„Liverpool er að fá mögulega besta miðjumann heims fyrir fimm milljónir punda á ári“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 09:31 Thiago Alcantara tekur mynd af sér með Meistaradeildarbikarinn eftir sigurinn með Bayern München í ágúst. Getty/Michael Regan Það efast enginn um það að Englandsmeistarar Liverpool eru að fá frábæran leikmann í spænska miðjumanninum Thiago Alacantara og það má sjá á orðum eins knattspyrnusérfræðingsins á Sky Sports. Kaveh Solhekol, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, er hreinlega gáttaður á því að Liverpool hafi tekist að landa Thiago Alacantara fyrir ekki meiri pening. Liverpool kaupir Thiago Alacantara á tuttugu milljónir punda og hann mun gera fjögurra ára samning við félagið til ársins 2024. „Þetta sýnir hvar Liverpool stendur í fótboltaheiminum á þessari stundu. Við erum að tala um leikmann sem var hjá Bayern München og hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hann er búinn að vinna sex titla í röð og var að landa Evrópumeistaratitlinum,“ sagði Kaveh Solhekol. Thiago was desperate to join Liverpool by weeks. During August negotiations, #LFC were ready to offer 20m. But Bayern Münich always asked for 30m and now Liverpool are gonna match the price tag. Man United just contacted his agent but never made a real bid. #LFC #MUFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2020 „Bayern setti nýjan fjögurra ára samning á borðið fyrir framan hann og hann ætlaði að skrifa undir hann. Á síðustu stundu skipti hann um skoðun og sagðist þurft nýja áskorun. Sú áskorun er að spila fyrir Liverpool og fyrir Jürgen Klopp. Það sýnir okkur hversu mikið aðdráttarafl Liverpool liðið hefur í dag,“ sagði Solhekol. „Þegar maður skoðar síðan samninginn. Það var sagt að Liverpool myndi aldrei borga uppgefið verð fyrir Thiago sem voru 30 milljónir evra. Þegar við skoðum samninginn núna þá sjáum við að þetta er í raun ótrúlegur samningur fyrir Liverpool,“ sagði Solhekol. „Liverpool er að borga tuttugu milljónir punda fyrir fjögur ár af Thiago sem gera fimm milljónir punda á ári. Liverpool er því að fá mögulega besta miðjumann heims fyrir fimm milljónir punda á ári,“ sagði Solhekol. „Að fá eins góðan leikmann og Thiago fyrir aðeins fimm milljónir punda á ári fær mann til að segja að þetta séu ótrúleg viðskipti hjá Liverpool. Þetta sýnir hversu hátt metið Liverpool er í heimsfótboltanum. Fyrir leikmann að snúa baki við Bayern München og fara til Liverpool eru frábærar fréttir fyrir félagið,“ sagði Solhekol. Það má sjá allt sem hann sagði hér fyrir neðan. "The deal is incredible for Liverpool, they are paying £5m a year for the best midfielder in the word, it is the best lease purchase I have seen!" @SkyKaveh on Thiago to Liverpool pic.twitter.com/vIKOY1EEDQ— Football Daily (@footballdaily) September 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Það efast enginn um það að Englandsmeistarar Liverpool eru að fá frábæran leikmann í spænska miðjumanninum Thiago Alacantara og það má sjá á orðum eins knattspyrnusérfræðingsins á Sky Sports. Kaveh Solhekol, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, er hreinlega gáttaður á því að Liverpool hafi tekist að landa Thiago Alacantara fyrir ekki meiri pening. Liverpool kaupir Thiago Alacantara á tuttugu milljónir punda og hann mun gera fjögurra ára samning við félagið til ársins 2024. „Þetta sýnir hvar Liverpool stendur í fótboltaheiminum á þessari stundu. Við erum að tala um leikmann sem var hjá Bayern München og hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hann er búinn að vinna sex titla í röð og var að landa Evrópumeistaratitlinum,“ sagði Kaveh Solhekol. Thiago was desperate to join Liverpool by weeks. During August negotiations, #LFC were ready to offer 20m. But Bayern Münich always asked for 30m and now Liverpool are gonna match the price tag. Man United just contacted his agent but never made a real bid. #LFC #MUFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2020 „Bayern setti nýjan fjögurra ára samning á borðið fyrir framan hann og hann ætlaði að skrifa undir hann. Á síðustu stundu skipti hann um skoðun og sagðist þurft nýja áskorun. Sú áskorun er að spila fyrir Liverpool og fyrir Jürgen Klopp. Það sýnir okkur hversu mikið aðdráttarafl Liverpool liðið hefur í dag,“ sagði Solhekol. „Þegar maður skoðar síðan samninginn. Það var sagt að Liverpool myndi aldrei borga uppgefið verð fyrir Thiago sem voru 30 milljónir evra. Þegar við skoðum samninginn núna þá sjáum við að þetta er í raun ótrúlegur samningur fyrir Liverpool,“ sagði Solhekol. „Liverpool er að borga tuttugu milljónir punda fyrir fjögur ár af Thiago sem gera fimm milljónir punda á ári. Liverpool er því að fá mögulega besta miðjumann heims fyrir fimm milljónir punda á ári,“ sagði Solhekol. „Að fá eins góðan leikmann og Thiago fyrir aðeins fimm milljónir punda á ári fær mann til að segja að þetta séu ótrúleg viðskipti hjá Liverpool. Þetta sýnir hversu hátt metið Liverpool er í heimsfótboltanum. Fyrir leikmann að snúa baki við Bayern München og fara til Liverpool eru frábærar fréttir fyrir félagið,“ sagði Solhekol. Það má sjá allt sem hann sagði hér fyrir neðan. "The deal is incredible for Liverpool, they are paying £5m a year for the best midfielder in the word, it is the best lease purchase I have seen!" @SkyKaveh on Thiago to Liverpool pic.twitter.com/vIKOY1EEDQ— Football Daily (@footballdaily) September 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira