hana kynferðislega. Hann var einnig sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa ítrekað horft á klámmyndir og fróað sér fyrir framan þá níu ára gamlan son sinn. Þá var hann dæmdur sekur um að hafa brotið 950 sinnum gegn nálgunarbanni með því að hafa komið fyrir GPS-eftirfararbúnaði í bíl konunnar. Fyrir Hæstarétti krafðist maðurinn þess að Landsréttardómurinn yrði ómerktur á þeim forsendum að þar hafi framburði sonar hans verið vikið til hliðar og hann ekki lagður til grundvallar við sönnunarmat. Framburður sonarins ættu jafnframt að leiða til sýknu af þeim ákærulið sem varðaði hann. Hæstiréttur taldi framburð sonarins þó fjarri því manninum í hag og það hafi síður en svo komið að sök fyrir manninn að Landsréttur hafi ekki tekið tillit til hans við sönnunarmat. Því hafnaði rétturinn ómerkingarkröfunni. Við ákvörðun refsingar mannsins í Hæstarétti var litið til þess að ásetningur hans við brotin hafi verið „styrkur og einbeittur“. Annað nauðgunarbrotið hafi verið framið á sérstaklega meiðandi hátt. Honum var einnig metið til refsiþyngingar að brotin beindust gegn eiginkonu hans og syni. Hæstiréttur taldi lagaheimild þó skorta til að líta til skilorðsbundinna dóma sem maðurinn hafði hlotið í Póllandi. Ákvað Hæstiréttur refsingu mannsins hæfilega sex ár í fangelsi en frá henni dregst gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 23. febrúar til 4. mars 2016. Maðurinn þarf að greiða þrjá milljónir króna auk málskostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira