Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Sylvía Hall skrifar 17. september 2020 23:07 Christopher Wray, forstjóri FBI. Vísir/Getty Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Það sé gert með það að markmiði að grafa undan kosningabaráttu hans. Þetta kom fram á fundi Wray með þjóðaröryggisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði að lögreglan hafi nú þegar orðið vör við „mjög greinilegar tilraunir Rússa“ til þess að hafa áhrif á kosningabaráttuna og að slíkt gæti haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér. Traust almennings til kosninganna yrði þeim mun minna. "We certainly have seen very active, very active efforts by the Russians to influence our election in 2020," FBI Dir. Wray testifies, "primarily through what we would call malign foreign influence" as opposed to targeting election infrastructure. https://t.co/JsAo4rT8TM pic.twitter.com/PvXwPhsZa8— ABC News (@ABC) September 17, 2020 Á fundinum sagði Wray að áhersla yrði lögð á koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar færu í mikla dreifingu. Rússar væru meðal annars að nota samfélagsmiðla og ríkismiðla til þess að koma neikvæðum fréttum um Biden í umferð og skapa þannig sundrung og ófrið. Umræða um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum var hávær eftir að Trump náði kjöri árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan fullyrti að rússneska fyrirtækið Internet Research Agency hefði verið notuð til þess að há upplýsingahernað í aðdraganda forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Facebook tilkynnti fyrr í mánuðinum að það hefði lokað fyrir svokallaðan „tröllahóp“ sem væri enn á ný að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Þá ákvað fyrirtækið að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda kosninganna og sagði Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, að þetta væri gert til þess að sporna gegn rangfærslum og lygum. Joe Biden er frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember. AP/Carolyn Kaster Kínverjar reyni að koma Trump frá völdum Í ágúst síðastliðnum var birt yfirlýsing frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember næstkomandi. Þar kom fram að kínversk stjórnvöld vonuðust til þess að Trump næði ekki endurkjöri á meðan Rússar beittu sér gegn Biden. Að hans sögn vilja Kínverjar og Íranir sjá Biden ná kjöri í nóvember. „Við metum það svo að Kína vilji að Trump forseti, sem Beijing telur óútreiknanlegan, vinni ekki kosningarnar. Kína hefur verið að reyna að auka áhrif sín fyrir nóvembermánuð til þess að móta stefnumótunarumhverfið í Bandaríkjunum, setja þrýsting á stjórnmálamenn sem talið er að vinni gegn hagsmunum Kínverja og berjast gegn gagnrýni á Kína,“ sagði Evanina í yfirlýsingunni. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Íranir eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofnunum og forsetanum. Stjórnvöld þar í landi reyni að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar með áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum, en þeir óttist að harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gegn þeim haldi áfram nái Trump kjöri á ný. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Samfélagsmiðlar Kína Íran Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30 Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20 Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Það sé gert með það að markmiði að grafa undan kosningabaráttu hans. Þetta kom fram á fundi Wray með þjóðaröryggisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði að lögreglan hafi nú þegar orðið vör við „mjög greinilegar tilraunir Rússa“ til þess að hafa áhrif á kosningabaráttuna og að slíkt gæti haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér. Traust almennings til kosninganna yrði þeim mun minna. "We certainly have seen very active, very active efforts by the Russians to influence our election in 2020," FBI Dir. Wray testifies, "primarily through what we would call malign foreign influence" as opposed to targeting election infrastructure. https://t.co/JsAo4rT8TM pic.twitter.com/PvXwPhsZa8— ABC News (@ABC) September 17, 2020 Á fundinum sagði Wray að áhersla yrði lögð á koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar færu í mikla dreifingu. Rússar væru meðal annars að nota samfélagsmiðla og ríkismiðla til þess að koma neikvæðum fréttum um Biden í umferð og skapa þannig sundrung og ófrið. Umræða um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum var hávær eftir að Trump náði kjöri árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan fullyrti að rússneska fyrirtækið Internet Research Agency hefði verið notuð til þess að há upplýsingahernað í aðdraganda forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Facebook tilkynnti fyrr í mánuðinum að það hefði lokað fyrir svokallaðan „tröllahóp“ sem væri enn á ný að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Þá ákvað fyrirtækið að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda kosninganna og sagði Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, að þetta væri gert til þess að sporna gegn rangfærslum og lygum. Joe Biden er frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember. AP/Carolyn Kaster Kínverjar reyni að koma Trump frá völdum Í ágúst síðastliðnum var birt yfirlýsing frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember næstkomandi. Þar kom fram að kínversk stjórnvöld vonuðust til þess að Trump næði ekki endurkjöri á meðan Rússar beittu sér gegn Biden. Að hans sögn vilja Kínverjar og Íranir sjá Biden ná kjöri í nóvember. „Við metum það svo að Kína vilji að Trump forseti, sem Beijing telur óútreiknanlegan, vinni ekki kosningarnar. Kína hefur verið að reyna að auka áhrif sín fyrir nóvembermánuð til þess að móta stefnumótunarumhverfið í Bandaríkjunum, setja þrýsting á stjórnmálamenn sem talið er að vinni gegn hagsmunum Kínverja og berjast gegn gagnrýni á Kína,“ sagði Evanina í yfirlýsingunni. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Íranir eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofnunum og forsetanum. Stjórnvöld þar í landi reyni að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar með áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum, en þeir óttist að harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gegn þeim haldi áfram nái Trump kjöri á ný.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Samfélagsmiðlar Kína Íran Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30 Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20 Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30
Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20
Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00