Liverpool hafði betur í fjörugum leik á Brúnni 20. september 2020 17:25 Mane kemur boltanum í netið eftir mistökin ömurlegu hjá Kepa. vísir/getty Liverpool er með sex stig eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en þeir unnu 2-0 útisigur á Chelsea í dag. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill, allt þangað til komið var fram í uppbótartímann en þá virtist Sadio Mane vera að sleppa einn í gegn. Hinn danski Andreas Christiansen, varnarmaður Chelsea, tosaði hann hins vegar niður. Fyrst um sinn fékk hann gult spjald en eftir skoðun í VARsjánni var sá danski sendur í bað. Chelsea menn því einum manni færri allan síðari hálfleikinn og er sá hálfleikur var níu mínútna gamall höfðu ensku meistararnir gert tvö mörk. Sadio Mane skoraði fyrra markið á 50. mínútu og Senegalinn var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar eftir ömurleg mistök Kepa í marki Chelsea. Thiago, sem gekk í raðir Liverpool á dögunum, kom inn á í hálfleik en hann var dæmdur brotlegur innan teigs Liverpool er Timo Werner fór niður. Alisson varði hins vegar spyrnu Jorginho og lokatölur 2-0. Liverpool með fullt hús eftir sigra á Chelsea og Leeds en Chelsea er með þrjú stigin eftir sigurinn á Brighton um síðustu helgi. Liverpool are the first reigning champions to win at Stamford Bridge in the Premier League since 2002 (Man Utd).A dominant display. pic.twitter.com/hXTgnaynaQ— Squawka Football (@Squawka) September 20, 2020 Enski boltinn
Liverpool er með sex stig eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en þeir unnu 2-0 útisigur á Chelsea í dag. Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill, allt þangað til komið var fram í uppbótartímann en þá virtist Sadio Mane vera að sleppa einn í gegn. Hinn danski Andreas Christiansen, varnarmaður Chelsea, tosaði hann hins vegar niður. Fyrst um sinn fékk hann gult spjald en eftir skoðun í VARsjánni var sá danski sendur í bað. Chelsea menn því einum manni færri allan síðari hálfleikinn og er sá hálfleikur var níu mínútna gamall höfðu ensku meistararnir gert tvö mörk. Sadio Mane skoraði fyrra markið á 50. mínútu og Senegalinn var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar eftir ömurleg mistök Kepa í marki Chelsea. Thiago, sem gekk í raðir Liverpool á dögunum, kom inn á í hálfleik en hann var dæmdur brotlegur innan teigs Liverpool er Timo Werner fór niður. Alisson varði hins vegar spyrnu Jorginho og lokatölur 2-0. Liverpool með fullt hús eftir sigra á Chelsea og Leeds en Chelsea er með þrjú stigin eftir sigurinn á Brighton um síðustu helgi. Liverpool are the first reigning champions to win at Stamford Bridge in the Premier League since 2002 (Man Utd).A dominant display. pic.twitter.com/hXTgnaynaQ— Squawka Football (@Squawka) September 20, 2020
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti