Innlent

Allir sem fóru í ræktina á Akranesi þurfa að fara í sóttkví

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Smitrakningarteymi almannavarna hefur gefið út fyrirmæli til fólks sem fór í ræktina vegna málsins.
Smitrakningarteymi almannavarna hefur gefið út fyrirmæli til fólks sem fór í ræktina vegna málsins. vísir/getty

Einstaklingur sem greindist með kórónuveiruna á Akranesi hafði stundað líkamsrækt í líkamsræktarsalnum á Jaðarbökkum þriðjudaginn 15. september.

Smitrakningarteymi almannavarna hefur vegna þessa gefið út fyrirmæli til þeirra sem sóttu líkamsræktarstöðina sem iðkendur umræddan dag um að fara tafarlaust í sóttkví. Viðkomandi losnar úr sóttkví um leið og hann hefur farið í skimun þriðjudaginn 22. september næstkomandi og fengið neikvæða niðurstöðu.

Líkamsræktarsalnum hefur verið lokað frá og með deginum í dag, 18. september í óákveðinn tíma.

Halda þarf utan um skráningu þeirra sem fyrirmælin ná til og þurfa að fara í sóttkví. Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, mun annast skráningu og miðlun upplýsinga.

Allir sem sóttu ræktina umræddan dag eru því beðnir um að hafa samband við Guðmundu í síma 691-5602 eða með tölvupósti á netfangið ia@ia.is. Hún mun í framhaldinu senda viðkomandi upplýsingar frá smitrakningarteyminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×