Varamennirnir halda áfram að skora fyrir Arsenal sem er með fullt hús

Eddie og Ceballos fagna.
Eddie og Ceballos fagna. vísir/getty

Arsenal er með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í enska boltanum en liðið vann nokkuð dramatískan sigur á West Ham í Lundúnarslag, 2-1.

Fyrsta markið kom á 25. mínútu. Pierre-Emerick Aubameyang gaf þá frábæra sendingu á Alexandre Lacazette sem skallaði boltann í netið.

Gestirnir voru þó ekki af baki dottnir og þeir náðu að jafna metin fyrir hlé. Eftir darraðadans féll boltinn fyrir Michail Antonio sem kom boltanum í netið og allt jafnt í leikhlé.

Edward Nketiah kom inn á sem varamaður þegar þrettán mínútur voru til leiksloka og fimm mínútum fyrir leikslok skoraði hann sigurmarkið eftir flott samspil Arsenal. Lokatölur 2-1.

Arsenal er því með sex stig eftir tvo leiki. Flott byrjun Mikel Arteta og lærisveina en West Ham er án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira