„Liverpool er að fá mögulega besta miðjumann heims fyrir fimm milljónir punda á ári“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 09:31 Thiago Alcantara tekur mynd af sér með Meistaradeildarbikarinn eftir sigurinn með Bayern München í ágúst. Getty/Michael Regan Það efast enginn um það að Englandsmeistarar Liverpool eru að fá frábæran leikmann í spænska miðjumanninum Thiago Alacantara og það má sjá á orðum eins knattspyrnusérfræðingsins á Sky Sports. Kaveh Solhekol, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, er hreinlega gáttaður á því að Liverpool hafi tekist að landa Thiago Alacantara fyrir ekki meiri pening. Liverpool kaupir Thiago Alacantara á tuttugu milljónir punda og hann mun gera fjögurra ára samning við félagið til ársins 2024. „Þetta sýnir hvar Liverpool stendur í fótboltaheiminum á þessari stundu. Við erum að tala um leikmann sem var hjá Bayern München og hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hann er búinn að vinna sex titla í röð og var að landa Evrópumeistaratitlinum,“ sagði Kaveh Solhekol. Thiago was desperate to join Liverpool by weeks. During August negotiations, #LFC were ready to offer 20m. But Bayern Münich always asked for 30m and now Liverpool are gonna match the price tag. Man United just contacted his agent but never made a real bid. #LFC #MUFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2020 „Bayern setti nýjan fjögurra ára samning á borðið fyrir framan hann og hann ætlaði að skrifa undir hann. Á síðustu stundu skipti hann um skoðun og sagðist þurft nýja áskorun. Sú áskorun er að spila fyrir Liverpool og fyrir Jürgen Klopp. Það sýnir okkur hversu mikið aðdráttarafl Liverpool liðið hefur í dag,“ sagði Solhekol. „Þegar maður skoðar síðan samninginn. Það var sagt að Liverpool myndi aldrei borga uppgefið verð fyrir Thiago sem voru 30 milljónir evra. Þegar við skoðum samninginn núna þá sjáum við að þetta er í raun ótrúlegur samningur fyrir Liverpool,“ sagði Solhekol. „Liverpool er að borga tuttugu milljónir punda fyrir fjögur ár af Thiago sem gera fimm milljónir punda á ári. Liverpool er því að fá mögulega besta miðjumann heims fyrir fimm milljónir punda á ári,“ sagði Solhekol. „Að fá eins góðan leikmann og Thiago fyrir aðeins fimm milljónir punda á ári fær mann til að segja að þetta séu ótrúleg viðskipti hjá Liverpool. Þetta sýnir hversu hátt metið Liverpool er í heimsfótboltanum. Fyrir leikmann að snúa baki við Bayern München og fara til Liverpool eru frábærar fréttir fyrir félagið,“ sagði Solhekol. Það má sjá allt sem hann sagði hér fyrir neðan. "The deal is incredible for Liverpool, they are paying £5m a year for the best midfielder in the word, it is the best lease purchase I have seen!" @SkyKaveh on Thiago to Liverpool pic.twitter.com/vIKOY1EEDQ— Football Daily (@footballdaily) September 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Það efast enginn um það að Englandsmeistarar Liverpool eru að fá frábæran leikmann í spænska miðjumanninum Thiago Alacantara og það má sjá á orðum eins knattspyrnusérfræðingsins á Sky Sports. Kaveh Solhekol, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, er hreinlega gáttaður á því að Liverpool hafi tekist að landa Thiago Alacantara fyrir ekki meiri pening. Liverpool kaupir Thiago Alacantara á tuttugu milljónir punda og hann mun gera fjögurra ára samning við félagið til ársins 2024. „Þetta sýnir hvar Liverpool stendur í fótboltaheiminum á þessari stundu. Við erum að tala um leikmann sem var hjá Bayern München og hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hann er búinn að vinna sex titla í röð og var að landa Evrópumeistaratitlinum,“ sagði Kaveh Solhekol. Thiago was desperate to join Liverpool by weeks. During August negotiations, #LFC were ready to offer 20m. But Bayern Münich always asked for 30m and now Liverpool are gonna match the price tag. Man United just contacted his agent but never made a real bid. #LFC #MUFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2020 „Bayern setti nýjan fjögurra ára samning á borðið fyrir framan hann og hann ætlaði að skrifa undir hann. Á síðustu stundu skipti hann um skoðun og sagðist þurft nýja áskorun. Sú áskorun er að spila fyrir Liverpool og fyrir Jürgen Klopp. Það sýnir okkur hversu mikið aðdráttarafl Liverpool liðið hefur í dag,“ sagði Solhekol. „Þegar maður skoðar síðan samninginn. Það var sagt að Liverpool myndi aldrei borga uppgefið verð fyrir Thiago sem voru 30 milljónir evra. Þegar við skoðum samninginn núna þá sjáum við að þetta er í raun ótrúlegur samningur fyrir Liverpool,“ sagði Solhekol. „Liverpool er að borga tuttugu milljónir punda fyrir fjögur ár af Thiago sem gera fimm milljónir punda á ári. Liverpool er því að fá mögulega besta miðjumann heims fyrir fimm milljónir punda á ári,“ sagði Solhekol. „Að fá eins góðan leikmann og Thiago fyrir aðeins fimm milljónir punda á ári fær mann til að segja að þetta séu ótrúleg viðskipti hjá Liverpool. Þetta sýnir hversu hátt metið Liverpool er í heimsfótboltanum. Fyrir leikmann að snúa baki við Bayern München og fara til Liverpool eru frábærar fréttir fyrir félagið,“ sagði Solhekol. Það má sjá allt sem hann sagði hér fyrir neðan. "The deal is incredible for Liverpool, they are paying £5m a year for the best midfielder in the word, it is the best lease purchase I have seen!" @SkyKaveh on Thiago to Liverpool pic.twitter.com/vIKOY1EEDQ— Football Daily (@footballdaily) September 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira